SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 18
Sveinn. „Þann tíma var hann ýmist í rúmi eða hjólastól – og
svo héldum við á honum. Það var sem við ættum aftur ung-
barn.“
„Já,“ segir Signý og kinkar kolli. „Hann var aftur kominn
með bleiu, aftur snuð og var hárlaus. Fólk kom í heimsókn að
líta á hann, eins og þegar maður er með ungbarn, nema það
var ekki hamingjusamt, það var meira áhyggjufullt og jafnvel
dapurt. Svo erum við allt í einu núna komin með stórt barn,
hann hætti að vera ungabarn og varð fjögurra ára! Það eru
mikil viðbrigði, nánast eins og hann sé orðinn fullorðinn.
Hann hefur fullan stuðning í leikskólanum, en vistin þar reynir
á hann, því það er mikið af börnum og lætin eru mikil. Það
truflar hann. Fullorðið fólk var svo lengi hans bestu vinir.“
„Þegar hann var á leikstofunni á spítalanum var alltaf leik-
skólakennari að leika við hann,“ segir Sveinn.
Og Signý gípur orðið:
„Ef það á að tilnefna einhverja til fálkaorðu eru það leik-
skólakennarar á barnaspítala Hringsins. Það gefa fáir meira af
sér og þeir eru stundum að missa börn sem eru þeim kær. Það
er ótrúlegt álag!“
Sveinn kinkar kolli.
„Ef einhver á að vera á hæstu laununum, þá eru það þær.
Þær flýta klárlega fyrir bata barnanna því þau vilja komast nið-
ur til þeirra. Og þegar þeim finnst gaman þá líður þeim betur.“
Leikskólakennararnir voru þrír þegar Krummi var þar fyrst
en í niðurskurðinum var þeim fækkað í tvo. „Það hefur í för
með sér að þær geta ekki lengur verið hjá krökkum í ein-
angrun,“ segir Signý. „Áður gat ein þeirra verið hjá börnum
sem voru föst inni á stofu, spilað og leikið við þau, en það er
ekki hægt lengur. Það var sparað um eitt stöðugildi. Ég hefði
kosið heldur að bætt væri við þjónustuna. Það er til dæmis lok-
að eftir hádegi á föstudögum og svo finnur maður fyrir fjarveru
þeirra um helgar. Þá hefðu foreldrar þurft hvíld.“
Nú koma Krummi og Regína fram með teikningar sem þau
hafa búið til inni í herbergi.
„Þetta er af stelpu,“ segir hún.
„Hús,“ segir hann.
Þegar þau fara aftur inn í herbergi fá þau skál með kanil-
snúðum með sér.
Vaknar grátandi
Krummi fer nú orðið fjórum sinnum í viku í leikskólann en er
einn dag í blóðprufum. Það stendur hinsvegar til að hann verði
alla vikuna á leikskólanum í haust.
„Hann er farinn að hlaupa um í útiveru í stað þess að labba
með grindverkinu,“ segir Signý.
„Út af skertri hreyfigetu hefur hann ekki þorað að taka þátt í
leikjum, er svolítið inn í sig, situr og horfir á,“ segir Sveinn.
Krummi átti einn besta vin áður en meðferðin hófst en eðli
málsins samkvæmt hafa þeir fjarlægst svolítið eftir að með-
ferðin hófst.
„Þeir leiddust þegar þeir voru saman í hvíldinni, pissuðu
hlið við hlið í klósettið, en þó að þeir leiki mest saman í dag er
það ekki alveg komið aftur,“ segir Signý. „Hann hefur eig-
inlega fengið útrás fyrir vinaþörfina hjá systur sinni og er
Hægðatregða og
blöðrubólga gerði
honum lífið nánast
óbærilegt á tímabili.
Krabbameins-
lyfi sprautað í
mænugöng.
Sigrún Þóroddsdóttir krabbahjúkka
róar Krumma þar sem hann rumskar
áður en hann fer í djúpa svefninn. Gísli
svæfingarlæknir fylgist með.