SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 40
40 22. maí 2011 Lífsstíll V inkona mín tjáði mér um daginn að ég væri ofvirk. Ekki samkvæmt neinni greiningu og stöðlum. Heldur einfaldlega að henni fannst ég ekki taka nógu mikinn tími í að vera löt heima hjá mér. Það er líklegast nokkuð rétt hjá henni. Ég finn mér oftast nóg að gera og um leið og ég er búin að plana einn hlut tekur annar við. Ætli ég sé ekki bara fædd á vitlausum tíma. Það gæti verið hluti skýring- arinnar. Ég hefði átt að fæðast á þeim tíma sem leti var einn mesti ókostur sem hugsast gat. Í raun var nærri dauðasynd að vera latur. Enda oftast nóg að gera við að bjarga heyi, skepnum og mat frá skemmdum. Því gafst enginn tími til að hanga inni og hafa það notalegt. Glápa út í loftið, lesa eða bara pæla í hlutunum. O nei, nei. Það var bara rétt farið aftur inn til að eta og svo út aftur. Ekkert meira með það. Svo að í mér blundar örugglega að vissu leyti þessi Íslendingur sem hér háði daglega baráttu við náttúruna fyrir um eins og 200 ár- um. Þetta á örugglega við um marga. Ekkert víst að ég skeri mig úr að þessu leyti. En ég vil meina að ég sé bara svona félagslynd. Mér finnst bæði gott og gaman að hafa fólkið mitt í kringum mig. Bæði fjölskyldu og vini mína. Þess vegna er ég oft á ferð og flugi. Úti að borða í hádeginu, á kaffihúsi eftir vinnu eða sveitt á dansgólfinu um miðja nótt. Ég bara get ekki sleppt þessu öllu saman þótt ég þurfi líka að vinna, læra og fara í ræktina. Þannig að já. Ég er eiginlega alltaf að gera eitthvað. Samt get ég sagt þér smáleyndarmál lesandi góður. Ég er með sjálfa mig í æf- ingabúðum núna. Á sunnudögum reyni ég að skikka mig til þess að slappa af. Þá ligg ég bara á náttföt- unum á sófanum heillengi, horfi á góða bíómynd eða les blöðin. Samt fer ég nú oft líka í smágöngutúr eða kíki aðeins í ræktina. En mér finnst það líka vera partur af því að slappa af. Það er nefnilega örugglega mikill munur á þar. Mér finnst oft afslapp- andi að vera með fólki sem ég þekki vel og hafa það notalegt. Þá má maður alveg vera þreyttur og nenna ekki að tala mikið. En í stuttu máli sagt held ég að varla væri hægt að kalla mig lata. Ég yrði í það minnsta fremur snúðug yfir slíku. Svona miðað við hvað ég er alltaf á ferð og flugi og brotlendi sjaldn- ast í sófanum. Nema þegar bensínið er búið, þá leyfi ég mér að stíga út úr stjórnklefanum um stund og láta mig falla í dúnmjúkan faðm sófans … Dugn- aðarleti Dugnaður er dyggð en stundum er hægt að ætla sér aðeins um of. Gott er að finna hið hárfína jafnvægi þarna á milli. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sumir slappa best af í sólinni flatmagandi á ströndinni að gera ekki neitt nema hvíla sig. Reuters ’ Ég hefði átt að fæðast á þeim tíma sem leti var einn mesti ókostur sem hugsast gat. Í raun var nærri dauðasynd að vera latur. Flestir kannast við orðatiltækið Á morgun segir sá lati. Það má í raun setja í flokk með öðrum slíkum orða- tiltækjum sem vísa í sömu átt. Eins og t.d. Hálfnað verk þá hafið er og Morgunstund gefur gull í mund. Heyra má á þessu að almennt hafi ekki verið sérlega smart að vera latur og betra að drífa hlutina af. Það er vissulega rétt í mörgum tilvikum en stundum er betra að vanda til verka. Þess vegna er ekki alltaf best að láta hlutina gerast eins og skot, sem stundum er dálítil lenska hjá Íslendingum. Mestu skiptir að vera duglegur og sjá til þess að hlutunum miði þó eitthvað áfram. Á morgun segir sá lati Oft er best að slappa bara af með tærnar upp í loft Það getur verið misjafnt eftir samfélögum hvernig dugnaður er metinn. Í vestrænum sam- félögum er dugnaður oft met- inn samkvæmt fjölda vinnu- tíma. Þannig hefur verið ýjað að því að Frakkar séu með lat- ari Evrópuþjóðunum þar sem vinnuvika þeirra er almennt styttri en í nágrannalönd- unum. Svo ekki sé talað um samanburð við önnur fjarlæg- ari lönd eins og t.d. Japan. Það hefur hins vegar sýnt sig að Frakkar eru afar atorkusamir. Þeir eyða kannski bara ekki allri orkunni í vinnunni og ná að viðhalda þægilegum lífsstíl þrátt fyrir að vinna minna. Svona getur nú verið misjafnt hvernig fólk forgangsraðar í lífinu. Dugnað má líka mæla í stundum með fjölskyldunni, í hreyfingu eða við elda- mennsku. Það mætti jafnvel segja að allt sem við ger- um fyrir utan okkar hefðbundnu rútínu sé dugnaður – svona ef við viljum gefa sjálfum okkur extra mikið klapp á bakið. Frönsk letiblóð Stundum heyrist því fleygt að hámark letinnar sé að setja saman ís, sósu og mjólk í hristara. Setjast síðan og bíða eftir jarðskjálfta til að þetta hristist saman í mjólkurhristing. Þetta heyrði maður í það minnsta stundum í gamla daga. Oftast er mað- ur latur af því að maður er þreyttur en svo er líka hægt að nenna einfaldlega engu og vera sífellt latur. Ef eitthvað af þessu hér fyrir neðan á við þig þarftu kannski að reyna að verða aðeins dug- legri. 1. Þú reynir að taka hluti upp af gólf- inu með fótunum þar sem þú nennir ekki að beygja þig eftir þeim. 2. Þú kaupir fleyg til að halda dyrum opnum en nennir ekki að taka hann úr pakkningunni áður en þú byrjar að nota hann … 3. Í stað þess að ganga yfir þvert bílastæðið að næstu verslun sestu upp í bílinn þinn og keyrir yfir bílastæð- ið. 4. Þú skrifar tölvupóst með annarri hendi þótt það taki þig óratíma. Þú ert nefnilega í svo þægilegri stellingu í sóf- anum og nennir ekki að færa þig til. 5. Það að opna snakkpokann er nægileg hreyfing fyrir daginn, enda get- ur það reynt ótrúlega á hendurnar. Ofantalin atriði eru nú í fremur létt- um dúr en vísa okkur í átt að ákveðnum skilaboðum – sprettum upp úr sófanum og reynum að vera aðeins minna löt á degi hverjum! Hvað er há- mark letinnar?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.