SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 12
12 22. maí 2011
Laugardagur
Börkur Gunnarsson er
á kaffihúsi hér í Can-
nes og það var verið
að rukka mig fyrir kaffi-
bollann sem ég fékk
mér. Hann kostar 1.640 krónur.
Einn kaffibolli!
Þriðjudagur
Þórunn Erlu Valdi-
marsdóttir Bannað að
vera hræddur við að
vera skotinn, það er
það sama og að þora
ekki að lifa. Guts meðan við tórum,
krakkar.
Föstudagur
Tómas Hermannsson
Ætla að fá mér aðeins
í kvöld bara til öryggis
ef það verður heims-
endir á morgun.
Eva María Jónsdóttir
Reynir að muna að
hún er manneskja en
ekki kennitala. Það
getur verið gott þegar
bankaviðskipti eiga
sér stað.
Angela Rawlings …
til Þórsmörk!
Fésbók vik-
unnar flett
Svokallaðar SLR-myndavélar hafa
nafn sitt af því að í þeim er spegill
sem beinir því sem linsan nemur í
sjónop vélarinnar. Fyrir vikið Þegar
ljósmyndarinn svo smellir er spegill-
inn felldur niður og því sést ekkert
í rétt á meðan myndin er tekin.
Myndavélaframleiðendur hafa lengi
velt fyrir sér lausn á þessu og í A-
myndavélalínu Sony er notaður sér-
stakur spegill sem hleypir þorra
ljóssins í gegnum sig. Það gefur
ýmsa möguleika, þar á meðal það
að taka myndir hraðar en almennt í
áþekkum vélum annarra framleið-
enda, þ.e. vélum sem ætlaðar eru
áhugamönnum og lengra komnum.
Þannig getur A55 tekið 10 ramma
á sekúndu og A33 7 ramma.
Tækninni fylgja fleiri kostir, til að
mynda hvað varðar vídeómynda-
töku, en einnig eru vélar sem nýta
hana minni um sig og léttari. Ég
spái því hér að ekki sé langt í að
aðrir framleiðendur feti sömu braut,
enda gefur þessi nýbreytni ýmsa
möguleika sem sannast á þessari
framúrskarandi myndavél.
Sony A55T
Framúrskarandi
framsækin
myndavél
Þrívíð leikjatölva
Um fátt er meira talað nú um stundir en þrívídd og þá aðallega þrívídd í sjón-
varpi og bíóum. Það hlýtur að koma að því að leikjatölvur stígi inn í þriðju vídd-
ina fljótlega eða hvað? Svarið við því er að þegar er til á markaði leikjatölva
með þrívíðum skjá, Nintendo 3DS, og hún þrælvirkar.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Það hljómar hálfótrúlega að hægt
sé að koma þrívíðum skjá fyrir á
leikjatölvu sem ætluð er fyrir lófa
en það er einmitt það sem Nin-
tendo-menn hafa gert og gert
bráðvel. Tölvan er reyndar aðeins
þyngri en eldri gerðir af Nintendo
DS og þykkari, en það munar
ekki svo miklu og hún virkar
traustari fyrir vikið.
Nýjung í tölvunni, og einstaklega
vel heppnuð sem slík, er nýr
stjórntakki sem kemur í stað
fyrir gamla örvatakkann á
vinstri hlið tölvunnar. Krossinn
er sem sé ekki lengur til stað-
ar heldur hringlaga hnappur
sem maður rennir til eftir því
sem þarf. Tekur smátíma að
átta sig á því en eftir það er
það bara snilld.
Skjárinn á tölvunni er
frábær, 3,5" með
800x240 díla upp-
lausn sem er í meira
lagi að maður held-
ur, en í þrívíddinni er
raunupplausnin
400x240. Hægt er
að velja um hvort
maður vill þrívídd
eða tvívídd, maður
rennir til hnappi, og
ég býst við að marg-
ir muni skrúfa niður
í þrívíddinni á með-
an þeir eru að venj-
ast henni.
Þrívíddin skilar sér eðlilega ekki nema
leikirnir séu þrívíddarleikir. Hún kom
mjög vel út í þeim leikjum sem ég próf-
aði, Super Street Fighter IV 3D og Pi-
lotwings Resort 3D, þá sérstaklega í
fyrrnefnda leiknum, en þar kemur nýi
stýripinninn líka sterkur inn.