Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 15

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 49 48 8 02 /1 0 GANGI áætlanir stjórnvalda um sameiningu stofnana eftir má reikna með að sparnaður vegna slíkrar hag- ræðingar komi í flestum tilvikum fyrst fram á árinu 2011, enda ráðgert að margar sameiningar taki gildi þá í upphafi árs. Undantekningin frá þessu er fyrirhuguð sameining Þjóð- skrár og Fasteignaskrár sem tekur gildi um mitt þetta ár. Haft var eftir Ragnhildi Arnljóts- dóttur, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu, í Morgunblaðinu í gær að reynt yrði að komast hjá beinum uppsögnum í hagræðingarferlinu og því kæmi fækkun starfsfólks einkum til með þeim hætti að ekki yrði ráðið í þau störf sem losnuðu. Ekki reyndist unnt að fá nákvæm- ar upplýsingar um það hjá stjórnsýsl- unni hvað reikna mætti með að fækk- aði um mörg störf af náttúrulegum ástæðum á ári hverju á næstu árum, þ.e. þegar starfsmenn hættu sjálfvilj- ugir, færu á eftirlaun, í orlof eða nám. Hins vegar var blaðamanni bent á að í nokkrum þeirra ríkisstofnana sem til stæði að sameina væri lífaldur starfsmanna býsna hár og því ljóst að innan nálægrar framtíðar færi sá hluti starfsmanna á eftirlaun með til- heyrandi fækkun starfsmanna. Þjónustumiðaðri rekstur „Sameiningar eru ekki markmið í sjálfu sér heldur eitt þeirra tækja sem nota má til þess að ná fram markmiðum eins og sparnaði, en jafnframt gera reksturinn skilvirk- ari, hagkvæmari, einfaldari og þjón- ustumiðari en áður. Þegar farið er í breytingar eins og sameiningu er verið að horfa fram á veginn enda um langtímaaðgerð að ræða þar og verið að horfa á sparnað í ríkiskerfinu til frambúðar,“ segir Arnar Þór Más- son, sérfræðingur á skrifstofu fjár- reiðu- og eigna í fjármálaráðuneyt- inu. Segir hann markmiðið með sameiningum að búa til öflugra og skilvirkara kerfi þar sem nýta megi samlegðaráhrif þeirra ríkisstofnana sem starfi á skyldum sviðum. Bendir hann á að tækniþróun geri samein- ingu stofnana auðveldari þar sem enn sé hægt að vinna störf víðs vegar um landið þó að stofnanir séu sameinað- ar auk þess sem reikna megi með að ekki þurfi jafn margar hendur til framtíðar. Um leið og ríkisstofnanir eru sam- einaðar opnast möguleiki til þess að fækka yfirstjórnendum, en einnig getur fallið til kostnaður, s.s. vegna biðlauna, breytinga á húsnæði og tækjakaupa. Fækkun yfirstjórnenda felur í sér sparnað þótt þeim verði boðin önnur störf hjá ríkinu í staðinn fyrir þau störf sem lögð eru niður. „Sameiningin sjálf getur kallað á eins skiptis aukin útgjöld og þá þarf það að vera mat í hverju tilviki fyrir sig hvort sá kostnaður teljist réttlætan- legur með hliðsjón af framtíðarávinn- ingi.“ silja@mbl.is Verið að horfa til framtíðar  Sparnaðar fer fyrst að gæta árið 2011 Núverandi fjöldi starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að sameina Stofnanir Starfsmenn a) Vegagerðin ................................ 302 Flugmálastjórn ............................ 43 Umferðarstofa ............................ 53 Siglingastofnun ........................... 56 b) Þjóðskrá ...................................... 27 Fasteignaskrá .............................. 58 c) Landlæknisembættið ................. 37 Lýðheilsustöð ............................. 24 Heimild: Vefir viðkomandi stofnana FRÉTTASKÝRING Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SAMKVÆMT frumvarpi sem dóms- málaráðherra lagði fram í gær verða lögregluumdæmi stækkuð og yf- irstjórn lögreglu skilin frá sýslu- mannsembættum. Umdæmin verða 6 í stað 15, og verða fjórir nýir lög- reglustjórar, einn á Vesturlandi og Vestfjörðum, annar á Norðurlandi, sá þriðji á Austurlandi og fjórði á Suður- landi, til viðbótar við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu og á Suð- urnesjum. Styðja breytinguna Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum og formað- ur Lögreglustjórafélags Íslands, segir almennan stuðning innan félagsins við fækkun umdæma úr fimmtán í sex. „Það eru ekki allir sammála, en mikill meirihluti félagsmanna er þessarar skoðunar.“ Frumvarpið hefur ekki verið rætt innan hópsins, segir Sigríð- ur, en hún reiknar með að það verði gert fljótlega eftir páska. Þann 1. janúr 2007 var lögreglu- umdæmið á Suðurnesjum skilið frá sýslumannsembættinu, eins og stendur skv. frumvarpinu til að gera annars staðar á landinu. Sigríður Björk segir breytinguna hafa tekist mjög vel. „Það virðast ekki vera sér- staklega margir snertifletir á milli starfsemi sýslumanna og lög- reglustjóra þegar upp er staðið.“ Lögreglumenn hafa efasemdir Lögreglumenn hafa hins vegar efa- semdir um hugmyndir dóms- málaráðherra, segir Snorri Magn- ússon, formaður Landssamands lögreglumanna. Hann segir mjög skiptar skoðanir á því hvernig til hafi tekist árið 2007 þegar lögreglu- umdæmi voru sameinuð og þeim fækkað úr 27 í 15. „Segja má að við séum enn í því breytingaferli. Það hafa ekki verið gerðar ítarlegar úttekir á því hvernig það tókst, sem ég hefði talið að væri nauðsynlegt í svona ferli,“ segir Snorri. Markmiðið með breytingunum er annars vegar að mæta minnkuðum fjárveitingum en hins vegar að koma til móts við fagleg sjónarmið með stærri og öflugri umdæmum, segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra. Niðurskurður til málaflokksins er tæp 10% í ár sem bætist við 5% nið- urskurð í fyrra. „Þannig að þetta er mjög þungur róður hjá okkur og verður enn þyngri ef niðurskurðurinn eykst á næsta ári eins og útlit er fyr- ir,“ segir Ragna. „Við erum að reyna að ná ákveðinni hagræðingu með þessari breytingu, en það er aldrei sársaukalaust að spara.“ Hagkvæmari og samhæfðari Í skýrslu starfshóps dóms- málaráðherra frá síðasta hausti, sem frumvarpið byggist á, kemur m.a. fram að stærri umdæmi ráði betur við sveiflur sem verða í starfseminni, t.d. eftir árstíðum, og geti betur sinnt öllum þáttum svæðisbundinnar lög- gæslu. Þá verði samhæfing einfaldari þegar umdæmum fækkar. Janframt verði hægt að ná fram sparnaði með því að samnýta betur krafta lögreglumanna, draga úr yf- irbyggingunni, fækka yfirmanns- stöðum og bæta nýtingu húsnæðis og tækjabúnaðar. Ragna segir það þó ekki verða þannig að með samþykkt frumvarpsins verði yfirmönnum sagt upp um leið, heldur verði yfirmanns- stöðum fækkað smám saman. Snorri segir lögreglumenn líta svo á að færri yfirmannsstöður séu skerðing á kjörum sínum, sem þeir eru mjög óánægðir með fyrir. Lög- reglumenn með langan starfsaldur hafi fáa aðra möguleika á launahækk- unum en að sækjast eftir auknu mannaforræði og hækkun í tign. Greinir á um fækkun umdæma  Eykur hagkvæmni og eflir umdæmin  Úttekt ekki verið gerð á síðustu fækkun, segir talsmaður lög- reglumanna  Aðskilnaður lögreglu og sýslumanna tekist vel, segir formaður Lögreglustjórafélagsins Skiptar skoðanir eru á frumvarpi um fækkun lögregluumdæma. Lögreglumenn hafa efasemdir um breytingarnar, en lög- reglustjórar eru hlynntir þeim. Morgunblaðið/Júlíus Ósáttir Lögreglumenn eru ósáttir við kjör sín og telja þau versna með fækkun yfirmanna. Þeir komu saman í mars til að mótmæla kjörunum. Lögregluumdæmin á landinu eru í dag 15 talsins. Í tveimur þeirra, á Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðinu, hefur yfir- stjórn löggæslumála nú þegar verið skilin frá embætti sýslu- manns, en í öðrum umdæmum gegnir sýslumaður um leið emb- ætti lögreglustjóra. Verði frum- varpið að veruleika verða til fjórir nýir lögreglustjórara, sem er lagt upp með að komi úr hópi núverandi sýslumanna. Næsta vetur stendur til að lagt verði fram frumvarp um breytta skipan sýslumannsemb- ætta. Embættin verða stækkuð og flutt til þeirra ýmis verkefni og þjónusta sem þau sinna ekki í dag. Fjórir nýir stjórar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.