SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 37
22. maí 2011 37 Átján ár eru liðin frá því Sir Alex Ferguson hampaði fyrst meistarabikarnum hjá Manchest- er United. Einn leikmaður hefur fylgt honum allan þennan tíma og unnið alla titlana 12, mannundrið Ryan Giggs. Hann er ekki aðeins sigursælasti leikmaður enskrar knatt- spyrnusögu heldur leyfi ég mér að fullyrða að Giggs sé einn mesti íþróttamaður sem sögur fara af, í hvaða grein sem er. Hver hefur átt annan eins feril? Maðurinn er á 38. aldursári og er ennþá lykilmaður í einu besta knattspyrnuliði í heimi. Sir Alex tekur ekki mið af virðingu eða glingri þegar hann velur lið sitt, heldur horfir hann eingöngu á gæðin. Og þau er enn til staðar hjá Giggs. Það er ótrúlegt að segja þetta en Walesverjinn hefur sjaldan verið betri en í vetur. Ryan Giggs skyrpir tannholdi framan í Elli kerlingu. Enn með sprengikraftinn Það er ekki án hliðstæðu að sparkendur leiki fram á þennan aldur en það stappar nærri því að vera einsdæmi að þeir hafi ekki tapað nema broti af sprengikrafti sínum og hraða. Giggs gerir enn ítrekaðar árásir á rétt tvítuga bakverði og hundþeytir þeim þegar sá gállinn er á honum. Það var ósjaldan í vetur. Svo dregur hann sig áreynslulaust inn á miðjuna, ger- ist þess þörf, og stjórnar þaðan aðgerðum. Hann er engu síðri í sendingum upp miðjuna en fyrirgjöfum af vængnum. Það hefur margsýnt sig. Annars virðast fjölhæfni Giggs engin takmörk sett. Mitt í amstri meistarabaráttunnar brá hann sér til Düsseldorf um liðna helgi og lamdi húðir með vinum Sjonna! Ekkert bendir til annars en að Sir Alex muni fela Ryan Giggs stórt hlutverk í liði sínu á Wembley um næstu helgi, þegar hann freistar þess að landa þriðja meistaradeildartitlinum á ferlinum. Fyrirstaðan verður reyndar allnokkur, Börsungar frá Spáni, en finni einhver núlif- andi maður takttruflanir í þeirri vél er það Sir Alex Ferguson. Því fer fjarri að Walesverjinn Ryan Giggs sé dauður úr öllum æðum, orðinn 37 ára gamall. Reuters Ullar framan í ellina Ekki þarf að horfa lengi á stigatöfluna til að átta sig á því að Manchester United vann meistaratitilinn á heimavelli. Liðið hefur unnið sautján af átján leikjum sínum á Old Traf- ford sem er einstakur árangur. Aðeins West Bromwich Albion (af öllum liðum) hélt jöfnu. Lokaleikurinn er gegn Blackpool í dag, sunnudag. Mikið má ganga á til að hann tapist. Að sama skapi er árangur United á útivelli heldur dapur, aðeins fimm sigrar. Jafnteflin eru tíu og töpin fjögur. Eins og staðan er núna hefur Arsenal safnað flestum stigum að heiman. Það yljar stuðningsmönnum félagsins örugglega jafnmikið og sú staðreynd að því hafi staðið kraftar efnilegs Skota til boða sumarið 1986. Nafn hans er Alex Ferguson. Manchester United er með 77 stig fyrir lokaleikinn og getur því farið í 80. Meistaralið fé- lagsins hafa aðeins í tvígang verið undir 80 stigunum í tíð Sir Alex, 75 stig hlaut liðið 1997 og 79 stig 2000. Mest fékk United 92 stig 1994. Stigametið í úrvalsdeildinni á hins vegar Chelsea, 95 stig frá 2005. Titillinn vannst á heimavelli um,“ fullyrti hinn virti sparkskýrandi Al- an Hansen eftir fyrsta tapið það haust. Einmitt. Hafandi sagt þetta er mesta afrek Sir Alex á stjórastóli auðvitað að skila sjálfri þrennunni í hús árið 1999. En þá var hann með sterkari leikmenn en nú. Það segi ég og skrifa. Barnaleg stjarna Enginn Rauður djöfull blandaði sér í bar- áttuna í kjöri á leikmanni ársins að þessu sinni, hvorki hjá leikmönnum deild- arinnar né blaðamönnum. Það er harla óvenjulegt. Aðalstjarna liðsins, Wayne Rooney, var týnd og tröllum gefin fram að áramótum, skoraði ekki mark í opnum leik. Kappinn vildi meira að segja um tíma komast burt frá Old Trafford. Það mál var leyst. Rooney óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið enda þótt mörk- in, fimmtán að tölu, hafi aldrei verið færri á United-tímanum. Hann gerði 34 mörk í fyrra. Þess ber þó að geta að enn eru tveir leikir til góða til að laga tölfræðina. Önnur kjölfesta, Rio Ferdinand, var mikið frá vegna meiðsla, sem skýrir, all- tént að hluta, hvers vegna meistararnir hafa fengið á sig 35 mörk í 37 leikjum. Það er mun meira en þrjú síðustu meistaralið United, 2007, 2008 og 2009 sem fengu á sig 27, 22 og 24 mörk. Úrvalsdeildarmetið á Chelsea sem fékk aðeins á sig 15 mörk veturinn 2004-05. 35 mörk er ekkert einsdæmi, meist- aralið United á árabilinu 1992 til 2003, átta talsins, fengu að meðaltali á sig 37 mörk. Og stóð þó sjálfur Peter Schmeic- hel lengi vel milli stanganna. Á þessum árum var sóknarleikur lykillinn að vel- gengni Rauðu djöflanna. Vatnaskil með Vidić Vatnaskil urðu árið 2006 þegar Sir Alex skrapp til Moskvu og sótti sér líttþekktan Serba, Nemanja Vidić. Hann átti enn og aftur frábæran vetur og hélt sjó með ný- græðingnum Chris Smalling, sem raunar hefur vaxið að verðleikum eftir því sem á tímabilið hefur liðið, og Jonny karlinum Evans, sem virðist vera með krónískan krummafót. Ekki má þó gleyma því að Vidić býr að því að hafa öldunginn Edwin van der Sar fyrir aftan sig. Svanasöngur hans fór aldrei út af laginu. Á miðjunni hefur Darren Fletcher (sem raunar var lengi frá vegna veikinda) oft verið atkvæðameiri og Paul Scholes er ekki lengur burðarás enda þótt hann skili mikilvægum mínútum. Lítið fór fyrir Anderson og Michael Carrick framan af vetri en báðir hafa látið til sín taka eftir áramót. Kannski á það við um allt liðið, eins og Ryan Giggs benti á í viðtali á dög- unum. „Við vorum töluvert frá okkar besta á fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann höfum við leikið mjög vel.“ Ji -Sung Park og Patrice Evra hafa verið traustir án þess að slíta upp nein tré og brasilísku tvíburarnir hafa staðið fyrir sínu, einkum Fábio, sem sýndi og sannaði í vetur að hann kom ekki bara til að elda ofan í bróður sinn. Nani var vitaskuld fjaðurmagnaður á kantinum á fyrri hluta sparktíðar sem kom sér vel meðan svo margir aðrir voru utan gátta. Á sama tíma fór Dimitar Berbatov mikinn í marka- skorun. Loksins, loksins. Alls eru mörkin orðin 22, þar af 21 í úrvalsdeildinni. Baunað á markið Tími Berbatovs sem burðarsenters var þó stuttur en á umliðnum vikum hefur upp- götvun ársins, Mexíkóinn Chicharito, hrifsað af honum stöðuna í byrjunarlið- inu. Markaskorari af guðs náð og fá dæmi eru um að ungur leikmaður, sem kemur úr allt öðru umhverfi, hafi verið jafn- fljótur að fóta sig í ensku knattspyrnunni. Sir Alex upplýsti nýlega að Paul Scholes hefði tekið sig á eintal eftir æfingu á und- irbúningstímabilinu og fullyrt að Smá- baunin ætti eftir að skora 25 mörk í vetur. Stjórinn hleypti brúnum. Mörkin eru orðin 20. Þau eru heldur færri hjá Michael Owen sem vinnur nú sinn fyrsta meist- aratitil. En segið mér annað, hvað varð um Bébé? Erkispyrnir þeirra Fergusona, Wayne Rooney, var um tíma í lausu lofti í vetur en gyrti sig á endanum í brók. Hann gulltryggði meistaratitilinn með marki í Blackburn um síðustu helgi. Reuters Vörn United hefur oft verið þéttari en í vetur, liðið hefur fengið á sig 35 mörk í deildinni, en er þó erfið viðureignar þegar bæði Nemanja Vidić fyrirliði og Rio Ferdinand standa pliktina. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.