SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 38
38 22. maí 2011 Frægð og furður Baráttan fyrir fullu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar frá Dönum var löng og ströng. Margar kynslóðir unnu settu marki brautargengi og áfangasigrar unnust, einn af öðrum. Danakonungur færði okkur stjórnarskrá á þjóðhátíðinni árið 1874, við fengum heimastjórn 1904 og 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki með sambandslögunum sem svo voru nefnd. Í krafti þeirra tóku Íslendingar stjórn flestra mála í eigin hendur – nema hvað utanríkismálin voru áfram á hendi Dana. Svo var lýðveldi stofnað á Þingvöllum 1944 og með því voru öll mál komin í höfn, að segja mátti. Eitt stóð þó út af borðinu; hand- ritamálið sem var meira táknræns eðlis en annað. Menningararfurinn var enn í Danmörku og honum varð að ná heim til að undirstrika sjálfstæði þjóðarinnar. Á 16. öld gerðu norrænir fræðimenn sér ljóst að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð, segir Gísli Sig- urðsson prófessor í grein á Vísindavef Háskóla Íslands. Þegar fram liðu stundir voru nokkur þessara handrita send utan, en 1685 hófHandritin heim. Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, færir Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyjarbók 1971 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 1971 Gylfi og handritamálið K onurnar í París þykja hafa vissan glæsileika yfir sér og líta vel út og er Inès de la Fressange gott dæmi um fáguðu Parísarkonuna. Það er því við hæfi að þessi fyrsta franska ofurfyrirsæta og andagift Karls Lagerfeld hafi verið að senda frá sér bók, sem fjallar um stíl hinnar ekta Parísardömu. De la Fressange leggur áherslu á að það sé ekki bara hægt að eyða peningum til að verða Par- ísardama. „Þetta er hugarástand,“ segir hún í viðtali við fréttastofu AFP. „Það eru svo margir sem vilja alltaf kaupa svo mikið. Ég segi, taktu heldur gæði fram yfir magn.“ Bókin La Parisienne kom út í Frakklandi síð- asta haust og hefur selst í meira en 100.000 ein- tökum og er núna komin út á ensku undir nafn- inu Parisian Chic. De La Fressange gengur vel þessa dagana því fyrir utan að hafa gefið út bók- ina vinnur hún hjá Roger Vivier og skrifaði nýlega undir samning við L’Oréal. Stíll frekar en tíska Og hver er leyndardómurinn að því að líta út eins og ekta Parísardama? „Franskar konur vilja ekki vera of mikið í tísku. Þær vita hvað hæfir þeim. Þetta snýst meira um stíl en tísku. Við konur eigum að klæða okkur upp fyrir okkur sjálfar, ekki til þess að sýnast heldur til þess að líða betur. Ef manni líður vel lítur mað- ur betur út,“ segir hún í öðru viðtali. De la Fressange segir að franskar konur eldist líka vel af því að þær feli ekki aldur sinn. „Þær eru ekki með lýtaaðgerðir á heilanum. Í Bandaríkj- unum líta allir út fyrir að vera 25 ára. Fólk er með á heilanum að vera ungur,“ segir hún og útskýrir nánar. „Það er ekkert sem gerir mann eins elli- legan og það að reyna alltaf að líta út fyrir að vera ungur. Það er mjög ljótt þegar konur neita að eld- ast,“ segir de la Fressange, sem er 53 ára. Hún er ekki hætt fyrirsætustörfunum því í október síðastliðnum gekk hún á sýningarpall- inum fyrir vin sinn Lagerfeld hjá Chanel. „Franskar konur segjast svo oft engan áhuga hafa á tísku svo það kom mér mjög á óvart að bókin hefði selst í fleiri eintökum en Harry Potter og ævisaga Keith Richard.“ Í bókinni útskýrir hún hvað það þýði að vera Parísardama. Hún telur þar upp nokkrar reglur eins og: Blandaðu saman stílum og ekki láta hlutina passa of vel saman, kannaðu ný fatamerki og ef þér líður eins og flíkin sé rétt og þé líður vel í henni, notaðu hana þá. Nauðsynlegar flíkur Sumar flíkur segir hún nauðsynlegar í góð- an fataskáp. Aðsniðinn jakka þurfa allar að eiga (mælir með að nota belti við hann), líka regnfrakka (helst Burberry), dökkbláa peysu (fágaðra en að vera í svartri peysu) og hlýra- bol. Svo má ekki gleyma litla svarta kjólnum, fullkomnu gallabuxunum (rétt eins og salt passa þær með öllu) og loks er nauðsynlegt að eiga leðurjakka (bjargar alklæðnaði frá því að vera of íhaldssamur). De la Fressange segir að konur yfir fertugu eigi ekki að vanrækja sjálfar sig. „Ekki festast í stíln- um sem þú varst í á fertugsaldri“ því það „lætur þig líta út fyrir að vera eldri en þú ert“. Hún vill að konur yfir fimmtugu klæðist ekki loðfeldum, nema þær vilji líta út fyrir að vera „verðlaunaeig- inkonur“. Kýs Converse-strigaskó Varðandi skófatnað þá kýs hún sjálf að nota flatbotna skó að jafnaði frekar en hælaskó og er mjög hrifin af Converse-strigaskóm. „Mörgum konum finnst alveg ómögulegt að fara út án háu hælanna. Það er ótrúlegt. Ef þær fara bara í háhælaða skó vegna þess að þeim finnst þær of litlar, þá skiptir það ekki aðra Bók Inès de la Fressange er happafengur fyrir allt áhugafólk um fágun, franska tísku og tímalausan stíl að hætti Par- ísarkvenna. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Inès de la Fressange og mað- ur hennar, Denis Olivennes, voru prúðbúin á frumsýningu á yfirstandandi kvikmyndahátíð í Cannes. Reuters Alveg ekta Parísardama

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.