SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 42
42 22. maí 2011 K æra karlremba! Mikið er ég orðin þreytt á tungutaki þínu. Ég ætla að segja þér hvers vegna og von- ast til að þú áttir þig á hvað tungutak þitt segir um þig. Orðanotkun fólks endurspeglar viðhorf þess til manna og málefna. Um það hefur verið ritað á þessar síður áður en ég hef á tilfinningunni að þú hafir misst af þeim pistlum. Tungumálið getum við notað til að hafa áhrif á fólk. Auglýsingar eru gott dæmi um þess konar vald málsins. Með auglýsingum er reynt að fá fólk til að kaupa það sem auglýst er. Stundum er reynt að höfða til grunnhvata mann- skepnunnar, einhverra drauma sem marga dreymir og þar fram eftir götunum. Það væri til að mynda ólíklegt að rúm væru auglýst með því orðalagi að sá sem í því svæfi ætti í vændum vondan næt- ursvefn. Myndmál í auglýsingum þjónar álíka hlutverki. Þess vegna er nauðsynlegt að vera jafnlæs á myndir og orð. Kæmi það ekki skemmtilega á óvart ef eldgamall karl væri látinn auglýsa svalt hárgel? Sennilega þætti okkur það pínulítið kjánalegt (a.m.k. ef við erum mjög ung). Það er ekki tilviljun að stæltur töffarastrákur er látinn auglýsa töff hárgel. Okkur sem eigum eftir að kaupa gelið langar innst inni að vera eins og töffarastrákurinn, eða skvísan í morgunkornsauglýsingunni. Þetta vita allir sem búa til auglýsingar, það þarf að selja neytendum vöru. Auglýsingar, eins og annað, geta hins vegar farið langt yfir strikið. Ég þoli til dæmis ekki að íþróttaskór séu auglýstir með flennistórri mynd af konu sem er á brjóstahaldinu. Kannski hef ég ekki séð smáaletrið þar sem stendur að skórnir séu sérhannaðir fyrir brjóstvöðvana. Ég þoli heldur ekki að naktar konur séu í aðal- hlutverki í rakspíra og ilmvatnsauglýs- ingum. Ég hefði þó haldið að þær auglýs- ingar ættu að höfða til ólíkra hópa. Ég tel mig hins vegar vita af hverju auglýsendur nota þessar myndir og hvað þær segja um viðhorf þeirra, meðvituð eða ómeðvituð. Ég veit líka hvernig markaðsmenn munu bregðast við: Maður notar bara það sem selur! Einmitt kæra karlremba! Konur hafa verið seldar um aldir, farið með þær eins og dýr á markaði. Það er kannski þess vegna sem rottumars var talinn heppileg hliðarvitundarvakning við mottumars? Hvað segir það um viðhorf manna til píkuhára kvenna að kalla þau rottu? Þú veist eins vel og ég að mörgum finnast fer- fættar rottur ógeðug dýr og að þær geta borið með sér ýmsa sjúkdóma og fyrir þær er eitrað. Er það sú hugmynd sem þú, kæra karlremba, hefur af píkuhárum og finnst best að þeim sé eytt? Á vefnum bleikt.is, vef fyrir drottningar, er fróðleg lesning um rottumars frá 11. mars 2011. Þar er sagt að píkuhárin séu „vírnet á vag- ínunni – frumskógur“. Hins vegar þykir motta einkar fögur og karlmannleg, ekki stálull á snoppunni. Rottan er hins vegar ekki talin auka kvenleikann heldur þvert á móti. Síðast þegar ég vissi þá var það ein- mitt til marks um að stelpur væru að byrja að breytast í konur þegar píkuhárin byrja að vaxa, alveg eins og strákar byrja að breytast í karla þegar þeim fer að vaxa skegg (og punghár ef út í það er farið). Ég er líka orðin svo þreytt á því að orðin kona/kerling/kelling séu notuð til að lýsa andúð á fólki. Ég heyrði til dæmis fótboltastrák hreyta í andstæðing sinn þegar honum virtist ofbjóða viðbrögð hans: „Andskotans kona ertu“ og af rödd- inni að dæma var það andstæðingnum ekki til hróss. Hvernig hefði verið að nota til dæmis orð eins og vælukjói, væskill nú eða bara karl? En nei, kæra karlremba, þú veist fátt verra en að vera líkt við konu. Kannski segistu ekkert meina með því en ég er orðin þreytt á þeim viðhorfum sem málnotkun þín endurspeglar. Andskotans karl ertu: Opið bréf til karlrembu ’ Ég þoli til dæmis ekki að íþróttaskór séu auglýstir með flenni- stórri mynd af konu sem er á brjóstahaldinu. Kannski hef ég ekki séð smáaletrið þar sem stendur að skórnir séu sérhannaðir fyrir brjóstvöðvana. Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Það liggur ekki í augum uppi en hér er verið að auglýsa nýja tækni í myndavél. B ob Dylan er sennilega sá tónlist- armaður, sem mest áhrif hefur haft undanfarna hálfa öld. Þó er ekki nokkur leið að henda reiður á honum. Sérstaklega lenda þeir í vand- ræðum, sem vilja gera hann að talsmanni og fulltrúa heillar kynslóðar og þó hefur hann samið lög, sem ekki er hægt að kalla annað en innblásna baráttusöngva, og flyt- ur þau enn. Ekki eru þeir betur staddir, sem reyna að skilgreina hann, og nóg hefur verið reynt. Um þessar mundir flæða á markað bækur um Dylan og blöð og tímarit eru uppfull af greinum. Dylan verður sjö- tugur 24. maí og finnur enga eirð í sínum beinum. Dylan virðist skírskota til fólks um all- an heim og þó er vart hægt að finna banda- rískari listamann. Í lögum hans er að finna þjóðfélag, sem í raun er ekki til, einhvers staðar á milli villta vestursins, flakkaraver- aldar Johns Steinbecks og utangarðstilveru á okkar tímum, heim loddara, ævintýra- manna, þúsundþjalasmiða, trúða, fífla, snákaolíusölumanna, hjartagosa og lukku- riddara. „Ég syng heiðarlegt efni og er sam- kvæmur sjálfum mér,“ sagði Dylan ein- hverju sinni í viðtali við Robert Shelton. „Það er allt og sumt og mér gæti ekki staðið meira á sama um hvað aðrir segja.“ Dylan hefur nánast linnulaust verið á tónleikaferðalagi frá 1988. Umsagnir um tónleika hans eru misjafnar, stundum virðist sem honum haldi engin bönd, stundum gengur ekkert upp. Dylan um- gengst sína eigin arfleifð af dirfsku og virð- ingarleysi. Eins og tónleikagestir heyrðu þegar Dylan tróð upp í Laugardalshöll í hittiðfyrra geta gömlu lögin hans verið óþekkjanleg og mun líklegra að þau þekk- ist á því að heyra megi textabrot en að bera megi kennsl á laglínur. Þannig getur eng- inn slegið eign sinni á Dylan. Upphaf Dylans var í bandarískri þjóð- lagatónlist. Hann sótti innblástur í tónlist- armenn á borð við Woody Guthrie, söng um hlutskipti öreiga og undirmálsfólks. Afköst hans á sjöunda áratugnum voru gríðarleg. Á árunum 1962 og 1963 kveðst hann hafa samið rúmlega 100 lög. Lagið Blowin’ in the Wind á hann að hafa samið á 20 mínútum fyrir tónleika á mánudags- kvöldi. Hann segist hafa verið svo frjór á þessum tíma að hann hafi ekki þorað að leggjast til svefns á kvöldin af ótta við að missa af lagi. Þrjár af hans bestu plötum, Bringing It All Back Home, Highway 61 Re- visited og Blonde on Blonde komu út á 18 mánaða tímabili á árunum 1965 og 1966. Þegar Dylan ánetjaðist rafmagninu í tón- list sinni fannst aðdáendum hans í þjóðlaga- heiminum hann hafa svikið sig. Á upptöku frá tónleikum hans í Royal Albert Hall, sem haldnir voru 1966 og komu út fyrir rúmum áratug, er magnað augnablik þar sem áhorf- andi heyrist hrópa: „Júdas.“ Dylan svarar með fyrirskipun um að hækka í botn. Í bók sinni Chronicles Volume One kveðst hann ekki hafa átt annars kost en að skipta um kúrs: „Þjóðlagatónlistarsenan hafði verið eins og paradís, sem ég varð að yf- irgefa, rétt eins og Adam varð að yfirgefa ald- ingarðinn. Hann var of fullkominn.“ Mick Brown sagði í grein um Dylan í blaðinu Daily Telegraph frá viðtali sem hann átti við hann árið 1984. „Fyrir mér hefur ekkert laganna, sem ég hef skrifað, í raun úrelst,“ sagði hann. „Þau ná einhverju, sem mér hefur aldrei tekist að bæta, sama hvað þar er sett fram. Fólk segir að þau séu „for- tíðarþrá“ en ég veit ekki hvað það þýðir í raun. A Tale of Two Cities [eftir Dickens] var skrifuð fyrir 100 árum; er það „fortíðarþrá“? Þetta hugtak, „fortíðarþrá“, er bara ein leið, sem fólk notar, til þess að setja þig í hólf, sem það heldur að það skilji, en ég hef aldrei botnað í nokkrum þeirra.“ Margir aðdáendur Dylans klóruðu sér í höfðinu þegar trúarleg þemu og gospeltónlist urðu ráðandi á plötum hans. Í áðurnefndu viðtali talaði hann um að „endurfæddur til kristinnar trúar“ væri eitt af þessum hólfum og vildi vita hvers vegna trúarskoðanir hans hefðu valdið slíkum úlfaþyt. „Eins og ég væri að bjóða mig fram til páfa eða eitthvað slíkt. Öllum er sama hvaða trúarskoðanir Billy Joel hefur, ekki satt? En það virðist skipta máli? En af hverju? Af hverju bara ég? Mig langar að vita það.“ Enn skiptir máli hvað Dylan gerir og segir. Dylan kom fram í Kína í fyrsta skipti í apríl og vakti harðar deilur. Því var haldið fram að hann hefði látið ritskoða lagalista sinn og sérstaklega til þess tekið að hann hefði ekki leikið sín helstu ádeilulög, hvorki The Times They Are A-Changin’ (fyrirsögnin í Financial Times um tónleikahaldið í Kína var The Times They Are Not A-Changin’) né Blowin’ in the Wind. Maureen Dowd, dálkahöfundur The New York Times, lét hann hafa það óþvegið: „Bob Dylan gæti hafa afrekað það ómögulega: náð nýjum skapandi hæðum í að selja sig.“ Dowd sagði að Dylan væri nær að lesa aftur línur sínar úr laginu Masters of War, sem eru eitthvað á þessa leið: Ég held þú munir kom- ast að því þegar dauði þinn heimtar sinn toll að allt það fé sem þú aflaðir mun aldrei kaupa aftur sálu þína. „Hann söng sinn ritskoðaða Beint af augum „Það er allt fullt af túlkendum, en þeir eru ekki að túlka neitt annað en eigin hugmyndir,“ sagði Bob Dylan einhvern tímann í viðtali um tilraunir manna til að skilgreina sig. „Enginn hefur kom- ist nálægt því.“ Dylan verður sjötugur á fimmtu- dag og hefur í hálfa öld verið einn áhrifamesti tónlistarmaður heims. Karl Blöndal kbl@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.