SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 32
32 9. janúar 2011
Í umræðum um uppgjör innan VG talarstjórnarandstaðan og fjölmiðlarnir (einnigMorgunblaðið) jafnan um „órólegu deildina“þegar velt er upp hvaða þvingunarúrræðum
eigi að beita gagnvart hluta þingflokks VG. Af
hverju er þetta gert? Vissulega er óumdeilt að að
minnsta kosti 6 af þingmönnunum í 15 manna
þingflokki VG, og er Þráinn þá talinn með, er órótt
yfir framgöngu forystunnar, og þá formannsins og
starfandi þingflokkformannsins sérstaklega. Leiða
má líkur að því að fleiri en þessum 6 þingmönnum
sé orðið mjög órótt vegna þessa alls, þótt naumur
meirihluti telji enn rétt að beygja sig undir flokks-
aga. Óróinn er vegna augljósra svika VG við kjós-
endur sína. Ekki aðeins í stærstu málum eins og í
ESB-málinu, Magma-málinu og Icesave-málinu.
Miklu fleiri mál valda óróleikanum.
Svona er komið
Eftir aðeins tveggja ára stjórnarsetu eru þau tvo
heiti sem ríkisstjórnin ætlaði sem sína yfirskrift
orðin hrein háðsyrði og almennt aðhlátursefni.
„Skjaldborgin“ sem átti að slá um heimilin fór svo
illa að Steingrímur og Jóhanna taka það orð sér
ekki lengur í munn, en skriffinnar á vef og spaug-
arar því oftar. Og atlagan að landsbyggðinni og
frumþjónustu þar hefur orðið til þess að skötuhjúin
tvö eru líka hætt að tala um „norrænu velferðar-
stjórnina“ þegar þau lýsa afrekum sínum. Þau
halda sig núna nánast einvörðungu við að lýsa
sjálfum sér sem örþreyttum hjálparsveitum vegna
yfirþyrmandi vinnu sinnar við rústabjörgun eftir
bankahrun, sem hafi orðið vegna einkavæðingar
fyrir áratug. (Eitt hundrað og áttatíu bankar hafa
farið á höfuðið í Bandaríkjunum sl. tvö ár og þeir
hafa ekki enn áttað sig á því þar að það gerðist
vegna einkavæðingar snemma á nítjándu öld). Og
auðvitað er við þessa kyndugu kenningarsmíð
horft framhjá því að fyrsti bankinn sem fór í þrot
var ekki einkavæddur sl. tvo áratugi en átti rót í
sameiningu tveggja einkabanka við ríkisbanka sem
gerð var laust fyrir árið 1990 þegar þau Steingrímur
og Jóhanna sátu saman í ríkisstjórn og blessuðu
þann samruna og vegsömuðu. Og sú blessun var
auðvitað í lagi, því sú sameining setti ekki Glitni á
höfuðið frekar en einkarekstrarform hinna bank-
anna tveggja. Glitnir fór fyrstur í þrot og hinir tveir
drógust með enda kom í ljós að allir bankarnir þrír
höfðu verið rændir innan frá og sérstakur skjól-
stæðingur Samfylkingarinnar skuldaði yfir þúsund
milljarða króna í öllum bönkunum og hafði einnig
náð í tugi og hundruð milljarða frá öðrum, svo sem
sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Ekki er vitað um
neinn einstakling í samanlagðri sögu mannkyns
sem skuldaði slíkt hlutfall af eigin fé stærstu bank-
anna í einu landi annars vegar og heildarfram-
leiðslu þjóðar hins vegar. (Gustuk væri að láta
Heimsmetabókina vita af þessu). Slík staða var
auðvitað ekki sjálfbær og íslensku bankarnir hefðu
hrunið fyrr eða síðar þótt alþjóðleg bankakreppa
hefði ekki komið til, þótt hún hafi flýtt fyrir
hruninu. Kenning um það að bankafallið eigi rót í
einkavæðingu er jafn góð og ef reynt væri að afsaka
þjófnað úr verslunum með því að kaupfélög og
ríkisbúðir væru úr sögunni. Í umfjöllun um banka-
hrun, Magma-mál, ESB-mál, aðlögunarviðræður,
AGS, Icesave-mál, skuldavanda heimilanna, Sjó-
vársölu, ráðningarferli opinberra stofnana, sbr. SÍ,
Íbúðlánasjóð, umboðsmann skuldara etc. etc., eft-
irlitslausa framgöngu skilanefnda og slitastjórna,
nýeinkavæðingu tveggja banka, Arion og Glitnis,
með þeim árangri að enginn veit hver á þá og
áfram mætti endalaust telja, hafa þau Jóhanna og
Steingrímur beitt ómerkilegustu blekkingum svo
ekki sé minnst á Össur Skarphéðinsson, hið sér-
staka aðhlátursefni evrópskra fjölmiðla. Þess vegna
er vaxandi óróleiki innan VG, þar sem ekki vantar
siðferðisskrúfuna í alla þingmenn eins og virðist
vera í Samfylkingunni.
Undirrótin
En undirrótin er óróleiki þúsunda kjósenda sem
kusu VG í síðustu kosningum í góðri trú vegna þess
að þeir löðuðust að loforðum, heitstrengingum og
helgum stefnumiðum flokksins. Vonbrigði þessara
þúsunda og réttlát reiði er smám saman að skila sér
í óróleika ærlegra þingmanna innan flokksins. Þar
eigast því við „ærlega deildin“ og „svikula deild-
in“. Og það má öllum vera ljóst að ætli svikula
deildin algjörlega að valta yfir ærlegu deildina er
flokkurinn feigur. Í þessu samhengi er fróðlegt að
skoða skrif tveggja manna sem kusu VG í síðustu
kosningum vegna stefnu flokksins og trúar á getu
og vilja forystu þess flokks til að fara vel með þá
stefnu. Páll Vilhjálmsson hefur ekki farið leynt með
að hann kaus VG í síðustu kosningum, en hann
hafði áður verið formaður samfylkingarfélags á
höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði nýlega:
„Steingrímur J. formaður og Árni Þór Sigurðsson
þingflokksformaður sitja uppi með svartapétur í
spilinu um æru Vinstri grænna. Þeir kumpánar rit-
skoða fyrir hádegi og beita skoðanakúgun síðdegis.
Tvímenningarnir bera höfuðábyrgð á stórfelldustu
svikum í seinni tíma stjórnmálasögu landsins þegar
þeir stálu tugþúsundum atkvæða gegn ESB-aðild
og gerðu að samfylkingaratkvæðum. Af þeim
þjófnaði sprettur klofningur Vinstri grænna.
Dómgreindarleysi svikulu félaganna kemur fram
í minnisblaðinu sem ekki má sjá dagsins ljós.
Steingrími J. og Árna Þór er fullkomlega ljóst að
vélabrögð þeirra við að hlaða undir umsókn Sam-
fylkingar eru svik af verstu sort. Engu að síður
krefjast þeir trúnaðar við svikin. Ætlunin var að
veifa plagginu eftir þingflokksfundinn sem stuðn-
ingsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Þeir voru gerðir
afturreka og reyna að dylja undanhaldið með því
að neita að birta minnisblaðið.
Svartipétur er límdur við tvímenningana Stein-
grím J. og Árna Þór.“ Annar kjósandi, Indriði Að-
alsteinsson bóndi á Skjaldfönn við Djúp, er sann-
færður og skoðanafastur vinstrimaður sem skrifar
stundum í blöð og gerir grein fyrir sínum sjónar-
miðum. Bréfritari getur glatt hann með því að við-
urkenna að hann hefur sjaldnast verið sammála
efni þeirra skrifa þótt þau sé gjarnan vel fram sett
og skýr. Indriði skrifar grein í blaðið í gær og tekur
svari þremenninganna í ærlegu deildinni, lýsir sig
aðdáanda þeirra sem og Ögmundar og Guðfríðar
Lilju og segir svo: „Þá rifjaðist það upp fyrir mér
þegar Davíð Oddsson leiddi SJS fyrst á alvarlega
glapstigu í eftirlaunafrumvarpinu alræmda, hafði
þar lítið ef nokkurt samráð við þingflokkinn og
hefur aldrei almennilega gengist við þessum af-
glöpum. Ég minnist þess líka þegar SJS hafði allt á
hornum sér varðandi AGS áður en hann varð ráð-
herra en settist síðan á Lilju Mósesdóttur af öllum
sínum þunga fyrir að sjá ekki geislabauginn um þá
stofnun. Eftir heitstrengingar um einarða andstöðu
í síðustu kosningabráttu gegn aðildarumsögn
[sókn] að Evrópusambandinu voru þau loforð
svikin fyrir ráðherrastóla.“ Og Indriði vitnar einn-
ig beint til skrifa sýslunga síns til margra ára, Páls
Ásgeirssonar frá Þúfum í Vatnsfjarðarsveit sem
hafði skrifað: „Hvað eftir annað hafa þeir sem
Reykjavíkurbréf 07.01.11
Ærlega deildin og hin