SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 16
Fyrsta daginn sem Golli ljós- myndari hitti fjölskylduna sam- an var á öskudaginn þremur vikum eftir greiningu. Feðgarnir skemmta sér á stofu 37 á deild 22E á barnaspítalanum. verð stór þá ætla ég að verða neutrófíll og ráðast á allar bakt- eríurnar í heiminum.“ Hún brosir. „Hann ætlar ekki að verða Spiderman eða Batman, heldur neutrófíll.“ Eins og kona í hríðum Það var ekki lyfjagjöfin við hvítblæðinu sem var erfiðust í með- ferðinni, heldur óvæntur vágestur sem gerði vart við sig þegar í upphafi meðferðarinnar. „Blöðrubólgan,“ segir Sveinn afdráttarlaust. „Já, hver hefði trúað því,“ tekur Signý undir. „BK-vírus heitir það,“ heldur Sveinn áfram. „Hann er sá fyrsti sem greinist með þennan vírus á Íslandi. Einn Íslend- ingur fékk vírusinn í Svíþjóð og annar í London sem er dáinn. Þetta er afar sjaldgæfur vírus sem fólk fær helst við líf- færaskipti, til dæmis nýrnaígræðslu eða beinmergsskipti. Þá er búið að bæla ónæmiskerfið svo rosalega. Og hann fékk vírus- inn sem sagt í blöðruna.“ „Hún brann öll að innan blaðran,“ segir Signý alvarleg. „Þetta var svo rosaleg blöðrubólga að þegar læknarnir spegluðu hann höfðu þeir aldrei séð annað eins,“ segir Sveinn. Og Signý bætir við: „Það var eins og að stinga inn í blóðmörskepp. Þeir sáu ekki hvar blaðran byrjaði og hvar hún endaði. Hann þurfti að koma öllu frá sér út í gegnum þvagrásina og sársaukinn var gríð- arlegur, hann pissaði blóðkögglum og blóði svo vikum skipti. Og fólk á erfitt með nýrnasteina!“ „Hann pissaði á tveggja til fimm mínútna fresti,“ segir Sveinn. „Það voru átök í heila mínútu í hvert skipti. Og það er merkilegt með börn að þegar það var búið þá var það búið. Hann var eins og gullfiskur og virtist ekkert kvíða því að pissa aftur – fór bara að leika á milli. Fyrstu vikurnar voru erf- iðastar, en hann þjáðist af þessu mánuðum saman, það byrjaði í febrúar og kláraðist í september.“ „Hann öskraði sig í gegnum þetta í hvert skipti, pissaði í taubleiur sem gripu blóðkögglana,“ segir Signý. „Maður horfði gjörsamlega bjargarlaus á barnið sitt svona kvalið og gat ekkert gert. Hann var eins og kona í hríðum, þannig leið honum, og svo var barnið fætt þegar pissið kom.“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Eitt augnablik er sárast í minningunni. „Mér fannst það vera augnablikið þegar fyrsti þvagleggurinn var settur,“ segir Sveinn. „Þegar þeir voru að byrja á því átt- uðu þeir sig ekki á því hvers vegna það gengi illa. Það á að taka tvær mínútur, en tók 40 mínútur. Þeir tróðu og tróðu og ég fór fram, ég gat ekki verið viðstaddur. Krummi öskraði: „Pabbi, þú verður að hjálpa mér!“ Ég hélt ég myndi deyja, ég var að fríka út!“ „Ég var vonda nornin og hélt honum,“ segir Signý. „Maður grætur ekki fyrir framan barnið sitt, það er ekki hægt, en við vorum bæði grátandi þarna. Svo var kallað á sérfræðing og þetta gekk ekki í fyrstu hjá honum.“ „Það var svo mikið af slími sem stíflaði,“ segir Sveinn. „Hann var með krampa svo mánuðum skipti. Þetta var erfiðast við krabbameinið. Eins fáránlegt og það er að blöðrubólga sé mesta hindrunin.“ Eins og nærri má geta fór allt á fullt á spítalanum að finna út hvað amaði að drengnum. „Maður áttaði sig ekki á að lækn- arnir væru að vinna í þessu,“ segir Signý. „Það gleymist stundum að tala við okkur þó að við viljum fá að vita allt. Ann- an þvagleggsdaginn var hann hágrátandi í sex til sjö klukku- tíma þó að það væri dælt í hann róandi, verkjalyfjum og mor- fíni. Það verkaði ekkert á hann og við vorum bara ein í stofunni. Auðvitað var það vegna þess að læknarnir voru að hringja til útlanda, ræða við aðra sérfræðinga í verkjastill- ingum, sem við vissum ekkert um.“ Eins og ungabarn á ný En allt tekur enda um síðir. Krummi hefur staðið það versta af sér og það gengur vel hjá honum að hefja venjubundið líf fjög- urra ára stráks. „Það var þvílíkur munur eftir að hann hætti í þessari hörðu meðferð,“ segir Signý. „Hreyfigetan er að vísu skert hjá hon- um, það sést á göngulaginu, en hann hefur tekið miklum framförum á skömmum tíma.“ „Hann var í hjólastól í hálft ár og gat ekkert gengið,“ segir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.