SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 40
40 2. október 2011 Konur þurfa ekki alltaf að vera í megrun. Sýndu hóf en troddu reglulega í þig því sem þig langar í. Hætt að laumast É g veit að á mánudagskvöldið hefði ég ekki átt að borða snakk eftir að hafa fengið mér hollan og góðan fisk. Í raun hefði ég heldur ekki átt að borða ljúffengu bananasúkulaðikök- una sem ég fékk mér eftir fiskinn. En ég gerði það bara af því mig langaði til þess. Já, og kannski hafði þetta verið dálítið erf- iður mánudagur svo ég skal játa að hafa að einhverju leyti leitað huggunar í sykurinn. En það er bara allt í lagi. Auðvitað setur maður sér einhver mörk og klárar ekki heilan snakkpoka og tvær ídýfudósir á hverju einasta kvöldi. En aldrei ætla ég að þurfa að laumast út í bakarí eða stelast endalaust í eitthvað gott. Það þýðir nefnilega ekkert nema það að einn daginn springur maður á limminu. Gott og vel. Síðastliðið haust fór ég í smá átak og það gerði mér mjög gott. Ég náði mínu markmiði en eftir það hef ég bara ekki nennt meiru. Mér finnst gott að hreyfa mig til að styrkja mig og draga úr vöðvabólgu og ég reyni að fá mér ferskan safa og ávexti á hverjum degi. Reyni líka að fá mér góðan morgumat og úða ekki í mig kökum, kexi og sælgæti allan daginn. En að lifa mestmegnis á kotasælu, hrökkbrauði og skyri er bara ekki fyrir mig. Það að borða er miklu meira en næring. Það er félagsleg athöfn þar sem vinir og fjölskylda sameinast til að spjalla og njóta og gleðja bragðlaukana. Mér finnst sorgleg sú stefna að konur þurfi alltaf að vera í megrun og megi ekkert leyfa sér. Að þær þurfi næstum því að fá sér súkkulaði lok- aðar inni í skáp þar sem enginn sér og að ímynd samfélagsins sé þannig að ósköp venjulega vaxnar konur þori ekki að fara í sund. Mér finnst líka áhyggjuefni að fæða ef til vill einn daginn stúlku inn í þetta samfélag öfgafullra krafna um útlit. Ég sæi fyrir mér gömlu meistarana fá til sín tískusýningarmódel til að mála. Þeir myndu líklegast biðja hana að borða ávext- ina sem þeir notuðu í kyrralífsmyndinni fyrr um morguninn og biðja hana að koma aftur eftir 50 kg. Svo að njótum þess að vera eins og við erum. Kvenlegur vöxtur er alls ekkert til að skammast sín fyrir. Sýn- um um leið vissulega skynsemi og hugsum vel um heilsuna. En reynum í það minnsta að missa okkur ekki algjörlega í óraunhæf- um kröfum um líkamsútlit sem að stórum hluta eiga uppruna sinn á Hollywood- færibandinu. Þær konur vinna í raun við að halda sér í formi (og jú jú leika líka), mikið sem ég öfunda þær ekki neitt. Nema jú kannski af góða veðrinu allan ársins hring … Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is’ En aldrei ætla ég að þurfa að laumast út í bakarí eða stelast endalaust í eitthvað gott. Lífsstíll Síðustu daga hefur heldur betur rignt á landsmenn og inn á milli eins og hellt væri úr fötu. Haustrign- ingin virðist ekki ætla að láta að sér hæða en hún getur verið ósköp notaleg. Margir finna fyrir dálítilli þreytu í enda- lausri grámyglu og rigningu en þetta veður getur líka verið notalegt. Nú er rétti tíminn til að njóta þess að slappa af uppi í sófa á laugar- dagseftir- miðdegi og lesa bók. Eða sofa almenni- lega út og hlusta á regnið meðan maður rennir yfir helg- arblöðin og tekur jafnvel morg- unmatinn með sér í rúmið. Njót- um þess að vera pínu löt og slappa af þegar lítið er hægt að vera úti. Slakaðu á Líttu á hend- urnar þínar. Ef þú ert með hnefana kreppta skaltu opna lófana og reyna að slaka á. Notaðu jóga- stellinguna Inana mudra, sem er talin endurhlaða innri orku lík- amans. Þú lætur fingurgóma þumals og baugfingurs snertast og heldur þeim þannig um stund. Einbeittu þér að staðnum þar sem fingurnir mætast. 1001 leið til að slaka á Susannah Marriott Salka Kistan Á löngum köldum vetrum vill kvef oft staldra lengi við og angra okkur. Gott ráð við þrálátu kvefi er að skera nokkrar lauksneiðar og setja á disk og leyfa þeim að vera á náttborðinu yfir nóttina. Hvítlaukur er mikið notaður sem lækningajurt. Eyrnabólgur má oft lækna með því að setja sneiðar af hvítlauk í grisju og leggja við eyrun. Hvítlaukur er einnig talinn halda vampírum í hæfilegri fjarlægð. Náttúruspilin, 48 góð ráð fyrir þig og umhverfið. Guðrún Tryggvadóttir og Signy Kolbeinsdóttir. Hvítlaukur og laukur er góður í ýmis konar matreiðslu en hann virkar líka fyrir heilsuna. Morgunblaðið/Kristinn Laukur og hvítlaukur Það er allt morandi í tónlist þessa dagana og ís- lenskt tónlistarlíf hreinlega kraumar og ólgar. Mikið er gott að láta helling af góðri tónlist flæða enda- laust inn í eyrun og gera daginn þannig ennþá betri. Nýttu þér tónlistina til að létta þér lífið, spilaðu eitt- hvað hresst sem kemur þér í gang á morgnana og endaðu daginn á kertaljósum og notalegri tónlist. Eyru stútfull af góðgæti holabok.is/holar@holabok.is Saga og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu er hér í brennidepli. Viðmælendurnir eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophoníasdóttir, Þorvaldur Þorgeirsson og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson. Sannkallað ferðalag í tíma og rúmi. FRÁSAGNIR AUSTUR-SKAFTFELLINGA

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.