SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Side 42

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Side 42
42 9. janúar 2011 Við notum áramót til að láta afósiðum og taka góða siði upp.Við ætlum að hætta að étasnakk og byrja í líkamsrækt, við ætlum að njóta betur þess sem við höfum í stað þess að þusa yfir því sem við ekki höfum, hætta að reykja og byrja að skokka. Sum setjum við okkur jafnvel enn háleitari markmið eins og að láta gott af okkur leiða og vera betri við aðra en við höfum verið. Allt felur þetta í sér að við ætlum að bæta okkur, vanda okkur meira á nýju ári en því sem er nýliðið. Vonandi höfum við mörg strengt þess heit að vanda tungutak okkar á nýju ári. Ekki endilega af því að við tölum ekki gott, rétt, viðeigandi, fjölbreytt og fallegt mál, heldur af því að við höfum tekið eftir því að tungutak manna hefur áhrif, og að menn ganga alltaf lengra og lengra í að níða andstæðinga sína. Ekki dugir minna en hæsta stig lýsingarorða til að lýsa and- úð sinni á mönnum og málefnum og upp- hrópanir og gífuryrði hafa verið (verða vonandi úr sögunni á nýju ári) nær dag- legt brauð. Tungumálið er ein tegund valdatækis, það er hægt að stjórna glettilega miklu með tungumálinu og orð eru notuð til að vekja ótta og öryggisleysi úr öllum tengslum við raunveruleikann. Skyldi það til dæmis vera raunhæft að Íslend- ingar verði algjörlega einangruð þjóð frá heiminum gangi þeir ekki í Evrópusam- bandið, nú eða að Evrópusambandið sé fullt af kúgurum sem heillist mjög af landráðamönnum sem vilji selja þjóðina í þrældóm? Þetta er þó það tungutak sem fylgjendur og andstæðingar Evrópusam- bandsins hafa notað. Ekki í þeim tilgangi að skiptast á skoðunum heldur til að stjórna tilfinningum og skoðunum ann- arra, nota tungumálið sem stjórn- unartæki og vekja ótta, hver vill verða hnepptur í þrældóm eða einangraður frá umheiminum? Sennilega enginn. Hvað ætli þeim sem hafa verið hnepptir í þræl- dóm þyki um þessar líkingar? Nú eða þeim sem í Evrópusambandinu eru? Fasisti og talíbani eru orð sem vekja neikvæðar tilfinningar hjá okkur flestum. Þegar menn nota þau í samsetningum með öðrum orðum er það augljóslega gert í þeim tilgangi að gera þá sem talað er um tortryggilega. Umhverfisfasisti getur til að mynda tæplega verið einhver sem við viljum deila skoðunum með. Og sá um- hverfisfasismi sem viðkomandi aðhyllist hlýtur að vera hættulegur. Þetta vita þeir sem taka sér svona orð í munn og þeir vita líka, eða ættu að vita, að með orðavalinu hafa þeir áhrif á hugmyndir fjölmargra um þá/þann sem talað er um. Að sjálf- sögðu er okkur hollt að skiptast á skoð- unum en það er lúalegt að nota tungu- málið í þessum tilgangi. Femínistar hafa mátt sitja undir harðri gagnrýni og hugtakið talíbanafemínisti spratt upp þegar andstæðinga femínisma skorti rök. Tungutaki af þessu tagi er ætl- að að gera femínista tortryggilega, jafnvel hættulega. Sjaldnast þora þeir sem nota tungumálið á þennan hátt að gera það augliti til auglitis við þann sem talað er um, enda vita þeir upp á sig skömmina og þora sjaldan að standa við orð sín, axla ekki ábyrgð á því valdi sem þeir hafa og er fólgið er í tungutaki þeirra. Í Bók fyrir forvitnar stelpur eftir Krist- ínu og Þóru Tómasdætur er meðal annars fjallað um baktal og kvart. Í bókinni eru lesendum gefin góð ráð til að greina á milli kvarts og baktals. Fólk kvartar ef það getur kvartað yfir manneskju við hana sjálfa, en baktalar ef það treystir sér ekki til að standa augliti til auglitis við hana og segja hug sinn. Auðvelt er að yf- irfæra þessa umfjöllun yfir á áramótaheit málnotandans. Kvartið getur verið gagn- leg umræða, þar sem fólk skiptist á skoð- unum augliti til auglitis og leikur sér ekki að því að vekja tilhæfulausan ótta og óör- yggi. Baktalið getur aftur á móti verið upphrópanir og gífuryrði sem einkum er ætlað að stjórna tilfinningum og skoð- unum annarra á lúalegan hátt. Spörum upphrópanir og gífuryrði í umræðunni á nýju ári, hugsum um það vald sem í tungutaki okkar felst og förum vel með það. Áramótaheit málnotandans ’ Spörum upphrópanir og gífuryrði í um- ræðunni á nýju ári, hugsum um það vald sem í tungutaki okkar felst og förum vel með það. Málið El ín Es th er Hvað ertu eiginlega að tuða þarna? Ég er að baktala þig! Já já! Og hvernig gengur það? Hægt. Þú ert með svo rosalega stóran bakhluta! Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóð-minjasafninu er varðveitt eittstærsta myndasafn landsins. Þjóð-minjasafnið hefur staðið fyrir söfn- un mynda frá stofnun þess árið 1863. Í upphafi var um að ræða málaðar myndir, en söfnun ljósmynda hófst árið 1908. Fyrsta glerplötusafn ljósmyndara barst til safnsins árið 1915 og síðan hefur filmu- og plötusöfnum fjölgað þar jafnt og þétt og enn berast því filmusöfn bæði frá ein- staklingum, ljósmyndastofum og fyr- irtækjum. Nokkrar milljónir mynda eru nú varðveittar í safninu. Þar er að finna úrval þjóðlífs- og mannamynda frá því að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 til dagsins í dag en þar er líka besta varð- veitta úrval teiknaðra, málaðra og prent- aðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi á 16.-19. öld. Ljósmyndasafn Íslands er nú ómetanleg þjóðareign, sem eflist með hverju árinu með nýjum aðföngum, nýrri þekkingu og miðlun. Liður í starfi Ljósmyndasafns Íslands er að rannsaka og kynna ljósmyndaarfinn og safnkostinn fyrir almenningi og er það meðal annars gert með útgáfu bóka í tengslum við sýningar safnsins. Síðan Þjóðminjasafnið opnaði í endurbættum húsakynnum árið 2004 hefur Ljós- myndasafnið haft góða sýningaraðstöðu, sem markaði kaflaskil. Fjölmargar vand- aðar sýningar innlendra og erlendra ljós- myndara í safnhúsinu, bæði frá fyrri tíma og samtíma okkar hafa verið settar upp með tilheyrandi útgáfu, nú síðast sýn- ingin Sögustaðir. Í fótspor W.G. Coll- ingwoods í samvinnu við Einar Fal Ing- ólfsson ljósmyndara. Bók sem gefin var út í tilefni sýningarinnar er nú tilnefnd til hinna íslensku bókmenntaverðlauna. Ljósmyndasafn Íslands veitir aðgang að myndasöfnum í sinni vörslu og er sérstök myndastofa starfrækt í Þjóðminjasafninu sem annast gerð á eftirtökum þeirra mynda og muna sem eru varðveittir í Ljósmyndasafni Íslands og Þjóðminja- safni. Þúsundir mynda Ljósmyndasafns Íslands eru nú þegar aðgengilegar á vef safnsins. Auk Ljósmyndasafns Íslands eru fjölmörg önnur myndasöfn starfandi í landinu, bæði innan minjasafna og hér- aðsskjalasafna. Þau stærstu eru Ljósmyndasafn Reykjavíkur og ljósmyndasafn innan Minjasafns- ins á Akureyri. Í safninu á Ak- Veruleiki á glerplötum Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Lesbók K jarvalar nefnist sýning Stef-áns Jónssonar myndlist-armanns sem verður opnuð íHafnarborg í dag klukkan 15. Eins og heiti sýningarinnar gefur í skyn, vinnur Stefán út frá verkum Jó- hannesar S. Kjarval; á sýningunni eru tíu skúlptúrar og grafíkverk að auki. Stefán hefur áður unnið út frá kunnum myndlistarverkum, hefur meðal annars fært sögufræg málverk meistara eins og Giotto og Goya í þvívíð form, og hefur þá oft notað Legokalla í stað persónanna í verkunum. „Fyrir um tíu árum gerði ég býsna stórt verk út frá Fjallamjólk Kjarvals. Svo hef ég alltaf af og til verið að skoða verk hans. Árið 2007 var ég búinn að fá hugmyndir að fleiri skúlptúrum og byrjaði að gera þessi verk sem eru hér á sýningunni,“ segir Stefán. Hvert verkanna heitir Kjarvali og á eftir kemur númer og síðan í sviga heiti málverksins sem unnið er út frá. „Stundum er sagt að fólk eigi marga „Kjarvala“, það þykir merkilegt og er merki um fólki búi vel. Þessi heiti eru vísun í þetta orðalag,“ segir Stefán. En velur hann verk Kjarvals frekar en verk annarra íslenskra myndlist- armanna, þar sem hann er einskonar tákn fyrir alla málarana? „Já, að einhverju leyti. Jóhannes Kjarval er það fyrsta sem mörgum dett- ur í hug þegar minnst er á málverk hér á landi. Hann er „málarinn“ rétt eins og Halldór Laxness er „rithöfundurinn.“ Þegar ég var byrjaður að vinna út frá verkum Kjarvals sá ég að mögulegt var að halda áfram og gera fleiri. Ég hef líka gert nokkur út frá málverkum Giottos, reyndar aðallega eftir einu verki.“ Stefán segir að verk Kjarvals hafi gefið sér hugmyndir um að nota ým- iskonar efnivið. Þarna eru verk úr gifsi, Verk Kjarvals efniviðurinn „Þessi verk eru engin óvirðing við landslagið eða Kjarval, alls ekki,“ segir Stefán Jónsson um sýningu sína, Kjarvalar, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Stefán hefur um árabil unnið út frá verkum annarra listamanna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.