SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 4
4 22. maí 2011
Um það leyti, sem Ai Weiwei var handtekinn á flug-
vellinum í Peking var verið að opna mikla vestræna
sýningu þar í borg undir yfirskriftinni List á tímum upp-
lýsingarinnar. Sýningin er í samvinnu við þýsk stjórn-
völd. Handtakan mun hafa áhrif á slíkt samstarf við
opinbera aðila í vestrænum ríkjum og hefur verið skor-
að á þýsk stjórnvöld að loka sýningunni.
Bandarísk, bresk og þýsk stjórnvöld eru meðal
þeirra, sem hafa mótmælt handtökunni.
Kínversk stjórnvöld frábiðja sér slíka afskiptasemi
og biðja erlend stjórnvöld um að virða réttarlögsögu
sína. Mál Ais verði meðhöndlað í samræmi við lög.
Stuðningur við Ai kemur víða fram. Í Hong Kong
hefur kona ein málað „Hver er hræddur við Ai Weiwei“
á veggi. Utan á Tate Modern er skrifað stórum stöfum
„Sleppið Ai Weiwei“.
Listamaðurinn Anish Kapoor helgar nýtt verk, sem
var verið að setja upp á Monumenta sýningunni í
Grand Palais í París, Ai Weiwei. Verkið ber nafnið
Leviathan. Í samnefndri bók sinni lýsir 17. aldar heim-
spekingurinn Thomas Hobbes ríkinu sem skrímsli og
með nafngiftinni og tileinkuninni setur Kapoor kín-
verska ríkið inn í þá jöfnu. „Þegar ríkisstjórnir þagga
niður í listamönnum ber það villimennsku þeirra
vitni,“ sagði Kapoor í yfirlýsingunni þar sem hann
sagði frá tileinkuninni.
„Ef hægt er að fara svona illa með jafn frægan
mann og Ai Weiwei í skæru ljósi opinberrar umræðu,
hvaða vernd fær venjulegur kínverskur borgari frá lög-
reglu þeirra,“ skrifaði Jerome Cohen, sérfræðingur í
kínverskum rétti, í South China Post. Hann segir að
fangelsun Ais standist ekki einu sinni kínversk lög.
… ber það villimennsku þeirra vitni
Sýningargestur inni í verki Anish Kapoor, Leviathan,
sem hann helgar andófsmanninum Ai Weiwei.
Reuters
K
ínverski listamaðurinn Ai Weiwei
hefur verið í haldi hjá kínverskum
yfirvöldum í einn og hálfan mán-
uð. Hann var handtekinn á flug-
vellinum í Peking 3. apríl. Sagt er að rannsókn
standi yfir á því hvort hann hafi framið glæpi
af ýmsum toga. Í upphafi var sem Ai hefði
horfið af yfirborði jarðar og voru sögusagnir
um að hann hefði sætt pyntingum, en á
sunnudag fyrir viku fékk kona hans, Lu Qing,
að heimsækja hann og sagði að hann virtist
við góða líkamlega heilsu, en andlega spennt-
ur og órólegur.
Ai er meðal annars þekktur fyrir að hafa átt
hugmyndina að leikvanginum „hreiðrinu“
fyrir Ólympíuleikana í Kína í fyrra, en jafn-
framt skoraði hann á þjóðir að sniðganga leik-
ana. Hann hefur vakið heimsathygli með list
sinni, en athygli kínverskra yfirvalda hefur
einkum beinst að gagnrýni hans á kínverskt
samfélag. Andóf hans er þó ekki til „rann-
sóknar“, heldur hvort hann hafi gerst sekur
um tvíkvæni, skattsvik, dreifingu kláms og
hugmyndastuld.
Árið 2009 setti Ai upp sýningu utandyra í
Haus der Kunst í München með níu þúsund
barnabakpokum og setningunni „Hún lifði
hamingjusömu lífi í sjö ár í þessum heimi“. Ai
kvaðst hafa fengið hugmyndina þegar hann
fór til Sesúan eftir jarðskjálftann 2008. „Út
um allt lágu töskur og skóladót … Líf nem-
endanna hvarf í áróðri stjórnvalda og brátt
munu allir hafa gleymt öllu.“
Árið 2009 lokuðu kínversk stjórnvöld
bloggi Ais og eyddu 2700 færslum sem hann
hafði sett inn frá árinu 2006. Margar þessara
færslna tókst að endurheimta og hafa þær
verið þýddar á ensku og komu út í mars undir
heitinu Ai Weiwei’s Blog: Writings, Int-
erviews, and Digital Rants, 2006-2009. Þar
fjallaði hann um allt frá því hvernig kínversk
stjórnvöld tóku á sars-sjúkdómnum 2003 til
tilrauna almennings til að bjarga flækings-
köttum, sem var safnað saman og hent í
skemmur þar sem þeir voru látnir svelta í að-
draganda ólympíuleikanna 2008. Ai gagn-
rýndi lygar kínverskra ríkisfjölmiðla og fúsk
skipuleggjenda og embættismanna.
Ónefnd vinkona Ais sagði í viðtali við þýska
blaðið Die Zeit að hann hefði verið á nálum
áður en hann var handtekinn. „Hann hafði
fengið hugboð,“ sagði hún. Áður en hann fór
á flugvöllinn hafði hann sagt við aðstoð-
armann sinn: „Ef eitthvað kemur fyrir mig
verður þú að láta fréttina berast.“
Eftir handtökuna var gerð sex klukku-
stunda leit í vinnustofu Ais og 20 til 30 tölvur
fjarlægðar. Vinkonan sagði að handtakan
hefði átt sér langan aðdraganda. „Ai Weiwei
og stjórnvöld reyndu á mörk hvort annars.“
Árið 2009 átti að handtaka hann, öryggis-
lögreglan fór í gegnum reikningana hans í leit
að peningum, sem hann hefði reynt að koma
undan skatti, spillingu, einhverju. „Þeir
fundu ekki neitt,“ sagði hún. „Eftir á gerði Ai
grín að þeim á blogginu sínu.“
Almennt virðist hafa verið talið að Ai yrði
látinn í friði þrátt fyrir andóf sitt, ekki aðeins
vegna þess að hann nyti alþjóðlegrar við-
urkenningar sem listamaður heldur einnig
vegna þess að faðir hans, ljóðskáldið Ai Qing,
er virtur í Kína.
Viðmælandi Die Zeit segir að gamla kyn-
slóðin hafi látið Ai í friði af virðingu við föður
hans, en á nýafstöðnu flokksþingi komm-
únistaflokksins hafi margir úr yngri kynslóð-
inni færst upp metorðastigann. „Nýja kyn-
slóðin vill sýna að þessi vernd er ekki lengur
til staðar.“
Ai er ekki einn á báti. Liu Xiaobo, sem í
fyrra fékk friðarverðlaun Nóbels, er þekktasti
andófsmaðurinn, sem nú situr í fangelsi, en
margir aðrir hafa mætt sömu örlögum. Mann-
réttindasamtökin Chinese Human Rights Def-
enders, sem hafa aðsetur í Hong Kong, segja
að ekki hafi verið gengið svona hart fram gegn
andófsmönnum frá árinu 1998. Frá því að
nafnlaus boð um mótmæli í nafni „jasmín-
byltingarinnar“ fóru að birtast á netinu um
miðjan febrúar hafði 41 maður verið handtek-
inn 5. maí samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu samtakanna. 25 þeirra hafa verið látnir
lausir og af þeim bíða 20 réttarhalda. Átta eru í
fangelsi. Þá eru tveir undir eftirliti á heimilum
sínum. 16 eru einfaldlega horfnir.
Ran Yunfei er einn af þeim, sem eru í haldi
og bíða réttarhalda. Honum er gefið að sök að
hvetja til þess að ríkinu verði kollvarpað.
Hann breiddi meðal annars út á Twitter fréttir
Reuters-fréttastofunnar um uppreisnina í
arabaheiminum og velti fyrir sér af hverju
svona lítið fréttist af nóbelsverðlaunahafanum
Liu. „Á sextíu árum ritskoðunar fjölmiðla hafa
aðferðirnar breyst en markmiðið er það sama,
að fela sannleikann og kæfa frelsi fjölmiðla.“
Ai Weiwei
dúsar í
fangelsi
Kínverjar reyna
að þagga niður í
andófsmönnum
Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei hendir í loft upp sólblómafræjum á sýningu sinni, sem er nýlokið í Tate Modern í London.
ReutersVikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Hvað geta þeir gert mér?
Ekki annað en að bann-
færa mig, ræna mér eða
setja mig í fangelsi.
Kannski gætu þeir búið
svo um hnútana að ég guf-
aði upp, en þeir hafa
hvorki sköpunarmátt né
ímyndunarafl, þá skortir
bæði gleði og hæfileikann
til að fljúga.
Ai Weiwei, bloggfærsla í
nóvember 2009
Þegar listamenn hætta
sér í pólitík eru orðsporið
og heilindin alltaf í hættu.
En utan hins frjálsa heims
þar sem gagnrýni á valdið
er þegar best lætur erfið
og nánast ógerningur þeg-
ar verst lætur eru menn á
borð við Ai Weiwei og fé-
laga hans oft þeir einu,
sem hafa hugrekki til að
segja sannleikann gegn
lygum harðstjóranna.
Salman Rushdie, Kína
þarf að sleppa þessum
manni, grein í The Daily
Telegraph 21. apríl.
Hvað geta þeir
gert mér?
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill