SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 41
22. maí 2011 41 LÁRÉTT 1. Ílát veiðir fimmtíu fyrir leiðinlegan mann. (10) 7. Mjög sorgmætt oftast. (9) 8. Mjakaði sér áfram fyrir fisk. (6) 9. Helgidómur vatns sýnir líkamspart. (7) 11. Eitt erlent sjónvarp hefur svar oftar en einu sinni. (7) 12. Jón nískur verður forngrískur (8) 13. Ekki látið drabbast niður hjá aðilanum sem maður er ekki giftur. (9) 15. Aðallega sprauta og þvaðra. (6) 17. Tíu í erli út af lyfi. (6) 20. Skökk í byggingu. (4) 21. Mikið er spjall rægt. (10) 22. Vandinn í sófanum er ruglandi. (8) 26. Kona frá nyrsta hluta Íslands? (11) 28. Ósannur eldurinn. (6) 30. Vill hávaxnar. (6) 32. Raftengill kemst í samband við andlega veru. (6) 33. Tvær áttir bannið og setjið saman. (8) 34. Hvíld lamdi dýr. (8) 35. Grípir dauða. (4) LÓÐRÉTT 1. Kjósum blandað salt í sjónvarpsþátt. (8) 2. Rifjahluta deili með því sem er hluti af um- broti. (10) 3. Ruglaður drap vana með því að stynja. (8) 4. Spil króga er að sögn í Evrópulandi (7) 5. Halló, mjúk fær leyfi. (7) 6. Þrjósk æði áfram eftir að stoppaði (8) 7. Aðsvif yfir hóp. (7) 10. Eva klíndi saman ríki. (9) 14. Tollir einkum. (5) 16. Svín að nóttu til fer á stjá. (11) 18. Mun Norge leiða með þessu hljóðfæri. (9) 19. Reyni að finna hæð. (5) 20. Part losið með afstöðuleysi. (10) 23. Vinnum agn í farartækinu. (7) 24. Flónið óða gat skapað hamfarirnar. (9) 25. Sel pening á stað rétt hjá Borgarnesi. (7) 27. Löggildingin er á mörkum dropans. (6) 29. Lélegar flíkur fyrir hunda. (6) 31. Íbúðirnar tapa arði út af gimsteini. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 22. maí rennur út 26. maí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 28. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 15. maí er Regína Vigfúsdóttir, Víðilundi 12 a, Akureyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Táknið eftir Raymond Khoury. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Fyrir meira en 60 árum fór fram fyrsta áskorendakeppnin í skák. Æ síðan hefur þessi keppni átt óskipta athygli skákheimsins hvort sem hún fór fram með mótafyrirkomulagi sem haldið var allt til ársins 1962 er því lauk á eyjunni Curacao í Karabíska hafinu. Þá var tekið upp einvíg- isfyrirkomulag og þar sýndi Bor- is Spasskí ótrúlega yfirburði árin 1965 og 1968. Hápunkti var náð árið 1971 þegar Bobby Fischer vann Larsen og Taimanov 6:0 og síðar Tigran Petrosjan með mikl- um yfirburðum. Karpov og Kasparov sýndu frábæra taflmennsku þegar þeirra tími kom árin 1974 og 1983. Þegar heimsmeistararnir voru skyndilega orðnir tveir árið 1993 gengisféll keppnin og hefur ekki náð sömu hæðum og áður. Það kom því ekki á óvart þegar „norska undrið“ Magnús Carlsen lýsti sig ófúsan til að tefla um réttinn til að skora á Anand. Hann þekkir þá tilfinningu vel sem stundum sækir að skák- mönnum sem komnir eru til Rússlands yfir langan veg að þar séu þeir ekki á heimavelli. Áskorendakeppnin í Kazan í Rússlandi hefur verið sett í einn pakka og tekur vart meira en mánuð í flutningi. Sigurstrang- legustu keppendurnir, Kramnik, Topalov og Aronjan eru fallnir úr leik og úrslit mikilvægustu ein- vígjanna hafa ráðist í hrað- skákum. Í annarri umferð lauk öllum átta kappskákunum með jafn- tefli og þegar enn var jafntefli eftir fjórar at-skákir tóku við tvær hraðskákir. Þar reyndist Boris Gelfand sterkari en Gata Kamsky og Grischuk vann Kramnik einnig í hraðskák- unum. Gelfand og Grischuk hófu sex skáka lokaeinvígi sl. fimmtudag og lauk fyrstu skákinni með jafntefli. Hvorugur þeirra virðist eiga mikla möguleika í einvígi við Anand. En fyrirkomulag keppninnar virðist henta þeim báðum vel en gerir það jafnframt að verkum að spennandi einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 2012 er tæplega í vændum. Gelfand hefur í níu tilraunum unnið eina kappskák í Kazan. Hún kemur hér: 3. einvígisskák: Shakriyar Mamedyarov – Bor- is Gelfand Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. O-O Be7 9. Df3 Dc7 10. Dg3 O-O 11. Bh6 Re8 12. Had1 Bd7 13. f4 Rc6 14. f5!? Athugun á stöðunni leiðir í ljós að Gelfand hefur fengið þetta upp áður. Andrei Sokolov lék 14. Rxc6 gegn honum fyrir meira en 20 árum 1988 og vann sannfær- andi. Munurinn liggur í því að möguleikar á leppun opnast nú eftir skálínunni a7-g1. 14. … Rxd4 15. Hxd4 Kh8 16. Be3? Missir af upplögðu tækifæri: 16. f6! var best og eftir 16. …. Bxf6 17. Hxf6 gxh6 18. Hxh6 Hg8 19. Dh4 Hg7 20. Re2 á hvítur góða möguleika. 16. … Rf6 17. Dh3 d5! 18. e5!? Hrærir upp í stöðunni. Eftir 18. fxe6 fxe6! er svarta staðan einnig betri. 18. … Dxe5 19. Hh4 Hfc8 20. Kh1 Hxc3! Sjálfsögð skiptamunsfórn sem byggir m.a. á því hversu klunna- lega biskupinn stendur á b3. 21. bxc3 Dxc3 22. Hd4 a5 23. Hd3 Dc6 24. c3 a4 25. Bc2 e5 26. Bg5 b4 27. Dh4 bxc3 28. Hh3 Kg8! 29. He1 Hvítur kemst ekkert áfram eftir 29. Bxf6 Bxf6 30. Dxh7+ Kf8 o.s.frv. 29. … e4 30. g4 Kf8 31. Be3 Dc4 32. g5 32. … Bxf5! 33. gxf6 Bxf6 Þó hvítur sé hrók undir ræður hann ekki við peðaflaum svarts. 34. Dh5 Bg6 35. Dg4 Dxa2 36. Bb1 Dc4 37. Dg2 a3 38. Ba2 Dc6 39. Hg3 Hb8 – og hvítur féll á tíma en stað- an er töpuð. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Gelfand og Grischuk tefla um réttinn til að skora á Anand Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.