SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 47
2. október 2011 47 ’ Framlag Hjálmars R. Bárðarsonar til ljósmyndunar á Íslandi er mikilfenglegt og safngestir Þjóðminjasafns Íslands munu njóta þess á sýningu mynda hans. H jálmar R. Bárðarson er einn kunnasti ljós- myndari Íslendinga. Hann átti farsælan feril sem skipaverk- fræðingur og siglingamálastjóri. Hann lést árið 2009 og verður hans ekki síst minnst fyrir ljós- myndun sína en eftir hann liggur einstakt safn ljósmynda. Hjálmar var mikilvirkur í útgáfu bóka þar sem myndefnið endurspeglar áhuga hans og næmt auga fyrir fólki og feg- urð íslenskrar náttúru. Hann var mikill útivistarmaður á langri ævi og þá var myndavélin jafnan með í för. Hann myndaði landslag, hús, menningarminjar og mannlíf. Alls gaf hann út tólf ljósmyndabækur um Ísland og náttúru þess. Fyrsta ljósmyndabók Hjálmars, Ísland farsælda Frón, var jafnframt fyrsta heildstæða höfundarverk ís- lensks ljósmyndara á bók. Ef litið er til stærri ljósmyndasýninga má sjá að Hjálmar tók þátt í á sjötta tug sýninga um allan heim á árunum 1943-1955. Hann var einn þeirra ljósmyndara sem gegndu lykilhlutverki í ljósmyndun á Iðnsýningunni árið 1952 í Reykjavík, sem segja má að sé ein metnaðarfyllri sýninga sem Íslendingar héldu á liðinni öld. Ljósmyndir Hjálmars eru fræðandi fyrir alla áhugamenn um íslenska náttúru og hafa verið vísindamönnum og listamönnum innblástur í störfum þeirra. Framlag Hjálmars R Bárðarsonar er mikið til íslenskrar menningarsögu og náttúruvísinda. Þjóðmenningin var Hjálmari hugleikin eins og end- urspeglast í ljósmyndasafni hans en þar er að finna merkilegar myndasyrpur af gömlum torfbæjum, af ára- skipum og öðru sem tengist íslenskri menningarsögu. Samleið Hjálmars R. Bárðarsonar ljósmyndara og Þjóð- minjasafns Íslands var löng. Fyrir útgáfu fyrstu ljós- myndabókar sinnar tók Hjálmar fjölda ljósmynda í safn- inu, bæði af einstökum gripum og sýningarsölum í safnhúsinu. Ljósmyndir hans hafa mikið heimildagildi fyrir íslenskar þjóðmenningu. Um langa hríð hafði Þjóð- minjasafnið ekki ljósmyndara á að skipa eins og nú í seinni tíð og því var leitað eftir samvinnu við ljósmynd- ara. Nokkir þeirra ljósmyndara sem ljósmynduðu safn- gripi fyrir Þjóðminjasafnið urðu velgjörðarmenn safnsins. Hjálmar var einn þeirra. Tekið var viðtal við Hjálmar um ljósmyndaferil hans á vegum Þjóðminjasafnsins árið 1998. Viðtalið, sem nú er ein af meginheimildum um ljós- myndun Hjálmars, varpaði nýju ljósi á áhugaljósmyndun á Íslandi á tímabilinu eftir 1950. Á næstu árum færði Hjálmar Þjóðminjasafni Íslands margan góðan safnauka við myndasafn safnsins. Þar má nefna myndamöppur með úrvalsmyndum íslenskra og erlendra ljósmyndara og ljósmyndatímarit, auk ýmissa heimildagagna um íslenska ljósmyndasögu. Hjálmar sýndi Þjóðminjasafni Íslands mikið traust og virðingu. Eftir fráfall hans árið 2009 varð Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu einn sex erf- ingja hans og féll í hlut þess ljósmyndasafn Hjálmars og allt sem tengdist ljósmyndun í búi hans. Víkin-Sjóminja- safnið í Reykjavík, Byggðasafn Vestfjarða, Fugla- vernd, Landgræðsla ríksins og Landgræðslu- sjóður nutu einnig velvilja Hjálmars sem endurspeglar áhuga Hjálmars á menningu og náttúru Íslands. Eftir að Þjóðminjasafni Íslands áskotnaðist hið merka myndasafn Hjálmars hef- ur markvisst verið unnið að því innan Þjóð- minjasafnsins að tryggja varðveislu ljós- myndasafns Hjálmars sem er mjög stórt að vöxtum, og rannsaka með sýningu og útgáfu í huga. Þann 29. október verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins sýning á verkum hans. Af því tilefni verður gefin út sýningarbók helguð ljós- myndun hans í svarthvítu. Eins og höfundur sýningarbókar Þjóðminjasafns Íslands greinir frá var Hjálmar á margan hátt brautryðjandi meðal íslenskra áhugaljósmyndara. Hann tók þátt í erlendum sýningum og útgáfa hans á ljósmyndabókum ruddi braut útgáfu slíkra höfundarverka hér á landi sem og skrif hans um íslenska ljósmyndun á erlendum vettvangi. Á sýningunni Hjálmar R, Bárðarson í svarthvítu sýnir Þjóðminjasafn Íslands úrval mynda úr safni Hjálmars. Þar verða sýndar svarthvítar myndir af náttúru Íslands og fólki við vinnu sem eru lýsandi fyrir þann arf sem eftir Hjálmar liggur. Athyglisverðar myndir af eldgosinu í Heimaey og Surtseyjargosinu verða á sýningunni. Einnig verða þar merkar syrpur mynda frá Vestfjörðum, en Hjálmar var Ísfirðingur og hélt alltaf góðum tengslum við heimabæ sinn og landshluta. Með sýningunni vill Þjóðminjasafn Íslands heiðra minningu Hjálmars R. Bárðarsonar og þakka langa og góða samleið. Framlag Hjálmars til ljósmyndunar á Ís- landi er mikilfenglegt og safngestir Þjóðminjasafns Ís- lands munu njóta þess á sýningu mynda hans. Bátur í fjöru í Arnarfirði. Rómantísk náttúrulífsmynd eftir Hjálmar R. Bárðason frá ferð hans að Núpi í Dýrafirði 1938. Þjóðminjasafn/Hjálmar R. Bárðarson Heimaeyjargos 20. maí 1973. Hús í austurbænum undir ösku. Hjálm- ar skráði framvindu Surtseyjargoss og Heimaeyjargossins ítarlega. Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 02. október (02.10.2011)
https://timarit.is/issue/337702

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

02. október (02.10.2011)

Aðgerðir: