SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Qupperneq 36
36 9. janúar 2011 Þeir sem vilja fá sér bita í skyndií Bítlaborginni Liverpool viðMersey-ána í Englandi hafa úrnógu að velja eins og annars staðar á Bretlandseyjum; fisk og franskar er hægt að kaupa innpakkað í dagblað gærdagsins, ýmiskonar pylsur af öllum stærðum og gerðum – slíkt fæði er ekki síst á boðstólnum í grennd við knatt- spyrnuvellina. En vilji menn gera vel við sig í mat eiga þeir líka auðvelt með að fá óskir sínar uppfylltar. Þegar undirritaður staldraði við í Liv- erpool á dögunum var hann svo ljón- heppinn að matarvinur í líki leigubíl- stjóra benti á glænýjan, afar góðan veitingastað í miðborginni; brasilíska steikhúsið Viva Brazil. Þar geta gestir í sig látið eins mikið og þá lystir, hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin og alls 15 kjötréttir í boði, allir grillaðir við kol, ásamt ýmiskonar gómsætu grænmeti. Fyrirkomulagið er einkar skemmtilegt. Eftir að gestum er vísað til sætis er þeim boðið á fjölbreyttan salatbar þar sem líka eru nokkrir hliðarréttir, sem kalla má, brasilískir grænmetisréttir og fleira. Á borði gestsins eru síðan tvö lítil, hringlaga spjöld. Annað er grænt Yes please-spjald; Sim, por favor (Já, takk), hitt rautt No Thanks-spjald; Nao Obri- gado (Nei, takk). Snúi græna hliðin upp koma hand- lagnir matreiðslumenn með reglulegu millibili og bjóða grillað kjöt sem þeir skera af teini, eins væna flís (eða flísar) og gesturinn kýs. Nautakjöt kryddað á mismunandi hátt, lamb, svín eða kjúk- ling. Vilji viðskiptavinurinn hægja aðeins á, fá frið til að spjalla eða melta það sem hann hefur innbyrt snýr hann einfald- lega rauðu hliðinni upp og fær næði frá kjötskurðarmönnunum þar til hann flettir spjaldinu við á ný. Óhætt er að mæla með matnum þvíSælgæti! Einn hinna handlagnu matreiðslumanna á steikhúsinu Viva Brazil í Liverpool. Á eftir bolta kemur Brasilía Boltinn er ekki nægilegt fæði þegar fólk skreppur til Englands og á völlinn. Stuðningsmenn Liver- pool njóta ekki frammistöðu liðs síns um þessar mundir en geta aldeilis kitlað bragðlaukana. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Liverpool hefur gengið afleitlega í enska fót- boltanum í vetur. En Lucas Leiva hinn bras- ilíski, t.v., þarf ekki að panta mat að heiman og Jamie Carragher á eigin veitingastað. Matur N ú þegar óopinberu Íslands-meistaramóti í kjötáti er lok-ið, held ég að það sé við hæfiað koma með uppskriftir að grænmetisréttum. Ég vil nota tækifærið til að hrósa íslenskum grænmet- isframleiðendum fyrir frábæra frammi- stöðu undanfarinna ára og fyrirmyndar markaðssetningu, en þeir hafa verið leiðandi í því að setja andlit á vöruna sem við neytendur höfum tekið vel á móti. Til dæmis finnst mér eins og ég þekki hjónin Knút og Helenu á Friðheimum vel þrátt fyrir að hafa aðeins hitt þau einu sinni, af því að plómutómatarnir þeirra eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og iðulega á boðstólum. Ég fylltist stolti þegar þau fengu titilinn „ræktendur ársins 2010“ hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna fyrir skemmstu. Hér á eftir eru tvær uppskriftir sem eru nokkuð ítalskar og henta plómutó- mötunum þeirra einkar vel, þegar ég hugsa það eru Friðheimar ansi ítalskt nafn sem mundi hljóma einhvernvegin svona Pace del mondo. Mælist ég til þess að við vöndum okkur við að kaupa íslenskt grænmeti enn meira á nýju ári og sennilega væri nú gáfulegt að borða mikið af grænmeti a.m.k. fram að þorr- anum. Tómat- og paprikumaukssúpa Fyrir 4 til 6 1 kg plómutómatar 3-4 hvítlauksrif 500 g rauð paprika 1 msk tómatpuré 1 dl steinselja (söxuð) 1 msk ferskt timjan (saxað) 1 dl ólífuolía 1/2 1 grænmetissoð 60 g smjör 1 dl sýrður rjómi Aðferð: Tómatarnir og paprikan er baðað í olíu og grillað í ofni eða á grilli þangað til tómatarnir eru dökkir. Þá kælt, papr- ikan kjarnahreinsuð og afhýdd. Svitið hvítlaukinn í olíunni og bætið síðan tómötunum og paprikunni við og sjóðið í soðinu ásamt tómatpuréinu í 30 mín. Íslenskt græn- meti í öndvegi Matarþankar Friðrik V

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.