SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 20
20 2. október 2011
Meðal fjölmiðla á netinu sem starfa sjálfstætt og án þess að hagnaðarsjónarmið ráði för er fréttaveitan ProPublica sem
undanfarin tvö ár hefur unnið til Pulitzer-verðlauna fyrir fréttaskýringar sínar. Fréttaveitan var formlega stofnuð í ársbyrjun
2008 og hóf að birta fréttir og fréttaskýringar í júní 2008. Helstu yfirmenn ProPublica eru engir aukvisar í blaðamennsku
en þeir eru: Paul Steiger, fyrrum ritstjóri Wall Street Journal, Stephen Engelberg fyrrum ritstjóri Oregonian og fyrrum yf-
irmaður rannsóknarblaðamennsku hjá New York Times og Richard Tofel, fyrrum aðstoðarútgefandi Wall Street Journal.
Á vef ProPublica kemur fram að ritstjórn fréttaveitunnar einbeiti sér fyrst og fremst að fréttum og fréttaskýringum sem
skipti almenning máli. Að upplýsa almenning um það sem betur mætti fara hjá þeim sem eru við völd.
Rannsóknarblaðamennska er áhættusöm fyrir rekstur fjölmiðla og líta margar fréttastofur á hana sem munað. Í dag er
skortur á slíkri uppsprettu frétta. Tíma- og fjárskortur koma í veg fyrir að rannsóknarblaðamennska fái að njóta sín. Því er
nauðsynlegt að nýta nýja möguleika til þess að koma slíkum fréttum á framfæri. Fagmennska í blaðamennsku fái að njóta
sín öllum til hagsbóta og mynda varnargarð um lýðræðið.
Engum háð
Starfsfólk ProPublica fagnaði ákaft þegar tilkynnt var um að fréttaveitan hefði fengið Pulitzer-verðlaunin í ár.
Ljósmynd: Dan Nguyen/ProPublica.
vekja athygli fá forgang á fréttastofum því blaðamenn
leitast við að skrifa um það sem vekur athygli. Ef farið er
yfir vinsælustu fréttirnar á íslenskum fréttavefjum, og
um leið þær fréttir sem flestir deila á samskiptavefjum,
sést að stjórnendur fréttavefja láta slíkt ekki skipta öllu
máli enda yrði lítið annað að finna á vefjunum en fréttir af
andláti Íslendinga, þekktra sem óþekktra, hörmungum
sem landsmenn hafa ratað í auk frétta af fræga fólkinu.
Hvort það hafi farið í lýtaaðgerð nýlega eða hvaða ráð þau
hafa fyrir lesendur um hvernig eigi að halda sér grönnum
fyrir lífstíð.
Þyrnir í augum valdhafa
Samskipta- og bloggvefir eru þyrnir í augu valdhafa sem
reyna að brjóta á bak viðleitni íbúa til að koma skoðunum
sínum á framfæri. Er Kína þar þekkt dæmi þar sem
stjórnvöld hafa árum saman reynt að koma í veg fyrir
slíka miðlun upplýsinga meðal annars með því að loka
vefjum og brjótast inn í tölvupósta einstaklinga.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, íhugaði að
loka fyrir aðgang að samskiptavefjum þegar óeirðirnar
brutust út í Bretlandi í síðasta mánuði á sama tíma og her
Breta tók þátt í loftárásum á Líbíu til þess að reyna að
brjóta á bak aftur einræðisherra sem lét loka fyrir aðgang
að netinu þegar uppreisnin hófst í landinu.
Bresk stjórnvöld gengu svo langt að fara í samstarf við
framleiðanda BlackBerry snjallsímanna um að rekja upp-
lýsingar úr Black Berry símum til þess að hafa upp á
meintum óeirðarseggjum. Þetta gagnrýndu samtökin
Fréttamenn án landamæra (e. Reporters without Borders)
harðlega enda spurning um hvort brotið sé á friðhelgi
einkalífs eigenda BlackBerry síma með slíkum aðgerðum.
Styrmir Gunnarsson hætti sem ritstjóri Morgunblaðs-
ins í júní 2008 eftir margra áratuga starf fyrir blaðið.
Hann er einn þeirra sem hafa snúið sér að fréttamiðlun á
netinu en hann og fyrrverandi samstarfsfélagi af Morg-
unblaðinu, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og að-
stoðarritstjóri Morgunblaðsins, halda úti vefnum Evr-
ópuvaktinni.
Styrmir segir að kannski sé það tæknin sem bjargar
dagblöðunum frá því að deyja drottni sínum því á netinu
sé hægt að stofna og reka fjölmiðla án mikils kostnaðar.
Hann nefnir sem dæmi að hægt sé að stofna marga ólíka
miðla sem eru vistaðir á sama stað. Með því að vinna
saman skapist grundvöllur fyrir því að auglýsendur sjái
hag sinn í að auglýsa á viðkomandi vefsvæði. Hann efast
ekki um að netið eigi eftir að verða vettvangur fyrir dýpri
fréttaskýringar þar sem rýmið er nægt á netinu ólíkt dag-
blöðunum. Því þrátt fyrir að dagblöðin hverfi í því formi
sem þau eru í núna þá verði fjölmiðlar áfram til. Kannski
smærri en um leið fleiri og fjölbreyttari.
Líkt og fram hefur komið hér að framan blasir erfið
staða við íslenskum sem útlendum dagblöðum. Svipað er
uppi á teningnum í ljósvakamiðlunum. Netið hefur tekið
spón úr aski þeirra, myndirnar birtast strax á netinu, það
er ekki beðið eftir fyrirfram skipulögðum fréttatímum
þar sem brosandi og vel til hafður fréttaþulur upplýsir al-
menning um hvað sé að gerast í heiminum. Hinn hefð-
bundni fréttaflutningur hefur riðlast.
Döpur framtíðarsýn
Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins, skrifaði sitt síðasta Reykjavíkurbréf í Morg-
unblaðið þann 31. desember árið 2000 og þar fjallaði hann
um fjölmiðla nútímans, hlutverk þeirra og framtíð:
„Framtíð íslenzkrar fjölmiðlunar er óráðin. Margt bendir
til að alþjóðleg fjölmiðlun taki við af henni áður en langt
um líður. Hún er fyrirferðarmesti þátturinn í íslenzkum
sjónvörpum. Erlendur skemmtiiðnaður er þar nánast
allsráðandi og engu líkara en metnaður íslenzkra sjón-
varpsstöðva standi helzt til þess að verða eins konar am-
erískt útihús hér norður í ballarhafi. Þetta er heldur dap-
urleg framtíðarsýn. En vonandi marka þessir fjölmiðlar
sér íslenzka stefnu með þá arfleifð að bakhjarli sem er
dýrmætasta eign okkar. Og þá helzt í anda gömlu Guf-
unnar. Hún hefur ekki gengið fyrir klámhöggum. Blaða-
mennska er samtíðin í rituðu máli; eins og Sturlunga,“
skrifar Matthías í lok árs 2000.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og fyrrverandi for-
stjóri fjölmiðlasamsteypunnar Norðurljósa, segir að það
sé ákveðinn galli á þeim ljósvakamiðlum sem reknir eru á
Íslandi hversu keimlíkir þeir séu. Þrjár sjónvarpsstöðvar,
þar af ein í eigu ríkisins, keppa um að kaupa ameríska
þætti og þar sem allir eru að keppa um sömu þættina þá er
verðið til íslensku miðlanna mun hærra heldur en gengur
að gerist. Ekki sé nóg með að dagskrá þeirra sé keimlík
því að í dag sé það þannig að þættir og annað efni í sjón-
varpi eru uppfullir af auglýsingum.
Hvort þetta á eftir að breytast samfara þeim gríðarlegu
breytingum sem eiga sér stað í fjölmiðlum um þessar
mundir á eftir að koma í ljós. En það sem liggur ljóst fyrir
er að hinir hefðbundnu fréttamiðlar þurfa að taka tillit til
óska almennings sem vill upplýsingar um fréttnæma at-
burði strax og þeir gerast en ekki þegar fjölmiðlinum
hentar.
Þ
orsteinn J. Vilhjálmsson er einn þeirra sem hafa
fylgst vel með þeirri þróun sem á sér stað í fjöl-
miðlum enda hefur hann unnið með flesta þá
miðla sem í boði eru. Hann segir ótrúlega mikla
möguleika vera í fjölmiðlum nú um stundir. „Í sjálfu sér
hefur tæknin aldrei verið jafn spennandi og nú og mögu-
leikar til fjölmiðlunar endalausir. Um leið eru fjölmiðlar,
að minnsta kosti hér á Íslandi, frekar umkomulausir
gagnvart öllum þessum möguleikum. Ef tekið er dæmi
um kvöldfréttir í sjónvarpi þá eru þær ennþá sagðar eins
og fólk hafi ekki heyrt fréttir yfir daginn. Sennilega eru 90
prósent af fréttunum myndskreytta útgáfan af því sem
fólk hefur heyrt eða lesið á netinu þann daginn. Mín
skoðun er sú að fjölmiðlar: blöð, útvarp, sjónvarp og net,
þurfi að skoða rækilega framsetningu efnis hjá sér. Ef tek-
ið er dæmi um dagblöð, þá er þessi ,,smáskammtastíll“
sem komst í tísku fyrir um áratug eða svo, löngu barn síns
tíma. Þannig þurfa fjölmiðlar að tileinka sér miklu betur
hefðbundna frásögn eins og þekkst hefur í fjölmiðlum,
sjónvarpi og blöðum um áratuga skeið. Hætta að keppa
um fréttir sem eru hvort eð er alls staðar og finna sér eigin
farveg á sínu sviði,“ segir Þorsteinn.
Dagblaðið ekki við dauðans dyr
Hann er ekki sammála þeirri fullyrðingu að dagblaðið sé
að deyja drottni sínum í pappírsútgáfu. „Sagan sýnir okk-
ur að ný tækni í fjölmiðlum leysir aldrei þá sem fyrir er af
hólmi. Það gefur auga leið út frá kostnaði og umhverf-
issjónarmiðum að dagblöðum hefur fækkað og sjálfsagt
mun þeim fækka enn frekar. En þetta er svolítið gömul
saga, eins og þegar fullyrt var að bókin myndi deyja þegar
útvarpið eða bíómyndir komu til sögunnar. Það skiptir
hins vegar miklu máli fyrir prentmiðla að taka mark á
þeirri samkeppni sem er í netinu og sjónvarpi almennt.
Það er hægt með framsetningu, að vera með efni/content
sem hinir miðlarnir geta ekki verið með, auka á sérstöðu
sína í frásagnarstíl og umbroti, þannig lifa blöð og tímarit
klárlega áfram,“ segir Þorsteinn.
Næturvaktaserían var bylting
Hann segir að svipað sé uppi á teningnum varðandi ljós-
vakamiðlana: útvarp og sjónvarp. „Þessir miðlar verða að
finna sér farveg. Nú eru ekki lengur nein tíðindi í því að
sjónvarpsstöðvar hér á landi kaupi hina eða þessa erlenda
framhaldsþáttaröð, því það efni er hægt að fá á netinu eða
hreinlega á mynddiskum. Hér á Íslandi varð Næt-
urvaktasería Stöðvar 2 ákveðin bylting í íslensku sjón-
varpi. Hún sýndi að það er fyrst og fremst áhugavert,
innlent efni, sem fólk vill sjá, í bland við allskonar annað
efni auðvitað líka.
Miðlarnir verða að átta sig á breyttri notkun fjölmiðla.
Þannig er alveg átakanlegt að fylgjast með framþróun hjá
útvarpsrásum Ríkisútvarpsins. Til dæmis er Rás 1 jafn
stöðnuð í frásagnarforminu og fyrir tuttugu árum og Rás 2
er ennþá að spila erlend dægurlög, sem hægt er að fá eða
hlusta á alls staðar. Rás 2 hefur reyndar haldið vel utan
um íslenska popptónlist síðustu ár, en þáttagerð um tón-
list eða tónlistarstefnur, einstaka hljómsveitir eða tónlist-
armenn, eru ekki til. Þessir miðlar eru smám saman að
drepa sig sjálfir, ef hægt er að taka svo til orða. Ef fram-
Möguleikar
til fjölmiðlunar
endalausir