SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 6
6 9. janúar 2011
Það vakti óskipta athygli þegar annar óligarki og Ís-
landsvinur, Roman Abramovitsj, keypti enska knatt-
spyrnufélagið Chelsea árið 2003. Alisher Usmanov
vill ekki vera minni maður og hefur freistað þess að
eignast annað sögufrægt félag í Lundúnum, Arsenal.
Árið 2007 gerði hann bandalag við fráfarandi varafor-
mann stjórnar félagsins, David Dein, sem í reynd
hafði stjórnað félaginu um árabil. Usmanov keypti
hlut Deins í Arsenal, um 14,5%, gegn því að Dein
tæki við formennsku í eignarhaldsfélagi þeirra Far-
hads Moshiris, Red and White Holdings. Rök Deins
fyrir að fá hina nýju fjárfesta að borðinu voru að auka
samkeppnishæfni Arsenal á tímum aukins fjárflæðis
í sparkheimum.
Hægt og bítandi hefur Usmanov eignast stærri
hlut í Arsenal, á nú ríflega fjórðung og stefnir ótrauð-
ur á 30% markið, sem gerir honum kleift að gera yf-
irtökutilboð. Hann hefur þó mætt miklu andstreymi
innan stjórnar félagsins en gamli eigendahópurinn,
með demantajöfurinn Danny Fizman í broddi fylk-
ingar, hefur spyrnt duglega við fótum og enn sem
komið er tekist að halda Úsbekanum utan stjórnar. Í
því skyni hafa stjórnarmenn í Arsenal meðal annars
bundist bandaríska kaupsýslumanninum Stan Kro-
enke traustum böndum. Eigi utanaðkomandi aðili á
annað borð að ná yfirráðum í Arsenal vill stjórnin
klárlega að það verði Kroenke sem sjálfur á um fjórð-
ung í félaginu.
Sem sakir standa er járn í járn en í raun hefur ind-
versk-ættaða kaupsýslukonan lafði Nina Bracewell-
Smith öll spil á hendi. Hún gekk úr stjórninni fyrir
tveimur árum og hefur nú áform um að selja hlut sinn
í félaginu, tæp 16%. Þá er bara spurning, horfir hún í
austur eða vestur?
Vill eignast Arsenal
Eignast Usmanov Robin van Persie og Cesc Fàbregas?
Reuters
Nafn hans hefur verið á allra vörumhér heima í vikunni eftir að við-skiptin við Kaupþing fyrir hrunkomust í hámæli. Hann er auðugur,
umdeildur og sumir segja alræmdur. En hver er
hann þessi kaupsýslumaður frá Úsbekistan, Al-
isher Usmanov, sem vermir hundraðasta sæti
Forbes-listans yfir ríkustu menn heims og
gegnir á heimaslóðum nafninu „harðnaglinn“?
Usmanov fæddist í Chust í gamla sov-
étlýðveldinu Úsbekistan 9. september 1953 og
er því 57 ára gamall. Faðir hans var aðstoð-
arsaksóknari landsins og valdamikill sem slík-
ur. Sjálfur las Usmanov alþjóðalög í Moskvu.
Ekki fór viðskiptaferill hans vel af stað en ár-
ið 1980 var Usmanov dæmdur í átta ára fangelsi
í Tashkent, höfuðborg Úsbekistans, fyrir fjár-
kúgun og svik. Hann sat inni í sex ár eða þang-
að til dómstóll í Sovétríkjunum sá sig um hönd
og Usmanov var máður út af sakaskrá. Sjálfum
þótti honum ekki nóg að gert og barðist áfram
til að hreinsa mannorð sitt. Usmanov vann ekki
fullnaðarsigur í þeim efnum fyrr en fjórtán ár-
um síðar er dómstóll í Úsbekistan úrskurðaði
að upprunalegar sakir á hendur honum hefðu
verið óréttmætar.
Í samtali við The Times í Lundúnum árið
2007 gaf Usmanov í skyn að spuni og deilur
innan sovésku leyniþjónustunnar hefðu kostað
sig frelsið. „Það tók mig fjórtán ár að hreinsa
nafn mitt og sanna að sök var komið á mig. All-
an minn starfsferil hef ég staðið andspænis for-
dómafullu fólki sem lítur á mig sem staðlaða
ímynd þjófsins í austri. Mér drepleiðist að ansa
þessum dylgjum. Ekki nóg með að ég hafi aldrei
brotið af mér, ég hef alla tíð unnið ærlega og
skipað mér á bekk með farsælustu kaupsýslu-
mönnum heims, þrátt fyrir að hafa verið lok-
aður inni með glæpamönnum í sex ár.“
Mikill hugur var í Usmanov eftir að hann
losnaði úr prísundinni og komst hann fljótt í
álnir. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rúss-
lands, er sagður hafa velþóknun á honum og
Usmanov fyllti flokk óligarka í forsetatíð hans,
þ.e. kaupsýslumanna sem fengu að kaupa
gömul ríkisfyrirtæki á tombóluverði eftir hrun
Sovétríkjanna.
Auðgaðist á málmi
Usmanov veðjaði á málmiðnað og stofnaði
ásamt viðskiptafélaga sínum Vasilij Anisimov
félagið Metalloinvest sem nú rekur fjölda fyr-
irtækja í greininni. Þar ku hann hafa ávaxtað
rúblu sína vel en Usmanov er í hópi tíu um-
svifamestu stálframleiðenda í austurvegi.
Usmanov hefur einnig haslað sér völl í gas-
iðnaði en hann er núna stjórnarformaður fjár-
sýsluarms orkurisans Gazprom, valdamesta
fyrirtækis Rússlands, sem sagt er beintengt inn
í stjórnkerfið. Hlutverk Usmanovs hefur verið
að halda utan um stærri og flóknari fjármál
Gazprom. Hvað sem það svo þýðir.
Af öðrum eignum Usmanovs má nefna sam-
steypuna Gallagher Holdings, sem skráð er á
Kýpur, og hefur meðal annars fjárfest í nám-
um, stáliðnaði, tækni, olíu, gasi, fjölmiðlum og
lyfjaiðnaði. Alisher Usmanov er bersýnilega
fátt óviðkomandi.
Árið 2006 hóf Usmanov að fjárfesta í fjöl-
miðlum. Að áeggjan rússneskra stjórnvalda
festi hann kaup á dagblaðinu Kommersant,
sem áður var í eigu óligarkans Boris Berezov-
skys, sem féll sem frægt er í ónáð í Kreml og er
nú í útlegð í Bretlandi. Síðar keypti Usmanov
líka helmingshlut í rússnesku íþróttastöðinni
7TV og 75% í tónlistarstöðinni MUZ-TV.
Árið 2008 keypti Usmanov hlut í rússneska
farsímafyrirtækinu MegaFon. Skömmu áður
hafði það komist í heimsfréttirnar þegar fyrr-
verandi hluthafi, Leoníd Rozhetskín, höfðaði
mál í New York á þeim forsendum að hann
hefði verið píndur til að selja með hótunum um
limlestingar. Í kjölfarið hvarf Rozhetskín með
dularfullum hætti og var jafnvel talinn af. Síðar
kom í ljós að hann er sprelllifandi í Bandaríkj-
unum, þar sem hann nýtur vitnaverndar eftir
að hafa ljóstrað upp um „valdamikla menn“ í
Rússlandi. Málinu lauk með dómssátt.
Usmanov virðist vegna vel, alltént eru eignir
hans metnar á 8 til 10 milljarða Bandaríkjadala
og persónulegur auður á einn og hálfan millj-
arð. Hann er kominn óravegu frá steininum –
ætli sá næsti sem hann sest í verði ekki helgur!
Grjót-
harður
nagli
Hver er auðkýf-
ingurinn Alisher
Usmanov?
Alisher Usmanov (t.v.) glaður í bragði ásamt öðrum umsvifamiklum kaupsýslumanni í Lundúnum, Roman Abramovitsj.
ReutersVikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Alisher Usmanov get-
ur verið harður í horn
að taka þyki honum
að sér vegið. Það
fékk Craig Murray,
fyrrverandi sendi-
herra Breta í Úsbek-
istan, að reyna árið
2007. Eftir að hann
gagnrýndi Usmanov
harðlega á bloggsíðu
sinni og kallaði auð-
jöfurinn þrjót lokaði
vefþjónninn henni og
öðrum síðum tengd-
um Murray vegna
þrýstings frá lög-
mönnum Úsbekans.
Lét loka
bloggsíðu
ódýrt alla daga
999kr.kg
Verð áður 1998 kr.
Grísahryggur, úrbeinaður
50%afsláttur