SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 26
26 9. janúar 2011 Tilgangur Vistbyggðarráðs er aðvera lifandi vettvangur á sviðisjálfbærrar þróunar við skipu-lag, hönnun, byggingu, rekst- ur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Lífsferill byggingar, allt frá því að hún er bara hugmynd og þar til hún er rif- in, er skoðaður með sjálfbærni í huga og reynt að finna svokallaðar „grænar lausnir“ í hverjum fasa,“ segir Sverrir Bollason, hjá VSÓ ráðgjöf og stjórn- armaður í Vistbyggðarráði. Fyrirmyndin að ráðinu er fengin frá útlöndum en sambærileg batterí hafa verið stofnuð víða um lönd. „Mark- miðið er að ná fram úrbótum í átt að sjálfbærri þróun með það sem endatak- mark að mannvirkjagerð lúti lögmálum sjálfbærrar þróunar.“ Fyrsta skrefið í átt að því markmiði er að skilgreina ákveðin viðmið um það hvað teljist vistvæn bygging. „Fólk hefur mjög mismunandi skilning á því,“ segir Sverrir. „Síðan þarf að koma þessum viðmiðum áleiðis á ein- hvern kerfisbundinn hátt.“ Ein leið til þess er að styðjast við matskerfi, en nokkur slík hafa þegar verið þróuð erlendis. Eitt þeirra hefur skotið nokkrum rótum hér, svokallað BREEAM kerfi sem upprunalega er frá Bretlandi. „Þegar bygging er í hönnun er allt sem henni viðkemur skráð nið- ur; hvernig hún á að líta út, hvernig efni eru notuð og ýmislegt fleira, sam- kvæmt ákveðnum stöðlum. Út úr þeirri samantekt kemur einkunn sem gefur til kynna að byggingin sé allt frá því að vera ótæk sem vistarverur og yfir í að vera framúrskarandi dæmi um hvernig megi nota arkitektúr og verkfræði til að búa til sjálfbært mannvirki.“ Þannig er visthæfi byggingarinnar metið út frá mælanlegum viðmiðum í stað huglægs mats. Sparnaðarklósett eða eiturefnalaus málning Sverrir bætir því við að stofnunin eða fyrirtækið í Bretlandi sem þróaði BREEAM kerfið sé stöðugt með rann- sóknir í gangi til að endurbæta það og til að forgangsraða þáttum er varða mismunandi gerðir bygginga. „Þetta geta verið þættir eins og hvort mik- ilvægara sé að hafa klósett sem sturtar með hálfu vatnsmagni eða að nota málningu sem losar ekki út eiturefni.“ Hann segir raunsæi mikilvægan þátt í byggingu vistvænna húsa samkvæmt slíku kerfi. „Á tímabili var vinsælt að hafa vélloftræstingu í húsum en sá böggull fylgdi skammrifi að þá mátti helst ekki opna glugga því það kom ójafnvægi á það sem vélin gerði. Stað- reyndin er hins vegar sú að fólk vill geta opnað glugga og loftað út og sá möguleiki hefur bein áhrif á vellíðan þess í húsinu. Í dag átta menn sig betur á þessu.“ Þótt matskerfi hafi reynst vel þar sem þau eru upprunnin segir Sverrir mikilvægt að heimfæra þau upp á ís- lenskar aðstæður. „Í einu kerfi er t.d. gerðar kröfur um varnaraðgerðir gegn því sem kallað er „Heat Island Effect“. Þetta er fyrirbæri sem kemur fyrir í sólríkum borgum og sé of mikið af svörtum þökum í borginni getur hita- stigið innan hennar hækkað um tvær, þrjár gráður því byggingarnar sjúga í sig hita. Þetta á augsjáanlega ekki við á Íslandi.“ Mikill vatnssparnaður er ann- að atriði, en vegna góðs vatnsbúskapar hér hefur það ekki verið talið eins mikilvægt atriði og víða annars staðar. „Í sumar var hins vegar vatnsskortur á ákveðnum svæðum hérlendis, s.s. á Suðurlandsundirlendinu þannig að kannski þurfum við að hafa það meira í huga, a.m.k. staðbundið. Aðalatriðið er að við höfum þessi viðmið og þurfum að skilja þau í samhengi við Ísland.“ Þar breytir töluverðu sú gnótt sem Íslendingar hafa af endurnýjanlegri orku og varma, en orkumálin eru gríð- arstór hluti af vistvænum pælingum í tengslum við mannvirkjagerð erlendis. „Ég myndi segja að í raun sé skipulag byggðar langstærsta umhverfismálið hér á landi, því það getur annað hvort ýtt undir auknar samgöngur eða dregið úr þörfinni fyrir þær.“ Sverrir bætir því við að í raun bæti matskerfi á borð við BREEAM við það gæðaeftirlit sem haft er með fram- kvæmdunum – líkur aukist á því að útkoman verði eins og til var ætlast. „Gæðamál hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin í byggingariðnaðinum því hraðinn var svo mikill. Það hefur aftur leitt til leiðinda-heilbrigðisvandamála sem áttu löngu að vera úr sögunni og varða raka, sagga og lek þök. Raki í húsum er í raun stærsta umhverf- isvandamálið í dag.“ Frá sama stað og peningarnir Hann segir töluverðan áhuga meðal fagfólks hér á landi um umhverfisvið- mið sem nota mætti í hönnunar- og byggingarferli. „Það gengur mjög vel að fá fólk til liðs við okkur og BREEAM kerfið hefur þegar verið prófað á nokkrum byggingum hérlendis. Stóra stökkið er þó eftir því neytendur virð- ast vera að bíða eftir frumkvæði fyr- irtækja í þessum efnum og fyrirtækin eru dálítið að bíða eftir neytendunum. Stundum er búin til einhver umhverf- isstefna sem eru bara einhver um- hverfisorð á blaði en til að stefna sé marktæk þarf hún að vera útfærð í framkvæmdaliði, hafa mælanleg mark- mið og tilgreina leiðir að þeim. Þó að fyrirtæki sem kaupa stórar byggingar séu með umhverfisstefnu hefur ekki verið sjálfgefið að það hafi verið yf- Hús í sátt við umhverfið Mikil vakning hefur orðið innan byggingariðn- aðarins um mikilvægi vistvænna bygginga og skipulags. Um 30 íslensk einkafélög og stofnanir á sviði mannvirkjagerðar eiga nú aðild að Vist- byggðarráði, sem hefur að markmiði að ýta und- ir sjálfbærni á þessu sviði, enda gefst nú í fyrsta sinn í langan tíma „andrými til að hugsa hlutina upp á nýtt“. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ekki er allt sem sýnist þegar kemur að vistvænu vali á efnum í byggingar. „Sum efni geta verið góð ef þau eru notuð á staðnum en ef búið er að flytja þau yfir hálfan hnöttinn hætta þau kannski að vera vistvæn,“ segir Björn og Egill tekur annað dæmi. „Í BREEAM kerfinu er steinsteypa ekki talin sérlega vistvænt efni, sem kemur til af því að sementið sjálft er ekki talið mjög vistvænt í fram- leiðslu. Hins vegar er það bara lítill hluti af því sem þarf í steypuna, þar sem meginefnin, sandur og vatn, eru fengin hér innanlands, og vegur það sennilega upp á móti því að flytja eitthvert annað byggingarefni um langan veg til Ís- lands.“ Sverrir tekur undir þetta og segir það geta verið ágæta heilaleikfimi að ögra viðteknum hugmyndum um þetta. „Menn geta t.d. velt því fyrir sér hvort borgi sig frekar umhverfislega séð að einangra lítið sem ekkert og kynda bara þeim mun meira. Hér er gnægð af heitu vatni á staðnum en einangrunin er inn- flutt.“ Og Sverrir tekur þessa hugsun enn lengra. „Það eru sterk rök fyrir því að vistvænast sé að byggja úr efnum sem eru á staðnum og þannig væri torfbær sennilegasta sjálfbærasta form húsbygg- inga á Íslandi. En auðvitað erum við ekki að tala um það með þessu.“ Að einangra eða kynda? Arkís Glænýtt hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti sem Arkís hannaði er vottað sam- kvæmt BREEAM kerfinu, en í því er gerð úttekt á sjálfbærni byggingarinnar.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.