SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 9
9. janúar 2011 9 Líklegast eigum við þaðmörg sameiginlegt aðþað er ekki létt verk aðkoma sér af stað á morgnana. Það er dimmt úti, frost og hvasst. Þessi árstími er mörgum þungbær, en talið er að um 6% Íslendinga eigi við eða finni fyrir skammdeg- isþunglyndi eða vetraróyndi. Meðal einkenna vetraróyndis eru: Þunglyndi, depurð, at- hafnaleysi, kvíði, þreyta, aukin svefnþörf, erfiðleikar við að komast á fætur. Eins og gefur að skilja þá er það lítið framboð af dagsbirtu sem orsakar vetr- aróyndi. Samkvæmt kenning- unni ætti vetraróyndi að aukast eftir því sem fjær dregur mið- baug. Svo er þó ekki, því vetr- aróyndi er ekki eins algengt á meðal Íslendinga og annarra þjóða sem búa á svipaðri breiddargráðu. Ekki veit ég hvernig á þessu stendur, Íslend- ingar hafa þó kúldrast í myrkri lengur en aðrar þjóðir Evrópu. Í hart nær þúsund ár hafði þjóðin nánast ekkert ljósmeti annað en grútarlampa sem rétt tírði á. Það hafa því líklegast orðið ein- hverjar efnabreytingar í þjóð- inni sem gera það að verkum að hún þolir betur skammdegið en aðrar þjóðir sem búa á sömu breiddargráðu. Ástæðan fyrir því að myrkur og vetraróyndi er gert að umræðuefni á þessum vettvangi er að í liðinni viku var efnt til málþings á vegum Líf- eðlisfræðistofnunar Háskóla Ís- lands um rannsóknir í lífeðl- isfræði. Málþingið var haldið til heiðurs Jóhanni Axelssyni pró- fessor emeritus. Jóhann er með merkustu vísindamönnum þjóðarinnar, hann lauk tveimur doktorsprófum og hafa rann- sóknir hans vakið heimsathygli, til dæmis rannsóknir hans á of- kælingu. Jóhann er eins og margir aðrir andans menn fag- urkeri, unnandi málara- listarinnar og sígildrar tónlistar. Þess vegna er nánast allt það sem frá Jóhanni kemur áhuga- vert og fræðandi, jafnvel fyrir okkur leikmenn. Meðal athygl- isverðra rannsókna Jóhanns og samstarfsmanna hans voru rannsóknir á vetraróyndi í Kan- ada. Rannsóknir á Íslendingum og Kanadabúum af alíslenskum ættum sýndu fram á mun lægri tíðni skammdegisþunglyndis hjá Íslendingum og Vestur- Íslendingum en hjá fólki af öðru þjóðerni sem býr á mun lægri breiddargráðum. Niðurstöður þessara rannsókna sýndu, svart á hvítu, að líkur á að greinast með vetrarþunglyndi, þung- bærara form vetraróyndis, voru þrefalt meiri meðal íbúa í Winnipeg sem höfðu ekki ís- lenskt blóð í æðum. Mörgum útlendingum sem búa hér á Ís- landi finnst skammdegið erfitt. Eiginkona erlends sendiherra var svo hart leikin af skamm- degisþunglyndi að hún treysti sér ekki að dvelja hér í Reykja- vík yfir svartasta skammdegið. Það fór svo að lokum að sendi- herrann bað um flutning til þess að bjarga hjónabandinu. Nú er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr vetraróyndi með svo kallaðri birtumeðferð. Þeim sem eiga við vetraróyndi að stríða er ráðlagt að sitja fyrir framan sér- stakt ljós eða flúrljósbox á degi hverjum í skammdeginu. Fyrir flest okkar sem búum hér í Reykjavík er skammdegið lítið vandamál, allstaðar eru öflugar raflýsingar. Ferðaþjónustan kvartar meira að segja nú orðið yfir „ljósmengun“ víða nálægt byggð. Ekki lengur hægt að sjá stjörnur himinsins og norður- ljósin nægjanlega vel. Það er nefnilega stórkostleg upplifun að vera úti í náttúrunni fjarri byggð í skammdeginu og virða fyrir sér stjörnubjartan him- ininn og leik norðurljósanna á himinhvolfinu. Birta stjarna og norðurljósa lýsir upp snævi þakta jörðina með ólýsanlegum litum sem stöðugt breytast. Þá hefur það frábær áhrif á streitu að sitja við kertaljós í hlýju húsi úti í sveit og njóta friðarins, hlýða á vindinn og í stað þess að horfa á sjónvarpið, að njóta feg- urðar himinsins. Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir ferða- menn mundu í framtíðinni þyrpast til Íslands til þess að njóta myrkurs og vetrar. Það koma að vísu nú þegar ferða- menn til landsins til þess arna, aðallega þá Japanir, til þess að skoða norðurljósin. Íslendingar eru merkilegur þjóðflokkur sem hokrað hefur hér norður í Dumbshafi í þúsund ár, hluta ársins í myrkri og kulda. Getur verið að einhverjar erfðabreytingar hafi orðið í þjóðinni á þessum tíma eins og sannast hefur hvað varðar vetraróyndið? Eftir hrunið mætti ætla að svo sé, því hegðun Íslendinga við stjórnun efna- hagsmála, stjórnvalda og ein- staklinga, er allt öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Væri ekki rétt að fá dr. Jóhann Axelsson til að rannsaka þetta? Myrkur Sigmar B. Hauksson Kertaljós og skammdegis- þunglyndi Norður-Kóreumenn riðu ekki feitum hesti frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar og ætla sér ugglaust stærri hluti á Asíu- mótinu sem hófst í Katar á föstudag. Þeir leika í riðli með Íran, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Hvernig Norður-Kóreumenn hyggjast beita þessari leikaðferð sem þeir æfðu stíft á Al Gharrafa- leikvanginum í Doha á föstudag skal ósagt látið en gera má því skóna að hún eigi eftir að koma and- stæðingum liðsins í opna skjöldu. Alla vega þeim sem ekki lesa Sunnudagsmoggann að staðaldri. Handagangur í öskjunni Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.