Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Eiður Guðnason, fyrrverandi ráð-herra, skrifar fróðlega pistla um málfar í fjölmiðlum og einnig mola úr dægurumræðunni. Hann hefur fundið óþægilega margar ambögur í MBL að undanförnu og verða menn hér á bæ að bæta ráð sitt.     En nýlegafjallaði Eiður um samskiptin við Bandaríkin að gefnu tilefni. Minnti hann á að enn væri óskipað í sendiherrastöðu þeirra hér þótt hálft ár væri liðið frá því að sá síð- asti fór og settur forstöðumaður þar í forsvari:     Og öðru vísi mér áður brá. Í sendi-ráðinu er enginn varnarmála- fulltrúi. Varnarmálafulltrúi banda- ríska sendiráðsins á Íslandi er í bandaríska sendiráðinu í Osló ! Síð- asti sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi var Carol van Voorst. Hún fór héðan á fyrrihluta árs 2009 eftir for- dæmislausa sneypuför til Bessa- staða, en henni hafði verið tilkynnt að sæma ætti hana fálkaorðunni og hefur hún verið búin að fá samþykki bandaríska utanríkisráðuneytisins til að mega þiggja orðuna. Skömmu áður en hún og maður hennar renndu í hlað á Bessastöðum var hringt í bíl þeirra frá forsetaemb- ættinu og sagt að sendiherrann fengi enga fálkaorðu Þetta væri allt misskilningur. Allt í plati. Slík fram- koma þjóðhöfðingja við sendiherra, sem er að kveðja, hlýtur að vera einsdæmi í sögu diplómatískra sam- skipta og er auðvitað fáheyrður dónaskapur. Sagt var í fréttum að bandaríski sendiherrann hefði skilið forseta vorn á þann veg að þeir einir fengju fálkaorðuna, „sem hennar væru verðir“. Aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á þessari fá- ránlegu uppákomu. Hún var okkur til háborinnar skammar.“     Þetta var þörf upprifjun hjá Eiði.Alþingismenn ættu að óska eftir fullnægjandi skýringum á máli sem bersýnilega skaðar þjóðina. Eiður Guðnason Óupplýst klúður Veður víða um heim 31.3., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -4 skýjað Egilsstaðir -4 skýjað Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 3 skúrir Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 3 þoka Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 4 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 léttskýjað París 10 léttskýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 12 skýjað Berlín 11 alskýjað Vín 9 alskýjað Moskva 10 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 heiðskírt Róm 14 léttskýjað Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 8 alskýjað New York 11 alskýjað Chicago 18 skýjað Orlando 21 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 1. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:46 20:19 ÍSAFJÖRÐUR 6:46 20:28 SIGLUFJÖRÐUR 6:29 20:11 DJÚPIVOGUR 6:14 19:49 Hvað er verið að bjóða út? Fjórar stangir eru leyfðar í Orm- arsá. Áin er 38 km löng, þar af eru 17 km laxgengir. Um 230 laxar veiddust þar á síðasta ári. Hvaða aðstaða er við ána? Nýlegt veiðihús er hjá Arn- arþúfufossi. Þar geta átta gist með góðu móti. Hvert fer arðurinn? Fjórtán jarðir eiga land að Orm- arsá og fleiri en einn eigandi er að sumum þeirra. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÓPUR stangveiðimanna undir forystu Arhurs Bogasonar, for- manns Landssambands smábáta- eigenda, átti hæsta tilboð í leigu Ormarsár á Melrakkasléttu. Takist samningar mun leigan hækka um 63% frá því sem nú er og hefur hún þó tvöfaldast á tveimur árum vegna gengisbreytinga. Svisslendingarnir Ursula og Ralph Doppler hafa haft Ormarsá á leigu frá árinu 1995. Þau leigja einnig Deildará sem sömu jarðir eiga að hluta. Núverandi samn- ingar um báðar árnar renna út í haust. Hylurinn fullur af fiski Samningarnir eru gerðir í sviss- neskum frönkum og því hafa tekjur veiðiréttareigenda tvöfaldast í ís- lenskum krónum á tveimur árum. Samningurinn við Veiðifélag Orm- arsár skilar eigendum hennar um 9,5 milljónum á ári. Doppler óskaði eftir því að leiguverðið yrði lækkað niður í 6,5 milljónir. Því hafnaði stjórn Veiðifélagsins, vildi halda sama arði og helst að verðbæta hann. „Þau hafa staðið við allt sitt en það samdist ekki um framhaldið. Við vildum því láta reyna á mark- aðinn,“ segir Höskuldur Þor- steinsson, bóndi á Höfða og for- maður veiðifélagsins. Lítið hefur verið um útboð á ám og óvissa í samningum vegna efna- hagsþrenginga í þjóðfélaginu. Veiðifélagið renndi því agninu blint í vatnið. Hylurinn reyndist fullur af fiski. Sautján tilboð bárust. Tólf til fjórtán manna hópur stangveiðimanna undir forystu Arthurs Bogasonar bauðst til að borga um 15 milljónir á ári fyrir ána. Nokkrir úr hópnum þekkja vel til svæðisins frá því stangveiði- félagið Flugan á Akureyri var með ána á leigu, áður en Doppler tók við. Þeir munu ætla að skipta veiði- dögunum á milli sín og ef til vill bjóða eða selja vinum daga. Al- mennir stangveiðimenn munu því ekki geta keypt þar veiðileyfi, ekki frekar en verið hefur undanfarin fimmtán ár. Fleiri af hæstu tilboðum voru frá stangveiðihópum en fyrirtæki sem selja veiðileyfi voru með miðlungs tilboð. Stjórn Veiðifélags Deildarár hef- ur beðið átekta. Jóhann Hólm- grímsson, formaður þess, segir að núverandi leigutaki hafi rétt til að ganga inn í hæsta tilboð. Reiknar hann með að áhuginn sem kom fram þegar Ormarsá var auglýst leiði til þess að Deildará verði einn- ig boðin út. Morgunblaðið/Einar Falur Við veiðar Veiði hefur ekki verið stunduð stíft í Ormarsá en nú getur orðið breyting á því. Myndin er tekin í Dölum. Vilja greiða 63% hærri leigu en Svisslendingarnir Gamlir kunningjar Ormarsár á Melrakkasléttu vilja endurnýja kynni sín við ána. Þeir eru í stangveiðimannahópi sem bauð hæst í leigu árinnar.  Mikill áhugi kom fram þegar Ormarsá á Melrakkasléttu var auglýst til leigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.