SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 12
12 2. október 2011 Þriðjudagur Arnar Eggert Thor- oddsen Það er Wall- ander á fös! Enginn Barnaby. Maður veit ekki hvað skal gera þegar lífi manns er snúið svona óforvarandis á haus! Miðvikudagur Davíð Arngrímsson Smápæling fyrir Ólínu, væri ekki betra að björg- unarsveitin skipaði 63 menn sem gætu tekið við al- þingi. Þá myndi skapast sátt og þeir gætu eflaust bjargað landinu eins og þeir hafa alltaf verið til- búnir til. Fimmtudagur Svandís Nína Jóns- dóttir tók leigubíl í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að leigubílstjórinn var ólmur í að sýna mér nýja leðurbeltið sitt. Ýtti búknum vel fram til að ég sæi belt- ið almennilega. Afskaplega fal- legur gripur. Fésbók vikunnar flett Í slagnum mikla um vinnsluhraða á fartölvum glíma menn sífellt við það sama; rafhlöðuendingu. Það er til lítils að vera með gríð- arlega öfluga fartölvu ef raf- hlaðan endist bara í nokkrar mín- útur. Ein af þeim leiðum sem menn hafa gripið til er að hætta að vera með hefðbundinn harðan disk í tölvunni og nota þess í stað svonefndan SSD-disk, sem er mun einfaldari og sparneytnari en eldri diskar, aðallega fyrir það að í SSD-diskum er enginn disk- ur, þ.e. gögnin eru ekki geymd á diski sem snýst á ógnarhraða, og reyndar er ekki í SSD-diskum neitt sem hreyfist. Til viðbótar eru SSD-diskar ekki nema örskotsstund að kom- ast í gang og fyrir vikið eru vél- arnar mun fljótari í gang, í þeim heyrist ekkert, nema þá viftu- hljóð þegar við á og diskarnir eru mun fljótari að skila gögnunum en hefðbundnir diskar. Það er því óhætt að spá því að SSD-diskar verði ráðandi í fartölvum fljótlega þó þeir séu tífalt dýrari á hvert gígabæti sem stendur. Ég held það sé óhætt að halda því fram að Dreamware W150HRQ sé öflugasta fartölvan á markaði hér. Hún er með 2 GHz i7- 2830QM Quad Core örgjörva (Sandy Bridge) með 8 MB bið- minni sem gefur hreint geggj- aðan hraða og ekki gat ég fund- ið svo kröfuhart forrit að mér tækist að láta hana reyna á sig af neinu viti. Vinnsluminni í vélinni er 8 GB Kingston DDR3, harði disk- urinn 120 GB Intel SSD diskur, sem eykur enn vinnsluhraðann. Skjárinn er 15,6" Full HD með 1920 x 1080 upplausn. Það eru tvö skjákort í vél- inni og fyrir vikið er hægt að skipta á milli til að spara rafhlöð- urnar sem er snilldar- hugmynd. Öflugra kort- ið er nVIDIA® GeForce GT 555M með 2 GB minni, en svo er Intel HD Graphics 3000 kort fyrir minni grafíkvinnslu, en fínt skjákort engu að síður. Svo er allt hitt: Gigabit Et- hernet, Wireless N netkort korta- lesari, DVD±ReWriter átta hraða brennari, tvö USB 3.0 tengi og eitt USB 2.0, eSATA- tengi, VGA-tengi og HDMI-út-tengi. Hvað kemstu hratt? Þó að yfirleitt sé nóg að hafa fartölvu á heimilinu, finnst mörgum betra að hafa borðvél, enda hægt að fá þær öflugri en fartölvur. Nema náttúrlega að viðkomandi fartölva sé Dreamware W150HRQ i7-2830QM. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ný diskatækni Harðir diskar án harðra diska

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.