SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Side 15
9. janúar 2011 15
Ragnheiður: „Mamma er hrikalega dugleg, hún vinnur mikið og
gerir allt vel, hvort sem það er starfið eða að halda veislur. Hún er
með allt á hreinu.
Mamma klæðir sig svo vel, er alltaf fín og sæt. Ég vil vera eins og
hún þegar ég verð eldri! Ég er stundum bara ómáluð í íþróttagall-
anum en systir mín og mamma eru svo miklar pæjur.
Hún er góður kokkur og finnst gaman að skoða uppskriftir og
elda. Þegar ég kom heim með kærastann, matreiðslumanninn, var
hún opin fyrir því að læra meira. Ég fylgist náið með henni í elda-
mennskunni og læri af henni. Mér finnst gaman að baka og stund-
um baka ég fyrir hana þegar hún er að fara í saumaklúbb.
Geislandi og hlær hátt
Það er áberandi í fari hennar hvað hún er glæsileg. Hún er með
mikla útgeislun. Það taka allir eftir, því finnst mér.
Hún hlær alveg hrikalega hátt, það fer ekkert framhjá neinum
þegar mamma er að hlæja.
Mamma og pabbi eru bæði búin að vera stoð mín og stytta. Ég bý
ennþá heima hjá þeim. Mamma er rosadugleg að þvo af mér og ýtir
á eftir mér ef ég er ekki nógu dugleg að þrífa og taka til.
Hjálpin frá þeim er mjög mikil. Líka þessi stóri stuðningur að búa
ennþá heima, að þurfa ekki að borga leigu og geta borðað heima.
Ég er helming heima og helming erlendis á árinu. Maður fær ekki
nógu mikið borgað hér heima í sundinu. Það er alveg ómetanlegt
að fá þennan fjárhagslega stuðning og ekki síst hvatninguna.
Hún er mikill kennari í sér, málfarsvillur eru ekki liðnar á heim-
ilinu, rétt skal vera rétt. Hún er mjög góður kennari. Ég á marga
vini sem hún hefur kennt og fékk alltaf að heyra: „Mamma þín er
besti kennarinn.“ Hún er líka svo þolinmóð og nær vel til krakk-
anna.
Ég var að kenna um tíma, bæði afleysingakennari í grunnskóla
og sundkennari og komst að því að ég erfði ekki þolinmæði móður
minnar. Mér fannst þetta mjög gaman en entist ekki í starfinu.
Bara kókópöffs á afmælum
Mamma sýnir því mikinn áhuga sem ég er að gera. Ég er búin að
lesa mér mikið til um mataræði og heilsu, allt þetta sem ég er að
gera í lífinu eins og það sem varðar æfingar og hugarfarið. Mamma
er spennt fyrir því sem ég er að hugsa og gera og vill læra af því.
Þetta snýst ekki um að fara í sundlaugina þrjá tíma á dag, þetta er
lífsstíll. Mamma hefur áhuga á þessu öllu. Hún hefur alltaf verið
mikið fyrir hollustu. Það var bara kókópöffs á borðum þegar við
áttum afmæli og aldrei til kók eða ís hversdags. Sömuleiðis var allt-
af fiskur þrisvar í viku.
Þetta heilbrigða líferni mitt kemur því frá mömmu þó ég hafi
tekið það skrefi lengra. Ég ólst upp við það að mamma og pabbi
voru alltaf úti að hlaupa og til dæmis eru einhverjar fyrstu minn-
ingar mínar af mömmu af henni að gera magaæfingar á gólfinu.
Þau æfa bæði fjórum til fimm sinnum í viku. Það var alltaf hugsað
vel um líkamann í æsku minni og líka hugarfarið. Þetta kemur því
frá mömmu og pabba en núna er ég búin að bæta við og þau læra af
mér aftur.
Lífsstíllinn sést á mömmu, hún er með „six-pack“, það er ekkert
flóknara en það! Hún ber sig alltaf vel, er aldrei hokin í baki. Þegar
hún kemur inn í herbergi taka allir eftir henni.
Hola í höggi á Ólympíuleikunum
Ég sagði við mömmu þegar ég var lítil að ég ætlaði á Ólympíu-
leikana og Óskarsverðlaunahátíðina. Þá sagði hún við mig: „Ég skal
koma í hvert einasta skipti sem þú keppir á Ólympíuleikum og
horfa á þig og þú tekur mömmu með á Óskarsverðlaunahátíðina.“
Hún vissi alveg að ég var ekkert að grínast.
Þegar ég keppti í Aþenu kom öll fjölskyldan og þegar ég keppti í
Kína komu mamma og pabbi. Þau eru mikið í golfi og fóru auðvitað
í golf í leiðinni. Mamma fór holu í höggi! Hún komst í blöðin og
fékk verðlaun. Hún setur mark sitt á allt hvert sem hún fer. Það
muna allir eftir henni.
Ef ég þarf hjálp við eitthvað hringi ég alltaf í pabba, hann reddar
mér alltaf. En ég enda alltaf að fara að væla í mömmu eftir á ef það
er eitthvað að og þá er alltaf gott að tala við hana.
Ég vinn með móðurömmu minni. Við erum rosagóðar vinkonur
og vinnum vel saman, náum til fleiri aldurshópa í hönnuninni með
því að starfa saman. Við erum rosalega líkar. Við amma tölum
meira eins og tvær vinkonur um stráka heldur en ég og mamma.
Mamma hefur samt alltaf sterkar skoðanir á þeim og veit alltaf bet-
ur en ég. Ég þykist oft vita betur en hún veit alltaf best í öllu, ekki
bara strákamálunum. Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Hún þekkir
mig best af öllum og það kemur henni aldrei neitt á óvart, hún veit
alltaf hvernig mér líður.“
Með allt á hreinu
Ragnheiður Ragnarsdóttir
fæddist 24. október 1984. Kærasti hennar
er Logi Brynjarsson matreiðslumaður.
Hún æfir sund með KR og hefur keppt fyrir
Íslands hönd á Ólympíuleikum, heimsmeist-
aramótum og Evrópumótum. Jafnframt hef-
ur hún mikið verið við æfingar í Kaliforníu í
Bandaríkjunum.
Hún stundaði nám á málabraut við
Menntaskólann við Hamrahlíð og síðar Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ þar sem hún út-
skrifaðist af hönnunarbraut. Ragnheiður tal-
ar fimm tungumál og fyrir utan sundið
starfar hún við hönnun og fleira í fjölskyldu-
fyrirtækinu M-Design. Hún er lærður förð-
unarfræðingur, hefur áhuga á leiklist og hef-
ur starfað mikið við fyrirsætustörf.
Ragnheiður stefnir ótrauð á næstu Ólympíu-
leika.
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
er fædd 2. febrúar árið 1959. Foreldrar
hennar eru Margrét Árnadóttir hönnuður og
Guðjón Valgeirsson lögfræðingur (d. 1993).
Hún er gift Ragnari Marteinssyni fram-
kvæmdastjóra en auk Ragnheiðar eiga þau
Margréti (27 ára) og Guðjón (18 ára) auk
tveggja barnabarna.
Sigríður Anna tók við starfi skólastjóra Ís-
aksskóla í apríl árið 2009. Þar á undan
starfaði hún sem verkefnastjóri hjá SVÞ –
Samtökum verslunar og þjónustu. Hún hefur
víðtæka reynslu af kennslu og hefur kennt á
öllum skólastigum í meira en tuttugu ár. Hún
hefur einnig lokið meistaranámi í stjórnun
menntastofnana frá KHÍ.
fer að finna sína stefnu í lífinu fer hún að
sýna miklu meiri einbeitingu og karakt-
ereinkenni hennar koma sterkar í ljós.
Gefur sér tíma fyrir mömmu
Samband okkar hefur þróast mjög fal-
lega. Hún sýnir mér svo mikla vænt-
umþykju og hefur áhyggjur af mér ef ég
vinn of mikið. Hún er bóngóð. Hún er
förðunarfræðingur og þegar ég bið hana
um að mála mig eru hún alltaf tilbúin.
Hún gefur sér tíma fyrir mömmu.
Ef ég á að segja eitthvað neikvætt, þá
er hún ekki góð í að taka til en það er allt
í lagi! Hún er góðu vön því við erum svo
dugleg við þetta sjálf.
Sundið er ótrúlega tímafrekt og núna
var hún að koma til baka eftir að hafa
verið mánuð í burtu.
Ragga vinnur í fjölskyldufyrirtækinu
M-Design. Ég vinn ekki með þeim hérna
en hún og amma hennar hafa unnið vel
saman. Hún kláraði hönnunardeild í FG
og hefur mikinn áhuga á hönnun. Það er
gaman að fylgjast með þeim hérna. Pabbi
hennar er hérna líka, hann sér um fjár-
málin og þær eru í daglega rekstrinum og
hönnuninni.
Ragga er svo skapandi og er oft að búa
eitthvað til. Eftir að hún kom heim frá
Dubai korter í jól fór hún í konfektgerð
með kærastanum, hún bjó líka til kass-
ana utan um konfektið og hannað lógóið
sem fór á allar jólagjafirnar frá þeim.
Hún er alltaf að hugsa um að aðra og
gleðja aðra og þykir alveg undurvænt um
sína. Það finnst mér gott. Mér finnst gott
að geta sagt að hún sé góð manneskja.“
Mæðgurnar Ragn-
heiður Ragn-
arsdóttir og Sigríður
Anna Guðjónsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert