SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 11
22. maí 2011 11 Hún er smávaxin, glaðvær, syngur og leikur á bassa og kemur iðulega fram í leðri frá toppi til táar. Enda þótt hún sé fædd í Bandaríkjunum lét Suzi Quatro fyrst að sér kveða í Bret- landi snemma á áttunda ára- tugnum og önnur smáskífa hennar „Can the Can“ tröllreið vinsældalistum um alla Evrópu árið 1973. Quatro tók af öll tví- mæli, stelpur geta líka rokkað! Glysrokkbylgjan hin fyrri þreif hana með sér enda þótt sumum þyki ef til vill fullmikið kúlu- tyggjóbragð af tónlist hennar. Í kjölfarið komu nokkur lög sem náðu bærilegum vinsældum, meðal annars „If You Can’t Give Me Love“ árið 1978. Ekki kveikti Ameríka þó enn á perunni. Það breyttist ári síðar, þegar dúett Quatros og Chris Normans úr Smokie, „Stumblin’ In“ náði fjórða sæti Billboard-listans. Það er eini smellur hennar í heimalandinu til þessa dags. Eftir þetta daðraði Quatro við pönk og nýbylgju en hafði ekki erindi sem erfiði, síðasta lagið sem hún kom inn á vinsælda- lista var „Heart Of Stone“ 1982. Enn á ferð og flugi Því fer þó fjarri að Suzi Quatro hafi lagt bassann á hilluna. Hún tók sér að vísu gott hlé á níunda áratugnum en frá árinu 1990 hefur hún sent frá sér fjórar breiðskífur, þá síðustu 2006. Samtals hefur hún selt um fimmtíu milljónir platna, sem er dágott, og ferðast enn um heim- inn til að spila á tónleikum, eins og enginn sé morgundagurinn. Að sögn heldur hún um sextíu tónleika á ári. Hvernig væri að fá Quatro í Hörpuna með haust- inu? Fyrst menn grófu upp Cyndi Lauper er allt hægt! Susan Kay Quatro fæddist í sjálfri rokkborginni Detroit árið 1950 og verður 61 árs handan við mánaðamótin. Faðir hennar var ítalsk-bandarískur en móð- irin frá Ungverjalandi. Margir eru sjálfsagt sannfærðir um að Quatro sé listamannsnafn en svo er ekki. Hinn ítalski afi söng- konunnar stytti fjölskyldunafn sitt úr Quattrocchi þegar hann settist að í Bandaríkjunum. Fjórtán ára stofnaði Quatro stúlknahljómsveitina Pleasure Seekers and Cradle ásamt systr- um sínum, Patti, Nancy og Ar- lene. Patti gekk síðar í raðir í Fanny, sem var ein af fyrstu stúlknasveitunum til að vekja athygli á landsvísu í Bandaríkj- unum. Arlene er líklega frægust fyrir að vera móðir leikkon- unnar Sherilyn Fenn, sem meðal annars gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttum Tvídröngum. Bróðir þeirra Quatro-systra, Michael, hefur einnig fengist við tónlist. Af öðrum afrekum Suzi Quatro má nefna að hún fór með hlutverk hinnar eldhressu Leather Tuscadero í sjónvarps- þáttunum Happy Days sem nutu mikilla vinsælda á áttunda áratugnum. Quatro er fráskilin og á tvö uppkomin börn. Hún býr í Essex á Englandi. orri@mbl.is Hvað varð um … Suzi Quatro Suzi Quatro hefur engu gleymt og túrar af krafti, orðin sextug að aldri. Suzi Quatro á hátindi ferilsins. Það er snar þáttur í lífi kvikmyndastjörnunnar að sitja fyrir á ljósmyndum og mæta hér og þar til að kynna nýjustu afurðina. Gildir þá einu hvort um er að ræða manneskjur eða apaketti. Þessu hefur apakötturinn Crystal fengið að kynnast að und- anförnu en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Hangover: Part II sem frumsýnd verður vestan hafs í næstu viku. Hangover: Part II er sjálfstætt framhald einnar vinsælustu gamanmyndar síðustu ára, Hangover, sem gerð var árið 2009. Ef marka má sýnishorn úr nýju myndinni lenda söguhetjurnar í síst minni vandræðum nú. Leikstjóri er Todd Phillips en auk Crystal fara með aðalhlutverkin Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galifianakis og Justin Bartha. Apar eftir stjörnunum Veröldin Reuters Tenórarnir 3 og einn í útrás Jóhann Friðgeir Garðar Thór Cortes Gissur Páll Snorri Wium Diddú og Óskar Pétursson - Óperukórinn í Reykjavík Föstudaginn 3. júní kl. 20.00 Miðasala í Hörpu og á harpa.is aukatónle ikar í hörpu Miðasala hefst kl.12 á mán udagin n

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.