SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 38
38 2. október 2011
K
raftbirtingarhljómur íslenskrar tónlistar barst á öldum
ljósvaka svo um munaði þegar Íslendingar blönduðu sér í
leikinn á vettvangi Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Þetta var á því herrans ári 1986; sama ár og til tíð-
inda bar að Reykjavíkurborg varð 200 ára og leiðtogar stórveldanna
komu hingað til skrafs og ráðagerða um heimsfrið. Báðir þeir atburð-
ir voru á síðari hluta ársins en óhætt er að segja að Eurovision hafi
verið stórmál fyrri helftar árs. Auglýst var eftir lögum í undankeppni
og þau síðan síuð út – svo eftir stóðu tíu.
Mörg góð lög komust í þau undanúrslit; svo sem lag Jakobs Frí-
manns Magnússonar og Valgeirs Guðjónssonar Mitt á milli Moskvu og
Washington og Vögguvísa eftir Ólaf Hauk Símonarson. Niðurstaða
dómnefndar varð hins vegar að Gleðibanki Magnúsar Eiríkssonar
væri besta sendingin og úr varð að ICY-flokkur Pálma Gunnarssonar,
Eiríks Haukssonar og Helgu Möller hélt yfir höf til að leiða til lykta
hið löðurmannlega mál að vinna keppnina. Enginn vafi var um sigur,
enda var þjóðarsorg á Íslandi þegar 16. sæti var staðreynd. Höfundar og flytjendur Eins lags enn, framlags Íslendinga í Eurovision árið 1990 þar sem lagið náði fjórða sæti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kraftbirting-
arhljómurinn
Myndasafnið 13. febrúar 1990
S
elena Gomez fæddist 22. júlí árið 1992 og er
því 19 ára gömul. Hún er bæði vinsæl söng-
kona og leikkona auk þess að vera í sviðsljós-
inu fyrir að vera kærasta hins ofurvinsæla
unglingapoppara Justins Biebers. Gomez er þekktust
fyrir hlutverk sitt sem Alex Russo í Disney-þáttunum
Wizards of Waverly Place. Hún hefur leikið í kvik-
mynd um galdrafólkið og líka sem dæmi í sjónvarps-
myndinni Princess Protection Program við nokkrar
vinsældir. Í ár lék hún í rómantísku gamanmyndinni
Monte Carlo, m.a. á móti Leighton Meester úr Gossip
Girl. Hún varð þó fyrst fræg fyrir leik sinn í barna-
þáttunum Barney & Friends þar sem segir frá æv-
intýrum vinalegrar fjólublárrar risaeðlu.
Tvær gullplötur
Hún er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Selena Go-
mez & the Scene, sem hún stofnaði en sveitin hef-
ur gefið út tvær plötur, Kiss & Tell og A Year Without
Rain, sem báðar hafa náð gullplötusölu. Lögin „Nat-
urally“ og „Who Says“ hafa hins vegar bæði náð plat-
ínusölu.
Gomez leggur sitt af mörkum til góðgerðarmála en
árið 2008 var hún gerð að velgjörðarsendiherra
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).
Það var tilkynnt í vikunni að Gomez yrði kynnir á
Tónlistarverðlaunahátíð MTV í Evrópu, sem haldin
verður 6. nóvember í Belfast. Víst er að Bieber verður
líka á staðnum en hann er tilnefndur til verðlauna í
þremur flokkum. Hún hefur áður verið í hlutverki
kynnis á tónlistarhátíð en hún afhenti kærastanum
verðlaun á slíkri hátíð í Toronto í Kanada á dögunum.
Óvænt stefnumót í Staples Center
Rómantíkin blómstrar hjá parinu en Bieber skipulagði
alveg einstakt stefnumót við Gomez, sem var óvænt í
þokkabót. Hann hvorki meira né minna en leigði
Staples Center, heimavöll Los Angeles Lakers-
körfuboltaliðsins, og höfðu þau leikvanginn alveg fyrir
sig. Bieber var búinn að panta mat fyrir þau af þekkt-
um veitingastað á leikvanginum og svo bauð hann líka
Selena Gomez er ungstjarna sem hef-
ur slegið í gegn bæði í sjónvarpi og á
sviði, rétt eins og kærastinn Justin
Bieber.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Justin Bieber og
Selena Gomez
mættu saman
á Myndbanda-
verðlaunahátíð
MTV í Los Angeles
í ágústlok.
Reuters
Frægð og furður
Selena syngur
og leikur