SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 19
2. október 2011 19 sér að verkefnum tengdum grasrótinni í fjölmiðlun, einkum og sér í lagi á netinu, og hann varð sennilega einn sá fyrsti til þess að blogga fréttir. Gillmor telur að hættuleg breyting hafi átt sér stað á fjölmiðlasviðinu undanfarin ár og þessa þróun megi fyrst og fremst rekja til viðskiptahagsmuna. Hann óttast að helsti óvinur fjölmiðla séu þeir sjálfir. Viðskiptahags- munir ráði ríkjum og reynt sé að kreista hvern dropa úr blaðamönnum þar sem eigendur krefjast þess að fram- leiðsla fjölmiðla aukist á sama tíma og færri standi vakt- ina við færibandið. Gillmor segir að grasrótin hafi tekið við keflinu sem áður var hjá fjölmiðlunum sjálfum. Að veita almenningi upplýsingar. Til að mynda hafi bloggarar og sjálfstæðar fréttaveitur gríðarleg áhrif og það sé hlustað á það sem þar kemur fram. Þar eigi almenningur auðvelt með leggja sitt til málanna. Hann nefnir dæmi af slíkri borgaralegri blaða- mennsku þegar árásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september 2001. Myndskeið sem almennur borgari tók rataði í heimspressuna, forsíður dagblaða út um allan heim voru þaktar myndum frá sjónarvottum og svipað hafi verið upp á teningnum þegar árásirnar voru gerðar í Lundúnum árið 2005. Borgararnir taka þátt Einn angi grasrótar í blaðamennsku er eins og áður sagði borgaraleg blaðamennska. Í grein Helgu Kristínar Ein- arsdóttur sem birt var í Morgunblaðinu árið 2006 kemur fram að slíka blaðamennsku sé hægt að skilgreina sem „þátttöku almennra borgara í söfnun, miðlun, greiningu og útbreiðslu frétta og upplýsinga. Þeir sem áður voru mataðir á efni og upplýsingum gegna sífellt stærra hlut- verki í mótun fréttaflutnings og miðlunar og leggja sitt af mörkum á athugasemdaþráðum netmiðla, með net- bloggi og myndum og myndskeiðum sem tekin eru upp með síma, svo dæmi séu nefnd. Hugmyndafræðin er sú að fyrir tilstilli nýrrar tækni, séu allir, eða geti allir ver- ið, fjölmiðlamenn.“ Sænski fræðimaðurinn Gunnar Nygren heldur því hins vegar fram að þótt allir þeir sem hafi aðgang að net- inu geti haldið úti fréttasíðum og bloggi þá geti þeir ekki komið í stað hefðbundinnar blaðamennsku. Í svipaðan streng tóku þátttakendur í sænskri rannsókn sem unnin var við háskólann í Stokkhólmi 2006-2007. Töldu flestir þátttakendanna að lítil gæði einkenndu slíka blaða- mennsku. Aftur á móti viðurkenndu þeir að slík gagn- virk miðlun, svo sem blogg um fréttir, hefði áhrif á fréttaval þeirra. Á fréttavefjum sést um leið hvað er mest lesið og það skiptir máli í daglegri vinnu blaðamannsins. Fréttir sem Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.