SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 34
34 22. maí 2011
Á
Cannes mæta yfir fjögur
þúsund blaðamenn, um
þrjátíu þúsund manns úr
kvikmyndabransanum og
fjöldi kvikmyndaáhugamanna er á
annað hundrað þúsund. Hápunkturinn
á hátíðinni fyrir fólkið á hverjum degi
er ekki sýningin sjálf eða verðlaunaaf-
hendingin eða neitt þessháttar, nei,
það er gangur stjarnanna á rauða
dreglinum. Þessi stutti göngutúr goð-
anna á teppinu. Það er ekki að
ástæðulausu, því þarna eru leikararnir
ekki í karakter, það er öðrum karakter
en þeim sem kallast þeir sjálfir. Þarna
gefst okkur almúganum tækifæri til að
sjá fólkið á bakvið þá þúsund karakt-
era sem þau hafa leikið. Þarna eru þau
raunveruleg. Þau klæðast fínasta
dressi og gefa línuna til okkar almúg-
ans um hvernig við ættum að klæða
okkur.
Skartgripirnir sem stjörnurnar bera
eru fyrirmynd kvenna og fyrirmynd
karla þegar leitað er að gjöfum fyrir
þær. Stjörnurnar hafa venjulega mestu
tískujöfra sér til aðstoðar þegar kemur
að því að velja rétta klæðnaðinn. Og
þó að þetta sé stutt ganga, geta menn
klikkað og dottið. Óvarkárt fólk getur
líka verið með buxurnar illa girtar og
eitthvað af efni kjólsins gæti hafa
klemmst í nærbuxnastrengnum og þá
munu þau mistök lifa lengur en afrek
manneskjunnar á hvíta tjaldinu. Fyrir
suma hefur rauði dregillinn reynst
erfiðari en hvíta tjaldið.
Það er jafnan í mörg horn að líta á ströndinni. Hér eru íslensku leikararnir Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir að kynna mynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall.
Bæði einkasnekkjur og skemmtiferðaskip stoppa við Cannes á meðan há-
tíðinni stendur. Á stundum er einsog umsátur lystisnekkja um borgina
eigi sér stað enda ryðjast millarnir í herflokkum inní borgina og láta
kampavínið freyða og kavíarinn flæða.
Fólk sem
Cannes sig
Bak við tjöldin
Myndir: Halldór Kolbeins
Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Ingvar Þórðarson og Friðrik Þór Friðriksson kátir á rauða dreglinum. Það er misgott hald í kjólum stjarnanna.