SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 11
9. janúar 2011 11
Alexander NestorHaddaway er bestþekktur sem einfald-lega Haddaway.
Hann er tónlistarmaður og varð
frægur fyrir stórsmellinn „What
Is Love“, sem sló í gegn árið
1993.
Haddaway er sonur hollensks
haffræðings og trínidadískrar
hjúkrunarkonu. Foreldrar hans
skildu og eyddi hann æsku sinni
í Trínidad, Bandaríkjunum og
Evrópu. Haddaway talar fjögur
tungumál, hollensku, ensku,
frönsku og þýsku.
Háskólagenginn boltamaður
Haddaway er háskólagenginn
en hann stundaði nám í stjórn-
málafræði og sögu við George
Washington University í Wash-
ington.
Hann flutti síðan til Kölnar í
Þýskalandi árið 1989, þá 24 ára
gamall. Þar spilaði hann banda-
rískan fótbolta með liðinu Köln-
arkrókódílunum. Hann vann
einnig fyrir sér sem teppa-
sölumaður og danshöfundur
auk þess sem hann samdi tónlist
í frítíma sínum.
Haddaway hefur selt 28 millj-
ón plötur á heimsvísu og er
áhrifavaldur í evródanspoppinu.
Á meðal annarra laga kappans
sem nutu vinsælda eru „Life“, „I
Miss You“, „Rock My Heart“ og
„Fly Away“. „What Is Love“ er
samt sem áður langmesti smell-
urinn.
Hlutverk Saturday Night Live
„What Is Love“ varð vinsælt á
ný fyrir tilstilli gamanþáttarins
Saturday Night Live en lagið var
eins konar þemalag partíbræðr-
anna Steves og Doughs Butabis,
sem leiknir voru af Will Ferrell
og Chris Kattan í þáttunum og
síðar myndinni Night at the
Roxbury. Lagið var ennfremur
notað í Pepsi Max-auglýsingu
árið 2008.
Hljóðbútur úr laginu er líka
notaður í nýrri plötu Eminem
sem ber nafnið Recovery og er
þar í laginu „No Love“ en í því
rappar einnig Lil’Wayne.
Haddaway er langt í frá sestur
í helgan stein. Hann er búsettur
í Kitzbühel í Austurríki og held-
ur allt að 120 tónleika á ári, að
því er fram kemur á heimasíðu
hans www.haddawaymusic-
.com.
Vinsæll í Austur-Evrópu
Við leit í Google News kemur
fram að undanfarið hefur hann
haldið fjölmarga tónleika í
Austur-Evrópu og Rússlandi og
virðist hann njóta vinsælda þar
um slóðir. Hann hefur líka notið
vinsælda í Þýskalandi og var
síðasta smáskífan hans, „You
Gave Me Love“, gefin út fyrr á
árinu, ekki síst stíluð inn á þann
markað.
ingarun@mbl.is
Hvað varð um …
… Haddaway?
Nýleg mynd af kappanum, sem er enn að.
Lítríkur á hátindi frægðarinnar.
Eitt farsælasta og bestrekna framleiðslufyr-irtækið í kvikmynda-heimunum er Imagine
Films Entertainment, en eig-
endur eru Brian Graser og Ron
Howard, mennirnir á bak við
The Dark Tower.
Brian Grazer hefur orð á sér
fyrir fundvísi á aðsóknarstykki
og nýtur að auki virðingar fyrir
sköpunargleði og nef fyrir hæfi-
leikum. Hann brúaði bilið hjá
Ron Howard þegar hann hætti
sem barnastjarna og gerðist
þungavigtarleikstjóri og kom
ferli leikaranna Toms Hanks,
Meg Ryan, Johns Candys og
Michaels Keatons á flug, svo
nokkrir séu nefndir.
Grazer, sen verður sextugur á
árinu, vann sig rólega upp á við
sem framleiðandi sjónvarpsefnis
fyrir Edgar J. Scherick Associates
á áttunda áratugnum, en fyrsta
kvikmyndin sem hann fram-
leiddi var Night Shift (’80), svört
gamanmynd gerð af Howard.
Fjórum árum síðar var Grazer
tilnefndur fyrir handritið að
metaðsóknarmyndinni Splash
með Hanks, leikstýrt af Howard.
Hún var upphafið að Imagine,
einu öflugasta framleiðslufyr-
irtækinu í iðnaðinum og er alfar-
ið í eigu Howards og Grasers.
Aðsóknar- og verðlaunamyndir
fóru að rúlla árvisst hjá fyrirtæk-
inu, sem framleiddi á upphafs-
árum sínum myndir á borð við
Parenthood og Kindergarten
Cop. Velgengnin hélt áfram á 10.
áratugnum, með myndunum
Backdraft, Ransom, The Nutty
Professor og Dr. Seuss’ How the
Grinch Stole Christmas.
Árið 1995 gerði fyrirtækið,
Grazer, Howard og Hanks,
Apollo 13., sem lýsti á áhrifa-
mikinn hátt hremmingum þess-
arar ógæfulegu geimferðar,
Ferðin var einnig innblásturinn
að hinum feikivinsælu sjón-
varpsþáttum From Earth to the
Moon.
Grazer hefur hlotnast marg-
víslegur heiður og sómi, m.a.
Óskarinn fyrir A Beautiful Mind
(2001), sem framleiðandi bestu
myndar ársins, og Howard og
Goldsman fengu hvor sinn fyrir
leikstjórn og handrit. Síðan hafa
Grazer og Imagine verið upp-
tekin við gerð mynda á borð við
8 Mile og Intolerable Cruelty eft-
ir Coen-bræður. Nú seinni árin
hefur svo hver gæðamyndin
rekið aðra: Changeling; Robin
Hood; Angels & Demons; Frost/
Nixon, og sjálfsagt verður The
Dark Tower-þrennan hans
frægasta og mest sótta mynd.
Brian Grazer (t.h.) og Ron Howard á góðri stund með Óskar frænda.
Stórframleiðandinn
Brian Grazer
Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
sendum um allt land
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
ÚTS
ALA
- ÚT
SAL
A
YFI
R 17
00 V
ÖRU
NÚM
ER Á
25-6
0%
AFS
LÆ
TTI
einfaldlega betri kostur