SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 45

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Síða 45
9. janúar 2011 45 Lesbók Í október 1933 kom útfimmta bók GuðmundarGíslasonar Hagalín, Krist-rún í Hamravík. Sögukorn um þá gömlu góðu konu. Bókin sú er merkileg í höfundarsögu Hagalíns, eiginlega vendipunktur því hann tók meðvitað skref frá því að skrifa bækur á bóklegri ís- lensku og í þá átt að skrifa á tal- máli, eins og hann lýsti því: „að ganga lengra í því að nota daglegt mál í samtölum og ýmis alþjóðleg orð og orðatiltæki heldur en mér eldri íslenzkir rithöfundar, en fylgja aftur á móti hinni almennu málhreinsunarstefnu í öllu, sem ekki væri talað fyrir munn sögu- persónanna.“ Lesendur kunnu vel að meta hressilegt málfarið hjá Kristrúnu gömlu í Hamravík, bókin seldist mjög vel og gerði Guðmund Hagalín að einum þekktasta og vinsælasta rithöfundi þjóð- arinnar. Því er þetta rifjað upp hér að skáldsaga Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, minnti mig nokkuð á söguna um Kristrúnu í því hvernig Bergsveinn beitir óvenjulegu málfari höfundar bréfsins, Bjarna Gíslasonar á Kolkustöðum, en best að taka það fram strax að bækurnar eiga fátt sameiginlegt annað, nema kannski vinsældirnar – báðar bækurnar náðu mikilli almanna- hylli og seldust afskaplega vel. Um málfarið á Kristrúnu í Hamravík spunnust nokkrar um- Bjarni frá Hamravík ’ Það orkar vissulega alltaf tvímælis þegar menn taka að deila um það hvort þessi eða hin skáldsagan sé nógu sannferðug. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ræður og þá aðallega fyrir það hve tungutak hennar var óvenjulegt og margir urðu til að draga í efa að nokkur hefði slíkan talanda. Það orkar vissulega alltaf tví- mælis þegar menn taka að deila um það hvort þessi eða hin skáld- sagan sé nógu sannfærandi, en víst má taka undir það að málfar Kristrúnar er ólíkindalegt, eins skemmtilegt og það annars er. Það sama má segja um bréfið hans Bjarna til Helgu – málfarið í því bréfi finnst mér ekki alltaf ganga upp, ekki alltaf vera í anda bréfritara, eða í það minnsta þess bréfritara sem ég sé fyrir mér við lesturinn. Það ætti þó ekki að vefjast fyrir nokkrum manni – þetta er nú einu sinni skáldsaga og bráðskemmtileg aflestrar. Fyrir jól kom út á íslensku Frumskógarbókin eftir Rudyard Kipling, þar sem segir frá mann- hvolpinum Mógla sem villist í frumskóginum þar sem halta Tígrisdýrið Shere Khan er stöð- ugt á hælunum á honum en úlfar skógarins taka hann að sér og ala upp. Þegar Mógli nær unglings- aldri þarf hann að kljást við Shere Khan og þar sem hann ræður ekki við dýrið beitir hann útsjónarsemi til að murka úr því lífið. Hann lokkar Shere Khan inn í djúpt gil þar sem eru engar undankomuleiðir og rekur síðan æsta nautahjörð yfir skepnuna. Í framhaldi af því nýtur Mógli mun meiri virðingar í skóginum. Sagan rifjaði upp fyrir mér sögu úr safni búddískra texta er segir frá Búdda áður en hann uppljómaðist. Hann er á tígr- isdýraveiðum með bræðrum sínum þegar þeir koma að tígr- ynju sem vel gæti verið Shere Khan. Hún er særð, ófær um að verja sig, veiða og næra af- kvæmin. Bræður Búdda vilja ólmir fella dýrið en hann finnur til með því og ungunum sem ekkert bíður nema hungurdauði og platar bræðurna burt. Þegar þeir eru farnir þá særir hann sjálfan sig svo tígurinn geti nærst á blóði hans. Tígurinn get- ur nú hreyft sig, Búdda sker sig á háls og fellur örendur við fætur dýrsins svo það geti nærst. Við Lesarinn Bjarni Bjarnason rithöfundur Fílar og tígrísdýr Samtímamynd af Rudyard Kipling eftir William Strang sem dregur dám af hugmynd Kiplings um þá skyldu hvíta mansins að annast um hina litu. það braggaðist tígrisdýrið og fór á veiðar. Í Frumskógarbók Kiplings segir líka frá því þegar ungur fílahirðir drýgir þá hetjudáð að fara á fílsbaki inn í frumskóginn á nótt fílanna og verður vitni að dansi þeirra. Í framhaldi af því nýtur hann aukinnar virðingar meðal fílahirða. Í ritgerðasafni George Orwell, Bókmenntir og stjórnmál sem líka kom út fyrir jólin, segir frá fíl sem dansaði stríðsdans um þorpið og þurfti Orwell að lokum, vegna þrýst- ings frá fjöldanum sem elti hann um göturnar, að fella hann til að halda andlitinu sem fulltrúi ný- lenduveldisins. Hann blygðaðist sín og fann til með fílnum, sem leiddi hugann að guðinum Ga- nesha í búddísku textunum sem var hálfur fíll og talinn verndari rithöfunda ... síðan ég fór til Indlands á síðasta ári hefur hug- urinn oft leitað aftur inn í skóg- ana þar í gegnum laufskrúðugar bókmenntir. Franski sjón- varpsmað- urinn og rit- höfundurinn Patrick Poivre d’Arvor er frægur fyrir það í heima- landi sínu að hafa flutt frétt- ir í sjónvarpi í þrjátíu ár og alræmdur fyrir að hafa falsað viðtal við Fidel Castro fyrir þremur áratugum (hann skeytti spurningum frá sjálfum sér inn í upptöku af blaðamannafundi). Eftir rúma viku hugðist bóka- forlagið Flammarion gefa út ævisögu Ernest Hemingways eftir Poivre d’Arvor og var víst búið að prenta 20.000 eintök. Ekki er þó ljóst hvort þeim ein- tökum verður dreift í verslanir á tilsettum tíma því tímaritið L’Express heldur því fram á vef- setri sínu að að minnsta kosti þriðjungur bókarinnar sé stol- inn upp úr annarri ævisögu Hemingways eftir Peter Griffin sem kom út 1985, en ekkert er getið um þá bók í heimildaskrá. Forlagið og höfundur neita öllu saman, en L’Express stendur við fréttina og hefur birt dæmi á vefsetri sínu. Stolinn Hemingway Patrick Poivre d’Arvor. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN, 9. jan. kl. 14 í fylgd Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 LAGERSALA í Safnbúð til 31. janúar Listaverkabækur og veggspjöld á allt að 70% afslætti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 8. janúar – 6. febrúar 2011 Eiríkur Smith – Brot úr náttúrunni 1957–1963 Stefán Jónsson – Kjarvalar Listamannsspjall 9. janúar kl. 15 – Stefán Jónsson Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.