SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 16
16 2. október 2011 V olki er eitt nokkurra hönnunarfyrirtækja, sem hafa tekið höndum saman til að stofna verslunina Netagerðina á Nýlendugötu 14. Hönnuðirnir sem standa að þessu eru sjö talsins en fyrirtækin fimm, auk Volka verða þarna Stáss, Bryndís Bolla textílhönnuður, Sigga Heimis og ljós- myndarinn Anna María Sigurjónsdóttir. Konurnar hafa komið sér fyrir steinsnar frá gömlu höfninni, sem blómstrar af lífi um þessar mundur, en aðalinngangur verslunarinnar er frá Mýrargötu. Í húsinu verður ekki aðeins hægt að gleðja augað heldur líka magann því þarna verður ennfremur veitingastaðurinn Forréttabar- inn, sem er í eigu sömu manna og standa að Humarhús- inu. Á efri hæðum eru myndlistarmenn með vinnustof- ur en SÍM leigir húsið, þannig að það er sannarlega listrænt líf í húsinu. Þarna verður ekki aðeins verslun heldur líka skrifstofurými þannig að hönnuðirnir hafa vinnuaðstöðu á staðnum. Nafnið Netagerðin kemur til vegna þess að það var á árum áður netagerð í húsinu, Netagerð Reykdals Jónssonar. Volki er samstarf tveggja hönnuða, Olgu Hrafnsdóttur og Elísabetar Jónsdóttur. Þær kynntust í Hollandi og hófu samstarf árið 2007. Núna eru þær hinsvegar fluttar heim og búa í Vesturbænum eftir tæplega áratugardvöl í Haag. „Þetta er dásamleg staðsetning og húsið er æðislegt,“ Hönnun Framhlið hússins við Mýrargötu. Nafnið er stenslað líkt og á skipum og appelsínuguli lit- urinn kallast líka á við fljótandi nágrannana í höfninni. Hönnun við höfnina Hönnunarteymið Elísabet Jóns- dóttir og Olga Hrafnsdóttir hjá Volka umkringdar eigin hönnun. Diskar gerðir af keramík- listakonunni Sigurlínu Osuala eftir hönnun Volka. Kvenlegur kraftur spinnst saman í sterka heild í glænýrri hönn- unarverslun sem ber nafnið Netagerðin og verður opnuð næst- komandi fimmtudag. Volki er eitt þeirra hönnunarfyrirtækja sem selja vöru sína á staðnum. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Húsin eru skraut frá Volka og eru til í sjö mismunandi útgáfum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.