SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Side 22
22 9. janúar 2011
Sigrún Eldjárn er tilnefnd tilsænsku Alma-verðlaunannasem voru stofnuð árið 2002 tilminningar um Astrid Lindgren.
175 höfundar frá 62 löndum, þar á
meðal margir virtustu barnabókahöf-
undar heims, eru tilnefndir og verð-
launaupphæðin er fimm milljónir
sænskra króna. Tilkynnt verður um
verðlaunahafa í lok mars. Sigrún er til-
nefnd fyrir höfundarverk sitt sem rit-
höfundur og myndskreytir. „Ég er
ákaflega glöð og stolt því þetta eru
stærstu barnabókaverðlaun í heimi,“
segir Sigrún. „Þarna eru tilnefndir
mjög margir heimsþekktir höfundar og
ég geri mér því ekki miklar vonir um
að fá verðlaunin, en það er gaman og
uppörvandi að fá að vera með á þessum
lista.“
Sigrún átti 30 ára rithöfundarafmæli
á síðasta ári, en fyrsta bók hennar Allt
í plati kom út árið 1980. Bækurnar eru
nú orðnar kringum 40 talsins. Hún
hefur hlotið ýmis verðlaun og við-
urkenningar á ferlinum, þar á meðal
frá Fræðsluráði Reykjavík-
ur, Ibby á Íslandi, úr
Rithöfundasjóði Rík-
isútvarpsins, Barna-
bókaverðlaunin
Sögustein og Dim-
malimm mynd-
skreytiverðlaunin.
Hún hefur auk
þess verið
tilnefnd
„Kannski er ég bara svona barnaleg
sjálf og hef aldrei orðið almennilega
fullorðin! En ég er að minnsta kosti
sannfærð um að ég sé að vinna af-
skaplega mikilvægt starf. Ég lifi í þeirri
trú að ég sé að færa börnum eitthvað
skemmtilegt að lesa og eitt af því mik-
ilvægasta sem gert er fyrir börn er að
láta þau lesa eða að lesa fyrir þau al-
mennilegar bækur. Þar með er maður
auk þess að ala upp lesendur framtíð-
arinnar þannig að aðrir rithöfundar
hafi einhverja til að skrifa fyrir. Fyrstu
lesendur mínir eru til dæmis núna
orðnir um það bil 35 ára.“
Eru einhver viðfangsefni þér hug-
leiknari en önnur?
„Persónurnar í sögum mínum eru
oftast venjulegir krakkar sem eru í
tengslum við skrítnar verur eða gamalt
fólk sem gerir ýmislegt óvenjulegt og
klikkað. Ég hef til dæmis skrifað all-
margar sögur um strákinn Kugg og
vinkonur hans sem eru tvær gamlar
kellingar, þær Málfríður og mamma
hennar. Oft skrifa ég fantasíusögur og
þar gerist sitthvað sem ekki getur gerst
í raun og veru. Krakkar hitta til dæmis
geimverur og skrímsli eða ferðast um
tímann. Með því að láta ótrúlega hluti
gerast er ég að bæta við raunveruleik-
ann, kannski að bæta hann upp. Ég
hugsa aldrei neitt um boðskap. Í sög-
unum er þó efalaust einhver
boðskapur en
hann kemur þá
Er að bæta við
raunveruleikann
Hún bjó á safni sem barn og segir það þjóðlega slæðast heilmikið
inn í bækur sínar. Sigrún Eldjárn á 30 ára rithöfundarafmæli og
er tilnefnd til barnabókaverðlauna Astrid Lindgren.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Eyja Gull-
ormsins
Grannmeti og
átvextir
Tíu litlir
kenja-
krakkar
’
Ég lifi í þeirri trú að
ég sé að færa börn-
um eitthvað
skemmtilegt að lesa og eitt
af því mikilvægasta sem
gert er fyrir börn er að láta
þau lesa eða að lesa fyrir
þau almennilegar bækur.
Þar með er maður auk þess
að ala upp lesendur fram-
tíðarinnar þannig að aðrir
rithöfundar hafi einhverja
til að skrifa fyrir.
Mikilvægt starf
Hvernig hugsarðu þér samspil myndar
og texta?
„Í bókum þar sem er lítill texti en
þeim mun meira um myndir er kjörið
að láta eitthvað vera á myndunum sem
er ekki í textanum, þannig að mynd og
texti bæti hvort annað upp. Í texta-
meiri bókum eru myndirnar kannski
meira til stuðnings hinu ritaða máli en
eru samt mjög mikilvægur hluti sög-
unnar.“
Af hverju hefurðu kosið að skrifa
fyrir börn?
til H.C. Andersen verðlauna, Norrænu
barnabókaverðlaunanna og einnig
þeirra Vest-norrænu. Sigrún segir
verðlaun, viðurkenningar og tilnefn-
ingar skipta máli. „Þetta er ákveðin
hvatning til að halda áfram að leggja
sig fram. Það er mikilvægt að vita og
finna að það sem maður er að gera sé
metið að verðleikum.“
Sigrún tók próf frá Myndlista- og
handíðaskólanum árið 1977 og hefur
meðal annars lagt stund á olíumálverk
og unnið grafíkmyndir. Hún hefur
haldið einkasýningar og tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum innan lands
og utan. En af hverju byrjaði hún að
skrifa? „Ég byrjaði á því að mynd-
skreyta bækur annarra höfunda og var
búin að myndskreyta nokkrar bækur
þegar mér datt í hug að prófa að skrifa
sögu sjálf. Á þessum tíma var mikið
gert af afskaplega raunsæislegum bók-
um fyrir börn. Mig langaði til að vita
hvort ég gæti gert allt öðruvísi sögu,
sögu þar sem allt getur gerst óháð því
hvort það sé hægt í raunveruleikanum.
Fyrsta bókin mín hét Allt í plati og eft-
ir að hún kom út varð ekki aftur snúið.
Síðan hef ég gert bók á nánast hverju
ári og stundum fleiri en eina. Mér
finnst mjög skemmtilegt að gera þessar
bækur og sérstaklega finnst mér gaman
að geta gert bæði textann og mynd-
irnar. Að geta tvinnað þetta tvennt
saman svo úr verði órjúfanleg heild.
Mér finnst myndirnar og textinn í
verkum mínum skipta jafnmiklu máli.“