SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 24

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Page 24
24 9. janúar 2011 Andsk., djö., helv. skúmar. Ræflar og aumingjar, hunskist í burtu.“Það var eins og þessi litli brúni hnoðri, sem einhvern tíma verður falleg kóngamörgæs,væri að rífa kjaft í allar áttir. Hann kjagaði geðvondur um fjöruna og skammaðist yfir þvísem hann mátti ekki gera, það var eins og allt væri ómögulegt. Þrír skúmar lágu í fjörunni, reyndu að villa á sér heimildir og lokka ungann til sín. Þeir biðu átekta eftir bráð, annað hvort éta þeir unga eða ræna eggjum frá mörgæsunum. Unginn stefndi á skúmana en var stoppaður af foreldrum sínum á síðustu stundu. „Andsk., djö., það má ekkert gera hérna.“ Ungur Weddell-selur skreið fram úr þúfu og fylgdist með hvort skúmarnir hefðu náð að lokka ungann til sín. „Þú verður að gera þér grein fyrir því að skúmarnir eru ekki vinir þínir, þeir éta þig,“ gætu mör- gæsaforeldrarnir verið að brýna fyrir honum. Ég skil ekki mörgæsamál en það er auðséð hvað foreldr- arnir eru að fara, hætturnar leynast víða og það er aldrei of varlega farið. Unginn var ekki glaður og sendi skúmunum illt auga, hausinn seig ofaní bringu. Hann hreytti einhverjum ókvæðishljóðum í skúmana um leið og fjölskyldan strunsaði framhjá. Ég fylgdist með fjölskyldunni í dágóða stund og gekk á eftir henni. Það var svona gelgjunöldur í unganum og foreldrarnir skiptust á að setja ofaní við hann. Pabbinn tók smá rokur af og til og reigði sig upp í loftið þegar hann var kominn með nóg af röflinu í unganum. Mamman var eins og mömmur eru, talaði við ungann og lét hann svo heyra það almenni- lega ef hann gekk of langt. Eftir smástund fannst manni eins og fólk væri að tala saman. Það var eiginlega óhjákvæmilegt að setja þetta sjónarspil í samhengi við fólk svo líkar eru mörgæsirnar mönnum í fjarska og á göngu. Skúmurinn, þessi ránfugl norður- og suðurskauta, er svolítið öðruvísi á suðurskautinu, hann óttast ekki manninn og hefur ekki fyrir því að flýja eða ráðast á mann eins og skúmurinn í Öræfunum á Ís- landi gerir. En hann er sami ræninginn samt sem áður, rænir eggjum frá mörgæsunum og ræðst á ungana. Það er ótrúlega skemmtilegt að sitja og horfa á dýralífið á Suður-Georgíu. Mörgæsunum hefur fjölg- að mikið á seinustu árum, það er að hlýna töluvert á þessum slóðum og dýralífið gæti breyst á næstu árum. Jöklarnir eru að hopa á Suður-Georgíu eins og annars staðar á jörðinni og töluverð hætta á að rottur komist í svæði smáfugla og eyði þeim þegar þær komast fram hjá jökulsporðunum. Rottur komu til landsins með hvalveiðiskipum og hafa fjölgað sér síðan og lifa við harðar aðstæður sem þær hafa van- ist og lifað af. Mörgæsirnar eru ótrúlega fyndnar og ímyndi maður sér að þær séu menn þá virðast þær glíma við sömu vandamálin og mannfólkið. Það þarf að ala upp ungviðið og vara við hættum í umhverfinu og lífinu sjálfu. Varast þarf hlébarðaselinn, hann étur mörgæsir. Lítil sæljón leika sér við mörgæsirnar, þær eru ekkert sérlega hrifnar af þeim en láta sig hafa það í smá stund. Dýrin hrella hvert annað, rífast alveg eins og við mannfólkið og lífsbaráttan er oft hörð eins og í mannheimum. En sennilega er umburðarlyndið meira hjá mörgæsunum en mönnunum, fólki er síður hlíft ef bókstafurinn segir annað þó líf fólks og fjölskyldna sé í húfi. Mörgæsir hafa engan bókstaf til að fara eftir, það þarf bara stundum að hafa smásnefil af skynsemi til að leysa málin. Það virðist ganga bara vel hjá mörgæsunum. Eftir dágóða stund og samanburð virkum við mannfólkið stundum eins og hálfgerðir kjánar á slæmum tímum. Það er svo margt líkt með okkur og mörgæsunum. Við flækjum einföldustu hluti og gerum lífið oft erfiðara en það þarf að vera. Mörgæsirnar ráfa um með litla steina í gogginum, steina sem eru út um allt á ströndinni og bera í athvarf sitt. Steinninn hjá næstu mörgæs er alltaf einhvern veginn fallegri en heima hjá þeim sjálfum og honum þarf að stela. Á meðan ein mörgæs stelur frá ann- arri mörgæs kemur þriðja mörgæsin og stelur steinum frá þeirri fyrstu. Svona gengur þetta fram og til baka með tilheyrandi frekjulátum þegar upp kemst um stuldinn. Á endanum kemst ró á í hverfinu og allar mörgæsirnar hafa sína steina fyrir sig. Næsta morgun byrjar allt upp á nýtt. Maður getur ekki annað en brosað að þessum aðförum. En erum við eitthvað betri? Við kaupum hús eða bíl á lánum sem margfaldast óvart. Svo koma einhverjir menn með ríka réttlætiskennd, vatns- greiddir og allir eins með tösku og sólgleraugu og taka bílinn og húsið og viðkomandi fjölskylda þarf að byrja upp á nýtt. Sumar mörgæsirnar áttu miklu fleiri steina en aðrar – voru greinilega ríkari. Samt virkuðu þær ekkert hamingjusamari, voru alltaf að passa steinana sína sem þó voru út um allt. Mör- gæsirnar gætu svo sem lært af okkur hvernig taka á steina lögtaki og gera fjölda mörgæsa gjaldþrota og svoleiðis. Kannski væri skúmurinn fínn í það hlutverk, þeir eru allir eins og með eigin réttlæt- iskennd. Ég var óvart kominn inn í miðjan hóp af mörgæsum, sat grafkyrr og fylgdist með fjölskyldunni. Tvær mörgæsafjölskyldur nálguðust hvor aðra og fóru að tala saman. Ungarnir í hópnum flissuðu og höguðu sér skringilega, það er greinilegur munur á fullorðnum mörgæsum að tala saman og ungvið- inu. Unglingarnir í hópnum gengu of langt í ólátum og foreldrarnir stíuðu þeim í sundur og færðu sig yfir í annað hverfi á ströndinni. Brúni unginn var aðeins of ágengur við minni ungann. Líkja má þessu við það þegar dætur okkar mannanna eru að komast á unglingsár og ungir bólugraf- nir strákar banka með munninn fullan af tyggjó og romsa út úr sér: „Er dóttir þín heima?“ „Nei, hún er ekki heima og verður ekki heima næstu tvö árin.“ Svo stendur maður skelfingu lostinn í smástund en yfirleitt eru þetta bestu drengir þegar á reynir. Það er eins með mörgæsirnar. Þegar brúni liturinn er farinn af þeim og þær komnar í kjólfötin verða þær mjög tignarlegar – og allar eins. Vel á minnst, er hugsanlegt að við höfum fengið hugmyndina að kjölfötunum frá mörgæsunum? Ætli höfundarréttarsamtök viti af þessu? Hvað sem því líður er stór- kostlegt að sjá að þrátt fyrir allt er samfélag mörgæsanna vingjarnlegt og þegar á reynir og kuldinn bítur þjappa þær sér saman. Það hafa þær líklega fram yfir okkur mannfólkið. Bölvar og ragnar Ungviði lætur misvel að stjórn, eins og gengur. Gildir þá einu hvort það er hér í mannheimum eða meðal kóngamörgæsa á Suður-Georgíu. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is Mörgæsarunginn Bölvar litli gefur skúmunum þremur illt auga. Ætli þetta séu Kasper, Jespe „Haltu þig á mottunni, góði,“ gætu foreldrarnir verið að segja við ungann.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.