SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 35
2. október 2011 35
annars til Jerúsalem og Jeríkó, og kveðst
ekki hafa lent í neinum vandræðum.
„Maður er beðinn um vegabréf út um allt
en það er ekkert mál að vera Evrópubúi
þarna.“
Þetta var ekki eins einfalt á flugvell-
inum í Tel Aviv, þar sem Steinar sætti
miklu eftirliti. „Sérstaklega á heimleið-
inni, þegar tollverðirnir sáu að ég var að
koma frá Vesturbakkanum með allt þetta
hafurtask. Þeir rifu allt upp og mér varð
ekki um sel þegar taktmælirinn minn
byrjaði að tikka. Þá spruttu sprengju-
sérfræðingar upp eins og gorkúlur.“
Allt fór þó vel að lokum og Steinar
komst heim. „Það mátti þó litlu muna að
ég missti af fluginu.“
Fer mögulega utan aftur
Steinar er í skýjum með ferðina og úti-
lokar ekki að fara utan aftur. „Forsvars-
menn hljómsveitarinnar lýstu yfir áhuga
á því að fá mig til liðs við sig aftur. Við
skulum sjá hvað setur.“
Ekki er þó víst að hann fari aftur til
Palestínu en Ungmennahljómsveitin er í
eðli sínu farandhljómsveit sem komið
hefur fram víðsvegar um heim, svo sem í
Þýskalandi, Frakklandi og Grikklandi.
„Raunar áttu tónleikarnir í sumar að
vera í Venesúela en það breyttist af ein-
hverjum ástæðum á síðustu stundu,“
segir Steinar. Alls kemur hljómsveitin
saman til tónleikahalds fjórum sinnum á
ári.
Tækifærin gætu líka legið víðar en
strengjaþjálfari hljómsveitarinnar, Ales-
sio Benvenuti, hefur þegar sýnt áhuga á
því að bjóða Steinari til tónleikahalds á
Ítalíu á næsta ári. „Það urðu þarna til
ýmis ný sambönd og nú þarf maður bara
að vera duglegur að rækta þau.“
Steinar lauk meistaraprófi í trompet-
leik frá Boston Conservatory of Music
árið 2008, þar sem aðalkennari hans var
Steve Emery. Þá sneri hann aftur heim
og hefur kennt við Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar síðan. Steinar hefur
jafnframt komið víða við í tónlist-
arflutningi, meðal annars leikið með
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Málm-
blásarasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit
verkalýðsins og Svansins og annað veifið
með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann
þreytti frumraun sína með SÍ í Hörpu á
dögunum og þótti mikið til nýja hússins
koma. „Ég gæti vel vanist því að spila í
Hörpu í viku hverri,“ segir hann bros-
andi.
Steinar hefur einnig verið duglegur að
koma fram sem einleikari og leika
kammermúsík og gospeltónlist, auk þess
sem hann leiddi um tíma stórsveit vest-
ur á Seltjarnarnesi og hefur komið við
sögu hinnar lífseigu rokksveitar Snigla-
bandsins. „Það er engin tónlistarstefna
mér óviðkomandi. Ég er opinn fyrir
öllu.“
Steinar ásamt stjórnendunum Hilary Carcia og Roger Johansson eftir tónleika.
Steinari þótti rólegt í Ramallah.
Steinar ásamt félögum sínum í brassdeild hljómsveitarinnar.
Þ
að er gaman að vera til sem mataráhugamaður í haust en fyrir
skemmstu var matarhátíðin „Full borg matar“ haldin í fyrsta
skipti í höfuðborginni. Um eins konar uppskeruhátíð er að ræða
og hafa skipuleggjendur nokkuð skýra hugmynd um hvernig
þeir vilja að hátíðin verði: Iðandi borg þar sem hægt er að kaupa upp-
skeru bænda, framleiðslu smáframleiðenda og gæða sér á skemmtilegum
veitingum tengdum íslenskum framleiðendum á alls kyns veitingastöðum
víðsvegar um borgina. Vonandi kemur svo matur við sögu í bíómyndum,
leiksýningum og myndlistarsýningum, jafnvel tónleikum.
Það voru vissulega vonbrigði að sjá hversu fáir veitingastaðir tóku þátt í
ár eða rétt rúmlega 20. Þess má geta að veitingaleyfi á höfuðborgarsvæð-
inu eru nokkur hundruð. Markaður bænda var settur upp í bakgarði í
miðbænum, ekki veit ég af hverju, en ég hafði ímyndað mér hann stærri
og veigameiri. Hátíðin fékk ekki mikla fjölmiðlaumfjöllun nema þá helst
hér í blaðinu, en það er vonandi eitthvað sem lagast ef hátíðin verður
haldin aftur.
Vissulega fóru fram ýmsar keppnir í Menntaskólanum í Kópavogi, s.s.
Matreiðslumaður ársins o.fl., þær fengu því miður litla umfjöllun eins og
alltaf og velti ég því fyrir mér hvort það er
áhugaleysi fjölmiðla, reynsluleysi keppn-
ishaldara eða hugsanlega að húsnæði skól-
ans sé ekki nægilega spennandi fyrir fólk og
fjölmiðla til að fylgjast með.
Persónulega finnst mér að þessar keppnir
eigi skilið miklu meiri umfjöllun og virð-
ingu. Um leið og ég reyndi að ná eins mörg-
um viðburðum og ég gat á hátíðinni vandaði
ég mig við að elda eins mikið af haust-
uppskeru og ég gat, þá er gott að eiga góða
vini sem eru með græna fingur. Arnar Tómasar og Bryndís Björk Reyn-
isdóttir hafa gert ansi margar máltíðir ógleymanlegar hjá okkur fjölskyld-
unni og gestum undanfarnar vikur. Ég hef m.a. eldað úr sjö mismunandi
tegundum af íslenskum kartöflum, þar með talið sætar kartöflur sem uxu
á Seltjarnarnesi, laukar, kryddjurtir, baunir, rótargrænmeti og salat léku
stórt hlutverk, að ógleymdum eyfirskum lerkisveppum frá Karen Malm-
quist og fjölskyldu.
Það kom skemmtilega á óvart þessa miklu matarhelgi þegar við feðg-
arnir komum inn í Krónuna í Lindum, að þar var stórt og veglegt svæði
með íslensku grænmeti þar sem við gátum valið í stykkjum tómata, ag-
úrkur, paprikur, kartöflur, gulrætur og margt margt fleira brakandi
ferskt beint úr íslenskri náttúru. Þetta er frábært framtak hjá Krónunni
sem reyndar vandar sig alltaf við að hafa gott úrval af grænmeti í góðu
ástandi. Þeir eiga líka heiður skilinn fyrir gott úrval af fersku kjöti í þægi-
legum sölueiningum á góðu verði.
Ég vil líka nota tækifærið og hrósa þeim fyrir gott úrval af lífrænum
vörum, einnig fyrir þá sem forðast glúten, sykur, fitu og aðra hluti. Ég
veit að margir eru sammála mér því í þessari deild hitti ég oft sama fólkið
sem kann vel að meta úrvalið. Ég vil nota tækifærið hér og hvetja þá til að
gera enn betur í þessu.
Full borg matar
Grænmeti er gott í maga. Það eru gömul tíðindi og ný.
Matarþankar
Friðrik V
’
Persónulega
finnst mér
að þessar
keppnir eigi skilið
miklu meiri um-
fjöllun og virðingu.