SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 10

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 10
10 9. janúar 2011 Ég og Sindri sonur minn brugðum okkur í skíðaferð tilAusturríkis yfir jólin, sem var bæði dýrlegt og skemmti-legt.Þar dvöldum við í eina viku í góðu yfirlæti, í litlu skíðaþorpi í austurrísku Ölpunum, Lech, sem státar af hreint un- aðslegum skíðabrekkum, fjölbreyttum og skemmtilegum. Þessi ferð er ekki efni í sérstakan pistil nú á nýju ári, nema fyrir þær sakir að í ferðinni kynntumst við ungum hjónum og fimm ára syni þeirra, alveg gullfallegum og heillandi litlum gutta. Þeirra saga á, að ég held, erindi við okkur Íslendinga og þess vegna ákvað ég að deila henni með ykkur lesendur góðir, svona í ör- sögumynd. Hjónin eru frá Rúmeníu, en hafa búið undanfarin tvö ár í Bret- landi. Hún er menntaður tann- læknir og hann er mat- reiðslumeistari, sem starfaði á virtustu veitingastöðum Búk- arest áður en þau yfirgáfu sitt heimaland. Hjónin voru bara unglingar þegar kommúnisminn í Aust- ur-Evrópu féll, en minnast ógnarstjórnar Nicolae Ceauses- cus samt sem áður með hryll- ingi, en hann stjórnaði Rúm- eníu með harðri hendi frá 1965 til 1989. Í framhaldi af blóðugri uppreisn í Rúmeníu var hann tekinn af lífi ásamt konu sinni í árslok 1989. Rúmenía varð aðili að ESB árið 2007 og það var við þá breytingu sem ungu hjónin ákváðu að freista gæfunnar í Bretlandi, hefja nýtt líf og aðal- ástæðan fyrir ákvörðun þeirra var sú, að þau töldu sig geta búið syninum sínum unga bjartari og betri framtíð, en þau töldu sig geta í heimalandi sínu. En ekki er allt sem sýnist og ekki er allt gull sem glóir. Unga konan sagði okkur að líf þeirra í Bretlandi undanfarin tvö ár hefði verið martröð líkust. Hún starfar á stórri tannlæknastofu, þar sem hún þarf dag hvern, að sinna í það minnsta 40 sjúklingum. Hún segist vera lægst í valdapíramítanum og þiggja smánarlaun fyrir þrælavinnu. Hún er komin í sérstakt framhaldsnám, sem tekur fimm ár, til þess að eiga möguleika á því að komast örlítið upp í kjörum. Hún segir óhikað að Bretar fari hryllilega með inn- flytjendur frá Austur-Evrópu og skipti þá engu máli, hversu vel menntaðir þeir séu og hæfir starfskraftar. Á þá sé litið sem ódýrt vinnuafl, sem beri að gjörnýta, í þágu Breta. Hann hefur enga atvinnu fengið frá því þau komu til Bretlands og segir að þótt Bretar, eins og önnur Evrópusambandslönd, lofi gulli og grænum skógum og dásami frjálst flæði vinnuafls innan ESB, þá sé það einfaldlega staðreynd, að þeir sem flytjist til Bret- lands í góðri trú, frá Austur-Evrópu, sitji alls ekki við sama borð og Bretar. Hann hafi sótt um starf sem matreiðslumeistari yfir 20 sinnum á þessum rúmu tveimur árum, án árangurs. Hann hafi bestu hugsanlegu meðmæli frá Búkarest, en ekkert gangi. Hann sé því heima að hugsa um heimilið og soninn, á meðan konan þræli sér út, myrkranna á milli. Þau eru búin að vera að nurla saman fyrir þessari viku skíðaferð í tæp tvö ár og það sem var hvað sárast, var að sjá að hvorugt hjónanna var á skíðum þessa dýrðardaga í Lech. Þau höfðu ekki efni á því. Nei, aðalástæðan fyrir ferðinni þeirra var aftur son- urinn ungi. Þau settu hann í skíðaskóla og stóðu svo bara tvö hjá, fylgdust með hnokkanum læra að renna sér á skíðum og hvöttu hann til dáða. Gleði ungu hjónanna náði hámarki síðasta daginn sem barnið var í skíðaskólanum, því þann dag vann hann til verðlauna. Það var á þeim að heyra að þau hefðu eignast heims- meistara, slík var gleði þeirra. Er ekki alveg augljóst af þessari litlu sorgarsögu, að það hlýtur að vera okkur Íslendingum gríðarlegt kappsmál, að komast í ESB klúbbinn og geta þar með fengið óheftan aðgang að þrælabúðum Breta fyrir innflytjendur? Er þetta ekki alveg örugglega draumalandið sem Össur og Jó- hanna vilja senda okkar unga vel menntaða fólk til, sem í kjölfar hruns, íhugar að kjósa með fótunum og reyna að hefja nýtt líf annars staðar? Brostnar vonir ungra hjóna Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. ’ Er þetta ekki alveg örugglega draumalandið sem Össur og Jó- hanna vilja senda okkar unga vel menntaða fólk til? Fyrsti sunnudagur ársins hófst á mjög hefðbundinn hátt hjá Ak- ureyringnum Magnúsi Smára Smárasyni. Þegar upp var staðið var þetta alls ekki hefðbundinn dagur, en hafa ber í huga að slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn geta átt von á hverju sem er, hvenær sem er … 06.45 Síminn gefur mér merki um að tími sé kominn til að vakna. Fæ mér léttan morg- unmat og kveð Ástrósu, kær- ustuna mína. 07.15 Kominn niður á slökkvistöð. Bregð mér í ein- kennisfötin og fæ mér kaffi með strákunum. Við undirbúum vaktaskiptin. 07.25 Nákvæmlega á vakta- skiptunum kemur tilkynning frá Neyðarlínunni; eldur í Eiðs- vallagötu 5; staðfestur reykur og hugsanlega fólk inni. 07.26 Hoppum í gallann og inn í bíl. Við, sem erum að koma á vaktina, förum á fyrsta bíl; Gunnar Björgvinsson varðstjóri, ég, Þorgeir Ólafsson og Helgi Schiöth. 07.30 Komnir í Eiðsvallagöt- una. Kláruðum að klæða okkur í gallann á leiðinni. Lögreglan er líka mætt, Gunnar varðstjóri fer út og metur ástandið; ég og Þor- geir erum tilbúnir að fara inn í húsið. Fáum að vita að grunur sé um tvo einstaklinga á miðhæð hússins og hugsanlega séu þrír á neðri hæðinni. 07.31 Þrjátíu sekúndum eftir að við komum á staðinn erum við Þorgeir komnir inn í húsið. Þar er ekkert skyggni, fyrir þykkum reyk. Allar æfingar okkar byggjast á því að leita og athafna sig við þessar aðstæður og við komumst því hratt upp á efri hæðina. Við vitum í hvaða herbergi á að leita, finnum fljótt hurðina sem er læst en spörkum hana upp. Náum að vekja fólkið og leiðum það út. Ekki eru nema tvær eða þrír mínútur liðnar síð- an við komum að húsinu. 07.34 Varðstjóri segir okkur að talið sé að fólk sé á neðstu hæðinni. Við förum inn um bak- inngang hússins, með slöngu með okkur því ekki er búið að finna eldinn. Heyrum svo í fjar- skiptunum að eldurinn hafi fundist utan frá og sprautað á hann inn um glugga. Förum í hraðleit; leitum á sem mestu svæði á sem stystum tíma, í rúmum og þar sem mestar líkur eru á að fólk haldi sig. Höfðum heyrt í fjarskiptunum að von væri á öðru reykköfunarteymi niður, Finni Sigurðssyni og Sig- urði Sæmundssyni. Verðum þó ekki varir við þá félaga fyrr en við bókstaflega rekumst á þá. Þar sem enginn finnst niðri fara Finnur og Sigurður upp á efri hæðirnar til að fullleita en við höldum áfram niðri; reyklosun er hafin, skyggni batnar hratt og við slökkvum smáeld í milli- veggjum. 08.30 Sem betur fer er það ekki oft sem við þurfum að bjarga fólki úr brennandi húsum. En við æfum þetta mjög mikið og meðan á vinnunni stendur er það eins og hvert annað verkefni sem þarf að klára; það er ekki tími til að klappa hver öðrum á bakið fyrr en öllu er lokið. En þegar upp er staðið og við gefum okkur tíma til að hugsa um að í þetta skipti björguðust líf fylgir því vissulega vellíðunartilfinning. Manni líður eins og við höfum gert góðverk en veltir sér þó ekki mikið upp úr því. 09.00 Komnir aftur á stöðina og byrjum á að gera allt klárt fyr- ir næsta útkall. Hvort sem það er eftir tvær vikur eða hálftíma þarf allt að vera tilbúið. 09.30 Fáum okkur kaffi, för- um svo í sturtu og í gufubað. Eina leiðin til að ræsta út eftir svona verkefni er að fara í gufu því maður er svo gegnsósa af reyk. 09.40 Það er gott að ræða málin í gufunni. Við erum sam- mála um að í dag hafi allt gengið upp. Góð liðsheild skiptir öllu máli í svona vinnu; samstarf allra er lykilatriði, hvort sem það er ökumaður, dælustjóri, varð- stjóri, reykkafari, áhöfn á sjúkrabíl eða lögreglan. 10.10 Ókosturinn við starfið er að það er gríðarlega líkamlega erfitt. Í þetta skipti var maður tiltölulega nývaknaður og hafði ekki tækifæri til að hita almenni- lega upp fyrir átökin, sem voru mikil um tíma. Ég var tæpur í öxl og hálsi og tókst að ýfa upp meiðslin. Ég átta mig reyndar ekki á því fyrr en í gufunni þegar ég stífna upp. Til að geta sinnt þessu starfi þarf maður að vera heill, hvort sem það er við sjúkraflutninga eða slökkvistarf og þar sem við erum vel mann- aðir þennan dag er ákveðið að taka enga áhættu. Varðstjórinn minn vill að ég fari heim. Ég læt lækna skoða mig og fæ bólgu- eyðandi lyf. 11.00 Kominn heim og vek kærustuna. Við fáum okkur há- degismat og svo leggst ég bara út af og sofna. Ekki vanur því að taka verkjatöflur eða bólgueyð- andi! 15.00 Mamma kemur og sækir Ástrósu; ætlar að skutla hanni fram á flugvöll vegna þess að ég á erfitt með að keyra. 15.30 Tek það rólega áfram. Heyri í strákunum á stöðinni og athuga hvernig dagurinn hefur gengið fyrir sig eftir að ég fór heim. 19.00 Fæ mér léttan kvöld- verð. Horfi svo á eina bíómynd. 22.05 Fer að sofa. Dagur í lífi Magnúsar Smárasonar slökkviliðs- og sjúkrafl.manns Magnús Smári Smárason; Eins og hvert annað verkefni en því fylgir vellíðunartilfinning þegar líf bjargast. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gott að bjarga lífi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.