SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 15
2. október 2011 15
til að ræða við svona góða vini og ekki á
þeim að sjá að þeir láti erfiðar aðstæður
nokkuð á sig fá þar sem þeir kljást í FIFA
2012 tölvuleiknum. Það verður ekki hjá
því komist að spyrja Birki út í veikindin
en hann sagði okkur frá deginum þegar
hann greindist.
„Ég byrjaði á því að fara í skólann og
svitnaði og leið alveg ótrúlega illa. Mig
svimaði og mér var allt of heitt og ég gat
varla gengið svo að ég ákvað að fara heim.
Þá ákvað mamma að fara með mig í bæinn
í Domus Medica. Þar var tekin blóðprufa
og þá kom í ljós að hvítu blóðkornin voru
allt of há. Þá var ég settur beint inn á spít-
ala og það voru tekin mörg sýni úr mér og
ég fór í alls konar myndatökur. Þá kom í
ljós að þetta var annaðhvort veirusýking
eða hvítblæði og ég var lagður inn. Það
komu allir læknarnir og hjúkkan mín inn
á stofuna til mín og þá fékk ég að vita að
ég væri kominn með hvítblæði. Ég vissi
ekki fyrst hvað hvítblæði var og það var
ekki fyrr en ég var kominn upp á deild
sem mamma sagði mér að það væri
krabbamein. Þá náttúrlega vonaðist ég til
að það væri ekki það. Það er samt auðvit-
að ekkert hægt að gera í þessu annað en að
takast á við þetta,“ sagði Birkir, hinn ungi
drengur sem hefur tekist á við meiri
raunir í lífinu en flestir jafnaldrar hans. En
skyldi hann ekki hafa verið hræddur á
þessum tíma? „Jú, auðvitað var ég það en
við ákváðum strax að taka þetta á já-
kvæðninni og leyfa okkur ekki að vera
neikvæð. Ég var samt alveg hræddur um
að ég myndi deyja en læknarnir sögðu að
þetta væri læknandi þannig að þá bara
hugsaði maður jákvætt og heldur því
áfram.“
Meðferðin erfið
Eins og kom fram hér að framan hefur
Birki þótt einna erfiðast að geta ekki verið
í eins miklu sambandi við vini sína og
hann hefði viljað en það er kannski ekki
það allra erfiðasta. „Meðferðin sjálf er
ógeðslega erfið. Maður er mjög slappur
eftir öll lyfin, ég er alltaf þreyttur og með
verki út um allt og illt í maganum og með
dúndrandi hausverk. Það er langerfiðast.
Ég hlakka mikið til þegar þetta verður allt
búið,“ sagði Birkir.
Birkir segir það hafa gefið sér mikið að
fá lagið frá Arnari að gjöf og sýnt honum
hversu góðan vin hann á. Hann segist ekki
geta þakkað nægilega mikið fyrir að eiga
svona marga góða vini en gerist hógvær
þegar hann er spurður hvort það geti ekki
verið að góður drengur laði að sér góða
vini.
Morgunblaðið/Eggert
Árlega greinast þrjú til fjögur börn með
hvítblæði. Við tekur erfitt meðferð-
arferli eftir greiningu sem einkennist af
harðri lyfjagjöf og tíðum spítalainn-
lögnum. Lífslíkur barna sem greinast
með hvítblæði eru góðar í dag, eða um
85%, og hefur bæði meðferð og árangri
fleygt fram síðastliðin tuttugu ár. Það
er ekki hvítblæðið sjálft sem er erfiðast
fyrir börnin að yfirstíga heldur afleið-
ingar og aukaverkanir meðferðarinnar
sjálfrar þar sem þær geta verið afar
kvalafullar.
Börn sem sæta krabbameinsmeðferð
missa bæði mikið úr félagslega og
námslega og getur það reynst þeim af-
ar erfitt, sérstaklega þegar komið er á
unglingsaldur. Þunglyndi er ekki óal-
gengt meðal þessara barna og þykir fé-
lagslegur stuðningur mjög mikilvægur
þegar kemur að bataferlinu.
Hvítblæði
Skannaðu kóðann til
að hlusta á MC Narra
rappa fyrir vin sinn.