SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 44
44 22. maí 2011 The Bed of Procrustes: Philosophical and Practical Aphorisms - Nassim Nicholas Taleb bbbbm Prókrústes hét ræningi á strönd Attíku. Ef fórn- arlömb hans pössuðu ekki í rúm hans lagaði hann þau að því. Hinir hávöxnu voru styttir, en teygt á hinum lágvöxnu. Hann hafði viðurnefnið „réttingamaðurinn“. Nassim Nicholas Taleb, höfundur bókarinnar Black Swan, er þeirrar hyggju að líkt sé manninum farið og Prókrústesi, raunveruleikinn falli sjaldnast að hugmyndum hans og þá reyni hann ýmist að troða eða teygja á þeim til að laga þær að honum. The Bed of Procr- ustes er safn orðskviða. Taleb setur hugsanir sínar fram í formi fleygra setninga, hittir iðulega í mark og tekst oftar en ekki að krydda athugasemdir sínar ísmeygilegu háði. Hann hefur sérstakan ýmugust á blaðamönnum og hagfræðingum, sem fá það óþvegið. Mest er honum þó umhugað um að vekja lesendur sína til umhugs- unar og rífa þá úr viðjum vanans. Frelsi, segir hann, fæst ekki bara með því að komast hjá því að verða þræll, maður þarf einnig að komast hjá því að verða húsbóndi. Rósa Lúxemborg sagði að sá sem aldrei hreyfði sig fyndi ekki fyrir hlekkjunum. Orðskviðir Talebs eru hvatning til annars konar hreyfingar en boðið er upp á í líkamsrækt- arstöðvum. Nigger: The Strange Career of a Troublesome Word - Randall Kennedy bbbbn Sennilega á ekkert orð í enskri tungu sér ógeð- felldari sögu en nigger. Orðið hefur löngum ver- ið notað til að niðurlægja, ofsækja og lítillækka blökkumenn í Bandaríkjunum - og er það enn. Saga orðsins er þó ekki einföld auk þess sem merkingin getur verið margvísleg og fer eftir því hver tekur það sér í munn. Í bókinni Nigger lýsir Randall Kennedy, lagaprófessor við Harvard- háskóla, því hvernig orðið hefur skilið eftir sig sviðna jörð, fjallar um það hvernig Lenny Bruce reyndi að draga úr því tennurnar með því að endurtaka það í síbylju, hvernig svartir rapparar hamra á því, en hvíti rapparinn Eminem tekur sér það ekki í mun. Ekkert níðyrði hefur komið jafnoft fyrir í bandarískum rétt- arsölum og rekur lagaprófessorinn þá sögu. Hafa lögspekingar meðal annars velt því fyrir sér hvort notkun orðsins sé svo svívirðileg að hún eigi að vera til refsilækkunar hjá sakborningi, sem bregst við notkun þess með ofbeldi. Einnig gerir hann því skil hvernig þetta orð getur orðið þeim, sem tekur það sér í mun, fjötur um fót. George W. Bush gat notað orðið asshole um blaðamann og orðið forseti, en ef hann hefði notað orðið nigger hefði verið úti um pólitískan frama hans. Kennedy rekur einnig merkilega umræðu um það hvernig eigi að útrýma orðinu og hvort. Forvitnileg bók um tveggja atkvæða orð með mikla sögu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. 9th Judgement – James Patterson 2. Minding Frankie – Maeve Binchy 3. Mini Shopaholic – Sophie Kinsella 4. The Confession – John Grisham 5. The Reversal – Michael Connelly 6. Worth Dying For – Lee Child 7. Angelology – Danielle Trussoni 8. That Perfect Someone – Johanna Lindsey 9. Tigerlily’s Orchids – Ruth Rendell 10. Sunset Park – Paul Auster New York Times 1. Dead Reckoning – Charlaine Harris 2. 10th Anniversary – James Patterson & Maxine Paetro 3. Water For Elephants – Sara Gruen 4. Something Borrowed – Emily Giffin 5. The Help – Kathryn Stockett 6. The Sixth Man – David Baldacci 7. No Time Left – David Baldacci 8. A Game of Thrones – George R.R. Martin 9. The Lincoln Lawyer – Michael Connelly 10. Sixkill – Robert B. Parker Waterstone’s 1. Port Mortuary – Patricia Cornwell 2. The Finkler Question – Howard Jacobson 3. Jump! – Jilly Cooper 4. Bad Boy – Peter Robinson 5. The Red Queen – Philippa Gregory 6. Dead Reckoning – Charlaine Harris 7. The Death Instinct – Jed Rubenfeld 8. The Hare with Amber Eyes – Edmund De Waal 9. One Day – David Nicholls 10. Room – Emma Donoghue Bóksölulisti Lesbókbækur F yrir stuttu voru veitt í Bretlandi svo- nefnd Man Booker International- verðlaun, en þau eru veit annað hvert ár og þá þeim höfundum sem ýmist rita á ensku eða sem bækur þeirra eru alla jafna fáan- lega í enskri þýðingu. Sem dæmi um höfunda sem fengið hafa verðlaunin undanfarin ár eru Alice Munro, Chinua Achebe og Ismail Kadare. Öll virt- ust þau almennt vel að verðlaununum komin, enda hreyfði enginn mótbárum. Það fór aftur á móti allt á annan endann þegar tilkynnt var um verðlaunahafann 2011 – bandaríska höfundinn Philip Roth. Þegar svonefndur stuttlisti verðlaunanna var kynntur 31. mars síðastliðinn urðu nokkrar um- ræður um þá ósk eins þeirra sem á listanum lentu, enska rithöfundarins John le Carré, að hann yrði ekki talinn með, en aðrir á listanum voru Bretarnir James Kelman, John le Carré og Philip Pullman, bandarísku höfundarnir Mari- lynne Robinson, Philip Roth og Anne Tyler, Wang Anyi og Su Tong frá Kína, Spánverjinn Juan Goytisolo, Líbaninn Amin Maalouf, David Malouf frá Ástralíu, Dacia Maraini frá Ítalíu og indversk- kanadíski höfundurinn Rohinton Mistry. Flest frambærilegir höfundar og ekki man ég eftir því að nokkur hafi gert athugasemd við það að Roth væri á listanum. Þegar hann þó vann verðlaunin varð það til þess að einn dómnefndarmannanna þriggja, rithöfundurinn, útgefandinn og gagn- rýnandinn Carmen Thérèse Callil, sagði sig úr nefndinni og fór heldur háðulegum orðum um Roth; sagði hann sífellt vera að skrifa um það sama, sítuðandi um sama efni í hverri bókinni af annarri – því líkast sem hann sæti á andliti manns og maður væri við það að kafna. „Mér finnst ekkert í hann spunnið sem rit- höfund,“ sagði hún í viðtali við breska blaðið The Guardian og bætti við að hún hefði ekki farið dult með þá skoðun sína innan dómnefndarinnar að Roth ætti alls ekki heima á tilnefningalistanum, hann hefði verið eini höfundurinn sem ekki átti heima þar, sagði hún og líkti verkum hans við nýju fötin keisarans: „Mun nokkur lesa bækur hans eftir tuttugu ár?“ Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að rithöfundur haldi sig við sama meginþema í bók- um sínum; minnumst þess er Halldór Laxness sagði í inngangi að annarri útgáfa á Barni náttúr- unnar að þegar hann hefði lesið bókina yfir hefði hann áttað sig á að hann hefði í raun alltaf verið að skrifa sömu bókina upp aftur. Hvað Philip Roth varðar er hann og vissulega oft að skrifa um það sama, en hængurinn að hann er þá að skrifa um sjálfan sig. Það hefur komið upp í vangaveltum um það hvort Roth muni einhvern tímann hljóta nób- elsverðlaunin í bókmenntum að sjóndeild- arhringur hans sé þröngur en það sem þó hefur væntanlega helst staðið í Carmen Callil er kven- fyrirlitning sem margir telja sig hafa rekist á í bókum Roths, sérstaklega í eldri verkum hans. Ekki má gleyma því að Callil er stofnandi bóka- forlagsins Virago, sem sérstaklega var stofnað til að gefa út bækur kvenna og hefur barist fyrir framgangi kvennabókmennta almennt. Fleiri hafa og tekið í sama streng, til að mynda rithöf- undarnir Lionel Shriver og Fay Weldon, sem báð- ar hafa haft orð á því hve Roth sé illa lagið að skrifa um konur og í breska dagblaðinu Indep- endent er vitnað til orða rithöfundarins Amanda Craig: „Ég hata það hve ég þarf að brynja mig áð- ur en ég les bækur hans, hata kvenfyrirlitningu hans og hata það að mér líður alltaf ver eftir að hafa lesið bók eftir Roth en mér leið þegar ég byrjaði á henni. Í Roth er engin von og ég held það sé rétt mat hjá Carmen [Callil] – hann mun ekki lifa.“ Verðlaunahafinn Philip Roth. Munu menn lesa bækur hans eftir tuttugu ár? Reuters Philip Roth og kvenfyrirlitningin Það varð uppi fótur og fit þegar bandaríski rithöfundurinn Philip Roth fékk alþjóðlegu Man-bókaverðlaunin, enda þótti mörgum sem hann væri ekki vel að þeim kominn. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.