SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 16
16 9. janúar 2011
Þetta er þriðja árið sem Björgvin Franz Gíslason er umsjónarmaður Stundarinnar okkar ogskrifar hann þættina ásamt Gunnari Helgasyni. Stóran hóp fólks þarf til svo ævintýra-heimurinn verði að veruleika en einnig koma að þáttunum upptökustjóri, skrifta, leik-mynda- og brúðuhönnuður, einnig þarf að sjá um gervi og búninga og svo má ekki
gleyma allri tæknivinnslu, tökumönnum, smiðum og ljósameistara. Það þarf því samstillt lið til að
láta einn þátt verða að veruleika, segir Björgvin, sem nýtur alls ferlisins og finnst forréttindi að
vinna við svona þátt.
Umsjónarmaðurinn skorast ekki undan því að gefa blaðinu innsýn í dæmigerðan tökudag:
„Tökur standa yfir frá hálf tíu til fimm og stundum lengur og komumst við þá gjarnan yfir tvo
þætti á dag,“ segir hann en þá eru ekki talin með sérstök atriði í þáttunum en þau eru tekin upp á
öðrum dögum. „Það er yfirleitt vel æft fyrir hvern þátt enda er tíminn afar naumur á sjálfum töku-
degi og því þurfa allir að vera á tánum og vel undirbúnir svo að tökurnar gangi snurðulaust fyrir
sig,“ útskýrir hann.
Í Stundinni okkar er Björgvin ævintýrahúsvörður á ævintýraganginum sem er staðsettur lengst
ofan í jörðinni en á þeim gangi fara öll ævintýri heimsins fram á hverjum degi. Hlutverk ævintýra-
húsvarðar felst í því að sinna öllum ævintýrum eftir bestu getu. Ef Öskubusku vantar nýjan
glerskó, nú eða ef nornina í Mjallhvíti vantar annað eitrað epli þarf Björgvin að redda því. Hann
hefur aðgang að öllum ævintýrum heimsins með einum töfralykli sem gerir honum kleift að kom-
ast hvert sem er.
Hann upplýsir hvað var að gerast bak við tjöldin þegar ljósmyndarinn mætti á staðinn: „En í
þessum þætti sem þið voruð að fylgjast með þá hefur Nornin ekki gefist upp á að valda usla í æv-
intýraheimum og sendir aðstoðarmann sinn í dulargervi Hérastubbs bakara til að reyna að ræna
hinum dýrmæta töfralykli af Björgvini með frekar slöppum árangri.“ Það má greinilega búast við
fjöri í skemmtilegum Stundum í vetur.
Björgvin að fara að baka piparkökur fyrir Hérastubb bakara þar sem ofninn í Hálsaskógi bilaði.
Friðrik Friðriksson aftan við leikmyndina rétt áður en hann kemur inn í
dulargervi Hérastubbs bakara . . . með piparinn góða.
Ævintýraheimur
Stundarinnar
Bak við tjöldin
Fjölmennt og samstillt lið þarf til að gera einn þátt af
Stundinni okkar að veruleika.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is