SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 23

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 23
9. janúar 2011 23 af sjálfu sér, ég er ekki að troða neinu slíku inn á fólk. Fyrst og fremst vil ég gera skemmtilegar og spennandi sögur sem krakkar hafa ánægju af.“ Barn á safni Sigrún hefur átt afar farsæla sam- vinnu við Þórarin bróður sinn í skemmtilegum bókum þar sem Þórarinn yrkir ljóð og Sigrún gerir myndirnar. Bækurnar eru ætlaðar börnum en fullorðnir njóta þeirra til jafns við þau. Nú fyrir jólin sendu þau frá sér barnaljóðabókina Árstíðirnar. „Ljóðin hans Þórarins eru frábær óháð aldri njótandans. Allir hafa ánægju af þeim,“ segir Sigrún. „Hann segir sjálfur að þau séu fyrir börn og barnalegt fólk og lítur þar á það sem kost að vera barnalegur. Okkur gengur vel að vinna saman og rífumst aldrei. Við notumst við tvær aðferðir í okkar samvinnu, oftast kemur hann með ljóð sem ég mynd- skreyti en í sumum tilfellum geri ég myndina fyrst og hann ljóðskreytir hana síðan.“ Þú átt myndlistarferil fyrir utan myndskreyt- ingar, geturðu sinnt þeim þætti myndlistarinnar? „Smám saman og án þess að ég hafi beinlínis ákveðið það hefur bókagerðin orðið frekari og tekið mestallan tíma minn en það þýðir ekki að ég sé hætt að gera myndlist utan bókanna minna. Ég er alltaf al- veg á leiðinni að vinna meira að henni aftur. Það kemur.“ Fyrir síðustu jól sendi Sigrún frá sér Forngripasafnið sem er fyrsta bókin í nýjum þríleik. „Ég hef skrifað, held ég, fjóra safninu þar sem faðir minn var þjóð- minjavörður. Fjölskyldan var með íbúð í húsinu og þar átti ég heima frá því ég fæddist þar til ég var fjórtán ára. Í Þjóðminjasafnshúsinu var þá auðvitað forngripasafn og svo þar að auki nátt- úrugripasafn niðri í geymslum og Listasafn Íslands var síðan á efstu hæð- inni auk hins ógleymanlega Vax- myndasafns. Þarna reikaði ég um sali sem barn. Síðan, öllum þessum árum seinna, kom hugmyndin um að skrifa um annað barn sem elst upp á safni. Þetta er auðvitað alls ekki saga um mig og ekkert annað í henni er líkt mínu lífi en kveikjan kemur samt þaðan.“ Skotthúfukerlingar lauma sér að Hvaða áhrif heldurðu að það hafi haft á þig að alast upp á safni? „Það hefur örugglega haft áhrif en ég þekki auðvitað ekkert annað og veit ekkert hvernig ég hefði orðið ef ég hefði alist upp í venjulegu íbúðarhúsi. Mér fannst alveg fullkomlega eðlilegt að búa á safni en líklega hefur það gert mig jafnskrítna og ég er.“ Heldurðu að þú hafir kannski sterk- ari tengsl við það þjóðlega fyrir vik- ið? „Það má vel vera. Það þjóðlega slæðist að minnsta kosti heilmikið inn í bækurnar mínar. Þar hafa til dæmis skotthúfukerlingar verið algengar. Gæslukonurnar á Þjóðminjasafninu voru margar hverjar klæddar peysuföt- um eða upphlut í vinnunni og voru auðvitað með skotthúfur. Þegar ég var lítil voru þessar konur vinkonur mínar og ég rölti á milli þeirra þar sem þær sátu prjónandi hver í sínum sal safns- ins. Þær hafa svo greinilega laumast inn í sögur mínar og myndir.“ Sigrún Eldjárn: Fyrst og fremst vil ég gera skemmtilegar og spennandi sögur sem krakkar hafa ánægju af. Morgunblaðið/Eggert Grannmeti og átvextir þríleiki áður. Þegar ég hef skapað per- sónur sem ég er sátt við finnst mér gaman og gott að leyfa þeim að lifa svolítið lengur í framhaldsbókum. Nú er ég að vinna að bók númer tvö í þessum nýja þríleik. Hún mun bera heitið Náttúrugripasafnið. Þessi sería sem byrjar með Forngripasafninu á rætur sínar að rekja til þess að ég ólst upp á safni, það er að segja Þjóðminja-

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.