SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 26
26 2. október 2011 Á slaug Ósk Hinriksdóttir hefur staðið í baráttu með níu ára dóttur sinni, Þuríði Örnu, síðan í október 2004 en þá greindist hún með ill- kynja heilaæxli. Meðferðarferlið hefur verið bæði strangt og langt og neyddist Áslaug Ósk þá til að hætta störfum sínum hjá Íslandsbanka. „Áður en for- eldragreiðslurnar urðu að veruleika var ég föst heima og án nokkurra tekna,“ sagði Áslaug Ósk. Eins þurfti eig- inmaður hennar, Óskar Örn Guðbrandsson, að leggja niður störf um tíma til að sinna veiku barni þeirra og urðu þau hjónin þá að treysta á fjárhagsaðstoð frá sínum nánustu. „Í fyrstu þegar foreldragreiðslurnar byrjuðu átti ég ekki rétt á þeim þar sem það var það langt síðan dóttir mín hafði veikst. Það var síðan leiðrétt skömmu eftir að ég kom í sjónvarpsviðtal um málið.“ „Farðu bara í bíó eða á kaffihús“ Áslaug Ósk segir foreldragreiðslurnar hafa hjálpað þeim mjög mikið og hún er þakklát fyrir það velferðarkerfi sem við búum við. Hún hefur samt sem áður undan einu að kvarta er varðar foreldragreiðslurnar en foreldrum sem þiggja þessar greiðslur gefst ekki tækifæri til að fara að hluta út á vinnumarkaðinn án þess að missa að fullu greiðslurnar. Þannig að einstaklingur sem þiggur for- eldragreiðslur og telur sig geta unnið 30% vinnu með veiku barni sínu fær þá engar foreldragreiðslur um leið og hann hefur störf í stað þess að fá 70% foreldra- greiðslur á móti starfi sínu, nú eða að foreldragreiðslur skerðast þegar tekjur fara yfir ákveðna frítekjuupphæð og falla niður þegar þær ná ákveðnu hámarki. Það eru því ófáir foreldrar sem hafna því að fara út á vinnu- markaðinn svo að þeir missi ekki rétt sinn. Áslaug Ósk leitaði eftir því að fara í hlutastarf fyrir tveimur árum og þá einna helst til að komast út eitt til tvö kvöld í viku og hitta annað fólk. Þegar hún leitaði svara hvers vegna hún gæti ekki unnið þó að hún væri á foreldragreiðslum var svarið að þessar greiðslur væru eingöngu ætlaðar þeim sem gætu ekki með nokkru móti verið úti á vinnumarkaði og til þess að fá útrás fyrir fé- lagslegu hliðina þá gæti hún bara skellt sér í bíó eða á kaffihús. „Auðvitað var ég bundin yfir dóttur minni allan dag- inn og hefði ekki með nokkru móti getað unnið frá henni þá en þegar Óskar var kominn heim þá hefði ég alveg getað farið út að kvöldi til. Það myndi gera ótrú- lega margt fyrir mann að fara að vinna. Ég er mikið ein með stelpuna, þannig að maður hefði mjög gott af því að hitta annað fólk og ræða kannski eitthvað annað en veikindi. Það myndi breyta miklu félagslega en auðvitað líka fjárhagslega. Ég myndi helst vilja komast í starf þar sem ég hitti fólk. Ég myndi ekki vilja vera einhvers stað- ar á bak við, ein. Ég er svo fyrir löngu farin að þrá þetta. Ég var komin með vinnu fyrir ári og ætlaði þá að hætta á foreldragreiðslunum en þá greindist Þuríður aftur. Þá hafði ég valið starf þar sem ég þurfti ekki stöðugt að vera að útskýra fyrir fólki mína stöðu, ég ætlaði sem sagt að fara að vinna á leikskólanum sem krakkarnir mínir höfðu verið á. Ég var farin að hlakka mikið til að byrja þar en svo breyttist það við endurgreiningu.“ Þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig Þuríður Arna var á hraðri uppleið í bæði þroska og þreki þegar hún greindist aftur í maí 2010. Þá var hún send út til Svíþjóðar undir gammahníf og lamaðist hún í kjölfar- ið af því og þurfti að fara á mikinn steraskammt. Þuríður Arna hefur glímt við illvíga flogaveiki sem er afleiðing heilaæxlisins. Í dag sýnir hún mikla lömun hægra megin og hún er með krampa annan hvern dag. Hún er elst af fjórum börnum þeirra Áslaugar og Óskars en veikindi systur þeirra hefur haft mikil áhrif á þau öll. „Mér finnst bara að það þurfi að meta hvert og eitt til- felli sem kemur á borð hjá Tryggingastofnun. Þegar börnin manns eru veik er þetta ekki bara annaðhvort eða og tilfellin eru eins misjöfn og þau eru mörg,“ sagði Áslaug. Þuríður Arna fór síðast í myndatökur nú í byrjun september og var útkoman framar foreldranna björtustu vonum þegar í ljós kom að æxlið hafði minnkað. Óttinn hefur samt sem áður tekið sér bólfestu í þeim Áslaugu og Óskari þar sem þau geta aldrei verið viss um hvaða veg æxlið hefur valið sér. Fær ekki að vinna Áslaug Ósk Hinriksdóttir er bundin heima við með langveikri dóttur sinni. Hún hefur áhuga á að fara í hlutastarf á kvöldin þeg- ar eiginmaður hennar er heima en geri hún það missir hún rétt sinn til foreldragreiðslna. Texti: Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Þuríður Arna Óskarsdóttir með móður sinni Áslaugu Ósk Hinriksdóttur á Barna- spítala Hringsins. ’ Auðvitað var ég bundin yfir dóttur minni allan daginn og hefði ekki með nokkru móti getað unnið frá henni þá en þegar Óskar var kominn heim þá hefði ég alveg getað farið út að kvöldi til. Það myndi gera ótrúlega margt fyrir mann að fara að vinna. “

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.