SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 8
8 9. janúar 2011
Fjölmargar fréttir hafa undanfarið borist af því að skrif fólks á Facebook hafi kostað það starfið. Í vikunni
sagði Dagens Nyheter frá starfsmanni Volvo, sem missti vinnuna eftir skrif á samskiptasíðuna: „Einn
dagur eftir af vikunni á þessum vitlausraspítala,“ ritaði hann. Daginn eftir var hann hættur hjá Volvo.
Fram kemur á vef Dagens Nyheter, að maðurinn starfaði hjá Volvo í Skövde en fyrirtækið taldi, að
þessi færsla sýndi, að talsvert skorti á trúmennskuna gagnvart fyrirtækinu. Annað eldra dæmi er þegar
flugfélagið Virgin Atlantic rak 13 flugliða fyrir að hafa notað Facebook til að gagnrýna öryggismál félags-
ins og kalla farþegana „skríl“.
Má leiða líkum að því að þetta gefi síðu eins og LinkedIn meira vægi. Með LinkedIn er hægt að halda
faglegum samskiptum aðskildum frá óformlegri vinskap en það breytir því auðvitað ekki að fólk þarf að
bera ábyrgð á orðum sínum hvar sem það ber niður.
Óvarleg skrif geta kostað fólk starfið
Tilgangur Mark Zuckerberg með að stofna Facebook var áreiðanlega ekki að fá fólk rekið úr vinnu.
Reuters
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Allir þekkja samskiptasíðuna Facebooken sem stendur er það önnur slík síðasem ber nafnið LinkedIn sem sækirhvað mest í sig veðrið. Nýverið upplýsti
Jeff Weiner, forstjóri LinkedIn, að notendum síð-
unnar fjölgi um einn á hverri einustu sekúndu.
Notendur voru um 90 milljónir talsins um áramót-
in og fjölgar þeim hraðar en nokkru sinni.
Segja má að LinkedIn sé einhvers konar Face-
book fagmannsins, síða fyrir starfstengd samskipti
og góður vettvangur til að efla tengslanet, sem
hugsanlega geti skilað fólki betri störfum. Svo
virðist sem fólk vilji halda fag- og starfstengdum
þáttum lífs síns aðskildum frá persónulegum
áhugamálum og skoðunum sem það viðrar gjarnan
á Facebook.
Notendur í 200 löndum
Fyrirtækið var stofnað í desember 2002 en síðan
sjálf fór í loftið í maí 2003. Helmingur notenda
LinkedIn býr utan Bandaríkjanna. Notendum
fjölgar einna hraðast í löndum á borð við Kína og
Brasilíu en þar vex samskiptasíðum almennt hratt
fiskur um hrygg. Notendur síðunnar búa í yfir 200
löndum og er síðan til á nokkrum tungumálum,
ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku og
spænsku.
Notendur byggja upp tengiliði á LinkedIn á ann-
an hátt en á Facebook og segja má að fyrri síðan
endurspegli frekar raunheima, þá helst fagleg
tengsl. Notendur geta ekki orðið vinir hvers sem er
heldur þurfa í raun að sýna fram á tengsl til þess að
skapa samband, annaðhvort beint eða í gegnum
tengilið. Þannig getur fólk einnig kynnst ein-
hverjum í gegnum tengilið sem báðir treysta. Er
þetta gert með þessum hætti til að byggja upp
traust á milli notenda og verður tengiliðahópurinn
því verðmætari. Í gegnum síðuna geta tengiliðir til
dæmis mælt með vinum í ákveðin störf.
Í ríkjandi árferði eru margir að leita sér að vinnu
og eru það ekki síst sérfræðingar sem nýta sér Lin-
kedIn. Atvinnuleitendur geta skoðað hvaða fyrir-
tæki auglýsa eftir fólki og næsta skref er síðan að
kanna hvort einhver tengiliða þeirra geti komið
þeim í samband við viðkomandi fyrirtæki.
Nokkur góð ráð
Mikilvægt er því að vanda sig ef reikningur er
stofnaður á síðunni því þarna gildir eins og annars
staðar, fyrstu kynni skipta öllu máli. Þarna gildir
ekki að vera dularfullur og með dramatískar
myndir, eins og getur gengið á Facebook, heldur
þarf að gæta þess að prófíllinn búi yfir miklum og
nákvæmum upplýsingum með góðum myndum.
Þeir sem er alvara með að nýta sér tengsl LinkedIn
faglega ættu líka, þegar þeir sjá ástæðu til, að mæla
með tengiliðum sínum almennt eða í störf við hæfi.
Það segir sig sjálft að þá er líklegra að þeir fái með-
mæli til baka.
Einnig getur verið gagnlegt að ganga í hópa á
síðunni til að auka sýnileika prófílsins og komast í
tengsl við fleira fólk því hægt er að senda skilaboð
til allra í sama hópi.
Ljóst er að samskiptasíður eru komnar til að vera
og mikilvægt er að tileinka sér notkunarreglur sem
hæfa bæði stað og tíma. Fólk þarf að vera meðvitað
um netnotkun sína því tækifærin eru mörg en að
sama skapi er hægt að hrasa þeim mun oftar.
Jeff Weiner er forstjóri samskiptasíðunnar LinkedIn en hann var áður
háttsettur hjá öðru netfyrirtæki, Yahoo! Inc.
Facebook
fagmannsins
Nýr notandi LinkedIn bætist
við á hverri sekúndu
Vikuspegill
Það getur verið erfitt að rata
um netheima og að sjálf-
sögðu hafa fjölmargir skrifað
bækur um LinkedIn nú þegar.
Á Amazon birtist langur bóka-
listi þegar leitað er undir nafni
samskiptasíðunnar. Má þar
nefna How to REALLY use Lin-
kedIn, LinkedIn for Dummies
og I’m on LinkedIn-Now
What???: A Guide to Getting
the Most Out of LinkedIn.
Þessir höfundar hafa að
minnsta kosti náð að skapa
sér atvinnutækifæri vegna
síðunnar.
Síðan lítur sakleysislega út en er
hreinasti frumskógur, eða því
halda fjöldamargir höfundar bóka
sem eru leiðarvísar um LinkedIn
fram.
Bókaflóð fylgir í kjölfarið
Við gerum
Vínbúðina
Skeifunni
fallegri og betri
Vínbúðin Skeifunni verður lokuð
frá og með 10. janúar vegna endurbóta.
Opnum fallegri og betri verslun 10. febrúar.
Opnum aftur10. febrúar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
9
0
0