SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Side 27
9. janúar 2011 27
Ein af fyrstu íslensku byggingunum sem
eru umhverfisvottaðar er Snæfellsstofa,
gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við Gunn-
arsstaði á Skriðudal. Hönnuðir hennar eru
Arkís arkitektar, en þar á bæ hefur töluvert
verið unnið með sjálfbærar byggingar enda
stofan aðili að Vistbyggðarráði.
„Við höfum reynt að mjaka þessari
hugsun áfram, bæði í verkefnum okkar
sem arkitektar en einnig sem úttektarað-
ilar fyrir BREEAM kerfið,“ segir Björn
Guðbrandsson sem ásamt kollega sínum
Agli Guðmundssyni hefur sótt sér vott-
unarréttindi hjá BREEAM, bæði fyrir bygg-
ingar og skipulag. „Enn sem komið er hef-
ur ekkert skipulag hérlendis farið í gegn
um þetta mat svo við vitum en hins vegar
eru nokkrar byggingar í ferli,“ útskýrir Eg-
ill. „Af þeim er Arkís arkitektar að þrem-
ur.“
Ein þeirra er hús Náttúrufræðistofnunar
í Urriðaholti í Garðabæ, sem er langt kom-
ið, en aðspurður segir Björn mismunandi
eftir byggingum í hverju hin vistvæna
áhersla er fólgin. „Ef við tökum hús
Náttúrufræðistofnunar sem dæmi þá er það
hluti af Urriðaholtsskipulaginu sem byggist
mjög á umhverfisvænum áherslum meðal
annars með tilliti til vatnsbúskapar. T.a.m.
er rík áhersla lögð á sjálfbærar ofanvatns-
lausnir til að viðhalda lífríkinu í Urr-
iðaholtsvatni. Við unnum mikið með sömu
áherslur í byggingunni og á lóð hússins,
sem endurspeglast m.a. í þakinu sem kem-
ur til með að verða gróið, líkt og móinn í
kring. Það hægir á niðursigi vatns og eykur
hreinsun yfirborðsvatnsins. Þetta tvinnast
við það hvernig unnið er með yfirborðs-
vatnið niðri á lóðinni sjálfri þannig að
vatninu er ekki veitt beint í ræsi heldur í
yfirborðsrásum sem stuðla að meiri
hreinsun. Það styður aftur lífríkið í nær-
liggjandi umhverfi,“ segir Björn.
Dálitlir bruðlarar
Þá er glerhjúpur utan á húsinu sem gegnir
ekki aðeins útlitslegu hlutverki heldur
skiptir máli þegar kemur að loftræsting-
unni. „Stór hluti hússins er náttúrulega
loftræstur og glerhjúpurinn skapar skjól.
Þannig má opna glugga í nánast hvaða
veðri sem er.
Þótt skipulag Urriðaholts hafi ekki verið
unnið samkvæmt BREEAM stöðlunum
voru sjálfbærar áherslur hafðar að leið-
arljósi við hönnun þess, en Arkís var hluti
af alþjóðlegum ráðgjafahóp sem vann
skipulagið. Egill segir þær áherslur hafa
áhrif á allar byggingar sem verði innan
skipulagsins, því þær þurfi að laga sig að
þessum kröfum.
Björn bendir á að fjöldi þátta í hönnun og
byggingu mannvirkis geti haft áhrif á vist-
kerfið, bæði í stóru samhengi og smáu.
„Litið er til þess að lágmarka orkunotkun,
efnisval er gaumgæft, og reynt að lágmarka
raskið sem viðkomandi bygging veldur á
lóðinni og í lífríkinu. Þetta snýst líka að
verulegu leyti um innri gæði bygging-
arinnar, t.d. hvað varðar birtu og loftræst-
ingu og að nota ekki efni sem eru skaðleg
fyrir fólk. Auðvitað er mismunandi eftir
byggingum hvaða atriði menn leggja mesta
áherslu á en allt hefur þetta áhrif á heild-
ina.“
Þeir Björn og Egill segja þó mikinn mis-
skilning að sjálfbærni þýði að húsin þurfi
að vera torfklædd, með sólarsellu, regn-
vatnssöfnun og hafa matjurtagarð. „Í flest-
um tilfellum snýst þetta um nútíma bygg-
ingar sem útlitslega séð eru ekkert
frábrugðnar öðrum nútímahúsum,“ segir
Björn. „Notendur þeirra upplifa húsið
kannski fyrst og fremst sem gæðabygg-
ingu. Þetta er síður en svo afturhvarf held-
ur miklu frekar hvati til að ýta okkur
áfram.“
Grundvallaratriðið er, að sögn Egils, að
hægt er að byggja og skipuleggja sam-
kvæmt vistvænni hugmyndafræði alls
staðar í heiminum, en um leið þarf að laga
hugmyndafræðina að viðkomandi landi.
„Þetta er nokkuð sem er komið til að vera
og mun bara vaxa eftir því sem tíminn líð-
ur,“ segir hann og Björn kinkar kolli. „Sú
hugsun er kannski svolítið framandi fyrir
okkur Íslendinga því við höfum haft allar
þessar mikilvægu auðlindir– vatn og vist-
væna orku – og kannski vanið okkur á að
bruðla svolítið með þær. Hins vegar er að
verða vitundarvakning um þetta – fólk er
farið að átta sig á því að ekki er hægt að
meðhöndla þessar auðlindir eins og þær
séu óþrjótandi.“
Horft í baksýnisspegilinn
Þeir eru þó sammála um að ekki verði hug-
arfarsbreyting á einni nóttu heldur muni
hugsun og aðferðir við byggingar breytast
smám saman. Að vissu leyti standi íslenski
byggingariðnaðurinn á byrjunarreit í þess-
um efnum, enda hafi lítið tóm gefist til
vistvænna áherslna í byggingarhasar hinna
svokölluðu góðærisára. „Sumt af því hús-
næði sem þá reis var byggt meira af kappi
en forsjá og í dag eru töluverðir gallar að
koma fram í þessum húsum. Núna eru
menn að horfa í baksýnisspegilinn og sjá
hvað hefði mátt gera betur,“ segir Egill.
Fyrsta skrefið í því er að huga að skipu-
lagi því það gefur tóninn fyrir mannvirkin
á skipulagssvæðinu. „Þar þurfum við að
taka okkur mest á, einfaldlega vegna þess
að við höfum dreift svo mikið úr okkur og
farið frjálslega með landið,“ segja þeir.
Þar er þó úrbóta von því mörg sveit-
arfélög eru farin að huga að þessum vist-
vænu skipulagsþáttum að þeirra sögn.
Meðal annars hafi Reykjavíkurborg unnið
drög að stefnu um vistvæn hverfi og bygg-
ingar, en Björn hafi komið að þeirri vinnu.
„Það snýst ekki síst um að samfélagið virki
sem heild, þ.e.a.s. að byggðin sé blönduð
með þjónustu í nágrenninu og að það séu
efnahagslegar forsendur fyrir þeirri þjón-
ustu. Það dregur úr ferðum fólks til og frá
hverfinu,“ segir hann.
Egill bætir því við að lög og reglur skyldi
ekki neinn til að skipuleggja eða byggja eft-
ir vistvænum viðmiðum heldur sé hverjum
og einum í sjálfsvald sett að fara þá leið.
„Flestir, sem fara inn á þessa braut (og
þeim fjölgar ört) velja að vera einhvers
staðar í miðjunni, en það þýðir að tekin eru
einhver skref í átt að aukinni sjálfbærni. Ef
allir færu bara hálfa leið yrði ávinningurinn
gríðarlegur.“
En hleypur ekki kapp í menn þegar þeir
eru að vinna eftir slíku kerfi – vilja þeir
ekki fá tíu á prófinu?
„Jú en þá verður viðkomandi að gera
það upp við sig hvort hann sé til í það. Það
góða er að hann getur valið sjálfur.“
Ef allir færu bara hálfa leið
Egill Guðmundsson og Björn Guðbrandsson eru báðir með vottunarréttindi frá BREEAM.
Morgunblaðið/Ernir
Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðudal sem Arkís teiknaði er fyrsta íslenska húsið vottað með BREEAM kerfinu.
irfært í útboðsferlið hjá þeim þannig
að þar séu gerðar kröfur um að um-
hverfismálin sé í lagi. Þeir verktakar
og fyrirtæki sem eru með stóra al-
þjóðlega kúnna standa sig örugglega
best að þessu leyti því þá kemur kraf-
an að utan. Ég held að þrýstingurinn
þurfi alltaf að koma frá sama stað og
peningarnir og því hefur haft mikil
áhrif að stór neytandi, íslenska ríkið,
setti sér stefnu í vistvænum inn-
kaupum. Þar með myndaðist þrýst-
ingur á byggingariðnaðinn að finna
einhver mælanleg kerfi eða aðferð til
að meta byggingarnar út frá sjálfbærn-
isjónarmiði.“
Frjór jarðvegur
Auk þróunar matskerfisins hefur Vist-
byggðarráð að markmiði að styðja við
rannsóknir og faglega umræðu á þessu
sviði. M.a. er fyrirhuguð ráðstefna í
vetur þar sem háskólafólk, fagfólk og
aðrir munu koma saman og fá yfirsýn
yfir þá vinnu sem er í gangi á þessu
sviði. Sömuleiðis gæti ráðið gaukað
hugmyndum að háskólastúdentum um
efni á sviði sjálfbærra bygginga sem
þörf er á að rannsaka. „Svo er að
stuðla að menntun almennings, þannig
að áhugi fólks aukist á „grænum“ að-
ferðum og efnum, t.d. þegar það er að
byggja eða endurnýja heima hjá sér.“
Þá á ráðið í töluverðri samvinnu við
sambærileg félög á Norðurlöndum
varðandi viðmið, upplýsingar og að-
ferðafræðina sem notuð er til að auka
veg vistvænni bygginga og skipulags.
Aðspurður segir hann jarðveginn
fyrir slíkar breytingar bæði frjóan og
góðan. „Fólk er mjög tilbúið sem sést
best á því að þó ekkert hafi verið gefið
út um að ríkið eða aðrir ætli að nota
þennan BREEAM-staðal þá eru nokkrir
Íslendingar þegar búnir að fara út á
námskeið til að læra vottunina. Í dag
eiga 30 íslensk fyrirtæki, stofnanir og
sveitarfélög aðild að Vistbyggðaráði.
Þau leiða saman hesta sína til að miðla
af sinni reynslu eða bara fylgjast með
því sem aðrir eru að gera. Núna gefst
okkur líka andrými til að hugsa hlut-
ina upp á nýtt, því það er lítið að gera
í byggingariðnaði. Vonandi munu þeir
sem undirbúa sig núna njóta þess þeg-
ar allt fer af stað á ný.“
Áhugi á vistvænum
byggingum hefur auk-
ist til muna, segir
Sverrir Bollason.
Morgunblaðið/Árni Sæberg