SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 6
6 2. október 2011 D r. Robert D. Putnam verður tíðrætt um félagsauð enda er það efni sem hann hefur rannsakað ítarlega síðustu ára- tugi. Ekki síst hefur bók hans Bowling Alone: The Collapse and Revival of American Community, vakið mikla athygli en í henni lýsir hann því hvernig félagsauðurinn hefur dvínað síðustu áratugi, með slæmum áhrifum á persónu- legt líf fólks og samfélagið. „Ég vil ekki bara rann- saka Ameríku, ég vil laga Ameríku,“ segir dr. Put- nam í viðtali, sem fram fór í hæfilega virðulegri stofu í Háskóla Íslands á föstudag. Félagsauður verður eitt stærsta þemað í fyr- irlestri hans á mánudag. „Félagsauður vísar til fé- lagslegra tenginga fólks, tenginga við fjölskyldu, nágranna, vini og samstarfsfélaga. Þú lifir lengur ef þú hefur sterk tengsl og þú færð betri vinnu. Það eru margir kostir fyrir einstakling að vera í góðum tengslum við aðra en líka kostur fyrir sam- félagið. Staðir sem hafa þétt félagsnet eru líklegri til að vera með betri skóla, minni glæpi og meiri hagvöxt. Félagsauður er mjög mikilvægur ein- staklingum hvað varðar heilsu þeirra og hamingju en líka samfélaginu í heild.“ Allan fyrri hluta 20. aldarinnar héldu félagslegar tengingar áfram að eflast en þessi þróun snerist við á sjöunda áratuginum og hefur verið á nið- urleið síðan með einni undantekningu (sjá grein hér að neðan). Titill bókarinnar Bowling Alone eða Einn í keilu vísar til mikillar fækkunar keilufélaga og er auðvitað táknmynd fyrir alla þessa þróun. „Lautarferðum hefur líka fækkað um tvo þriðju á þessum tíma en þær eru gott dæmi um óformleg tengsl fólks því varla fer maður einn í lautarferð,“ segir dr. Putnam sem rekur ástæður þessarar þróunar í fyrirlestri sínum. Hann segir að mesti fé- lagsauðurinn í heimi sé á Norðurlöndum og þar að auki sé allra mesti félagsauðurinn í litlum samfélögum og því ætti ástandið kannski að vera ágætt á Íslandi. „Smærra er betra fyrir félagsauð. Minni bekkir í skóla eru betri til að ná að tengjast skóla- félögunum betur, smærri fyrirtæki eru betri fyrir félagsauð og sömuleiðis minni verksmiðjur.“ Áhrif innflytjenda Félagsauður og tengsl hans við innflytjendur er líka stór þáttur í fyrirlestri hans á mánudag, sem ekki verður hægt að fara ítarlega í hér. Hann er fylgjandi fjölbreytilegu samfélagi og segir það auka mjög félagsauð til lengri tíma litið. „Litið til styttri tíma minnkar félagsauður við innflutning fólks en það virðist láta fólk draga sig inn í skel sína en til lengri tíma eykst félagsauðurinn. Það tekur þrjátíu, til fjörutíu ár að ná því.“ Hann segir að öll nútímasamfélög eigi eftir að verða fjölbreytilegri á næstu 25 árum. „Það er staðreynd. Það er því kostur fyrir lönd að átta sig sem fyrst á því hvernig hægt er að skapa nýjan fé- lagsauð með því að umfaðma þessar breytingar,“ segir hann og bætir við að Bandaríkin standi þarna vel að vígi vegna ríkrar innflytjendasögu. „Ég er bjartsýnn á framtíðina.“ Morgunblaðið/Eggert Smærra er betra Félagsauður er mikilvægur einstaklingum og samfélaginu Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dr. Robert David Putnam, stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, heldur fyrirlesturinn „Challenges to community in the contemporary world: Social capital, diversity, and inequa- lity“ í hátíðarsal Háskóla Íslands mánudaginn 3. október kl. 12- 13.30. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur á mánudaginn Rannsóknir dr. Putnam og félaga hafa leitt í ljós að áhugi fólks á samfélagslegum þáttum og hinu opinbera hefur farið stöðugt dvínandi frá sjöunda áratugi síð- ustu aldar. Árið 2001 breyttist þetta og áhuginn jókst mjög. Ástæðan var hryðjuverkaárás- irnar 11. september, sem sam- einuðu bandarísku þjóðina. „Þetta ástand varaði aðeins í sex vikur og fjaraði út á sex mánuðum, að ungu fóki und- anskildu. Við köllum það fólk 11. september kynslóðina. Þetta fólk tekur miklu virkari þátt í samfélaginu en eldri systkini þess eða foreldrar.“ Hann segir þetta hafa valdið Obama-æðinu „Obamania“ árið 2008. „Þetta var samfélagsleg hreyfing sem Obama olli ekki heldur hagnaðist hann á þessari kynslóð og ferðaðist með þess- ari bylgju. Ég er með þessu ekki að gera lítið úr honum því ég er mikill stuðningsmaður hans.“ Hann segir efnahagsmálin hinsvegar valda Obama vandræð- um um þessar mundir. Hann hafi tekið við vanda frá fyrri stjórn en sé núna kennt um hvernig komið sé. „Hann gæti vel tapað kosn- ingunum út af þessu.“ 11. september kynslóðin Reuters NÝTT HEFTI ER KOMIÐ ÚT · Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um Arnald · Stefán Jón Hafstein um Rányrkjubúið Ísland · Guðni Elísson um DDT- umræðuna · Ingibjörg Sólrún um Arabíska vorið · Ljóð – sögur – gagnrýni FÁANLEGT Í NÆSTU BÓKA- VERSLUN

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.