SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 23
2. október 2011 23 Í slendingar eiga gott að búa við það velferðarkerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi á undanförnum áratugum. Um það hefur ríkt breið pólitísk samstaða þó að auðvitað sé áherslumunur um margt, svo sem útfærslu á þjónustu og eins kröfur um skilvirkni kerfisins. Flestir geta verið sammála um að það sé eðli velferðarkerfisins að vera þungt í vöfum og um leið að það verði alltaf rekið af vanefnum – af þeirri einföldu ástæðu að aldrei verður hægt að anna eftirspurn. Heilbrigðiskerfið hefur þó aðhald í því, að þar skilur milli lífs og dauða. Það er því mikið í húfi að veita skjóta og áreiðanlega þjónustu. Annað gildir um tryggingakerfið, þar sem haldið er utan um krónur og aura. Það er auðvitað hlutverk starfsmanna Tryggingastofnunar að gæta þess að ekki sé svindlað á kerfinu og að farið sé eftir reglum. En um leið er mikilvægt að þeir noti það svigrúm sem lagabókstafurinn gefur til að veita manneskjulega þjónustu. Sláandi dæmi um að stjórnvöld hafi brugðist fólki sem minnst mátti við því er rakið í Sunnudagsmogganum í dag. Þar kemur fram að Tryggingastofnun túlkar lagaákvæði þröngt, sem verður til þess að foreldrar langveikra barna geta ekki farið í hlutastarf á vinnumarkaðnum, nema upp að lögbundnu frítekjumarki, án þess að missa að fullu for- eldragreiðslur. Að sögn sérfróðs lögfræðings á þessu sviði sem leitað var til, virðist sem Trygg- ingastofnun ætti frekar að túlka ákvæðið sínum umbjóðendum í hag – annað stangist á við anda laganna. Og það virðist raunar ekki baka stofnuninni meiri kostnað því ef foreldr- arnir fá að vinna hlutastarf skerðast foreldragreiðslurnar sem því nemur. En hvað er í húfi? Í fréttaskýringu Signýjar Gunnarsdóttur er talað við Áslaugu Ósk Hinriksdóttur sem á dóttur sem glímt hefur við veikindi árum saman: „Það myndi gera ótrúlega margt fyrir mann að fara að vinna. Ég er mikið ein með stelpuna, þannig að maður hefði mjög gott af því að hitta annað fólk og ræða kannski eitthvað annað en veikindi. Það myndi breyta miklu félagslega en auðvitað líka fjárhagslega.“ Foreldrar barna sem glíma við langvarandi veikindi leggja allt í sölurnar fyrir börnin sín og því fylgir að þau lokast inni í þröngum heimi. Það hljóta allir að sjá hversu mikilvægt það er að dyrnar standi opnar inn í samfélagið aftur. Og þetta snýst ekki um að fara „bara í bíó eða á kaffihús til að fá útrás fyrir félagslegu hliðina“ eins og Áslaugu Ósk var uppálagt. Þetta snýst um að halda jarðsambandi eftir langvinn veikindi og að eiga aftur athvarf á vinnumarkaðnum. Lífið er barátta og fólk er fljótt að heltast úr lestinni. Þá er það alfarið upp á tryggingakerfið komið. Ekki er það sparnaður fyrir kerfið og það bitnar verst á þeim sem síst skyldi. Í raun breytir ekki öllu hvort Tryggingastofnun gerir ekki nóg í því að koma til móts við foreldra langveikra barna því þá er það bara löggjafans að stíga það skref. Dyrnar standi opnar „Ég hef ekki mikið þol gagnvart fólki sem er útblásið af eigin ágæti og óskeikulleika og hef á tilfinningunni að ég gæti orðið lasinn á laugardag- inn.“ Þráinn Bertelsson alþingismaður. „Ég barði koddann minn í bræði í alla nótt en svo var ég betri þegar ég vaknaði.“ Daníel Magnússon myndlistarmaður en hans er ekki getið í Íslenskri myndlistarsögu. „Hann gleymdist bara og það eru mannleg mistök.“ Ólafur Kvaran ritstjóri Íslenskrar myndlistarsögu um fjarveru Daníels. „Hann er búinn að vera hjá mér, hann spilar ekki meira hjá mér.“ Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, um Carlos Tévez sem neitaði að fara inn á í leik í Meistaradeild Evrópu. „Það var eitthvert fát á bekknum og menn misskildu mitt sjónarmið.“ Carlos Tévez sem neitar að hafa neitað að fara inn á. „Framhaldsskólarnir eru gleymda miðjubarnið.“ Andri Steinn Hilmarsson, nýkjörinn for- maður Sambands íslenskra framhalds- skólanema. „Þeir stríddu mér á því synir mínir að ég væri kominn á elliheimili löngu á undan móður minni.“ Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi kennari og rektor. „Mér finnst þægilegt að vinna með körlum.“ Ágústa Ýr Sveinsdóttir, nýsveinn í rafiðn. „Það er einfaldlega þannig að það sem heldur lífi í okkur eru óhreinu börnin hennar Evu.“ Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, stærstu verkfræðistofu landsins, sem telur að án verkefna í stóriðju væri hér neyðarástand hjá tæknimennt- uðu fólki. „Ef lögreglan ætlar að heykjast á þessu og vill ekki sýna þjóðþinginu þessa virðingu þá vil ég bara skora á aðra þjóðfélagshópa að standa vörð um þingið.“ Ólína Þorvarðardóttir alþing- ismaður um heiðursvörð við setn- ingu Alþingis. „Heiðursvörður er ekki hlutverk björg- unarsveitanna.“ Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri SL, um hug- myndir um heiðursvörð björgunarsveitarfólks við setningu Alþingis. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal vonandi einkum táknrænt fyrir tíðarandann. Yfirmenn kapalskipsins, sem vissulega höfðu lagt skipið og sig í hættu með því að sigla langa vegalengd inn á íssvæði, höfðu ekki treyst sér til að koma með öll líkin til lands. Því höfðu 116 lík verið „jarðsett“ á sjó. En hvernig var valið á milli. Þeir sem höfðu út- lendingsleg nöfn eða voru með húðflúr fóru í sjóinn, en hinir í land. Hin fræga og sígilda skipun á sökkvandi skipi hafði verið gefin: Konur og börn fyrst. En þó kom í ljós að þriðj- ungur barnanna fórst. Öllum börnum á fyrsta og öðru farrými var þó bjargað. Eftir slysið voru birtar fyrirsagnir á borð við þessar: „Frægir menn kusu dauðann svo bláfátækar konur mættu bjargast.“ „Mikilvægir menn og stórefnaðir“ höfðu fórnað lífi sínu til að bjarga „ólæsum, evrópskum bændakonum á trékloss- um“. En tölurnar sýna að hæsta dánartíðnin var hjá körlum á öðru farrými (140 af hverjum 154). Hin borgaralega ábyrgðarkennd milli- stéttarmannsins skar sig úr, þótt það þætti ekki fréttnæmt á þeirri tíð. Jock fiðluleikari, 21 árs, lét eftir sig ófríska kærustuna og foreldra og systurina Kötu sem dáð hafði bróður sinn og missti vitið þegar hún frétti lát hans. Hann hvílir enn vestan hafs því fjölskyldan átti ekki fyrir flutningskostnaðinum heim til viðbótar reikningnum fyrir látúnshnappana. En fáa metra frá honum hvílir skólabróðir hans og jafnaldri, Tom Mullin. Jock hafði útvegað vini sínum vinnu um borð í Titanic, þegar sjón Toms tók óvænt að daprast. Bruce Ismay, stjórnarformaður, eyddi ár- unum og dögunum eftir slysið í veiðar á orra- fuglum og við stangveiðar, sem hann hafði svo ósköp gaman af. Sjálfsagt hafa velviljaðir menn áhyggjur af kommissörunum í Brussel, sem kynnu að missa eitthvað af sínum 10-földu skattlausu launum miðað við þá sem standa undir þeim, ef ekki tekst að „bjarga evrunni“. Það er nefnilega málið. Allt bjástrið og öll útgjöldin úr sameiginlegum sjóðum eru nefnilega einungis til að bjarga henni og bönkunum í Frakklandi og Þýskalandi en ekki Grikklandi, Portúgal, Ír- landi, Spáni og Ítalíu. Það er því síður verið að hugsa um gríska launamenn, jafnvel ekki þá sem eru án húðflúrs. Morgunblaðið/Árni Sæberg pabbi þinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.