Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru erf-iðir tímar.Sú staðhæf- ing stenst þótt í samanburði við önnur ár sé mynd- in ólík. Með bærilegri vissu má ganga út frá því að byggð hafi verið í landinu tæp í 1.140 ár. Af því skeiði hefur þjóðin staðið verr efnahagslega í svo sem 1.125 ár en hún gerir í augnablikinu. En viðmiðunin er tíminn sem við þekkjum og kjörin sem „við“ höfðum og töldum okkur mega reikna með að færu fremur batnandi en hitt. Og viðmiðunin er einn- ig sú að hluti þjóðarinnar hef- ur fengið vond högg. Ein- hverjir geta hugsanlega að nokkru sjálfum sér um kennt. Þó er það ekki einu sinni svo víst sem það gæti virst. Svo er það einnig fallið til að draga úr mönnum kjark að vandinn hefur verið aukinn af þeim sem síst skyldi. Kreddur og stefnur sem áttu ekki upp á pallborðið því þær byggðust á andstöðu við atvinnulíf og möguleika fólks til að sjá eigin hag borgið áttu skyndilega sinn leik á borðinu. Menn höfðu lengi vitað að sá var ólánsafleikur og því hafði hon- um jafnan verið hafnað. En stund vonbrigðanna, reiðinnar og vantrúarinnar var sú glufa sem hann þurfti til að smokra sér inn. Og skaðinn var skeð- ur. Það sem þegar hafði gerst var illt og nú var illt gert verra. Leiðin upp úr öldudaln- um verður miklu lengri og torsótt- ari fyrir vikið. Þýðingarmest af öllu var að tryggja að vinnufúsar hendur fengju viðfangsefni við hæfi. Þrír þættir hafa ráðið mestu um að skjaldborgin sem lofað var breyttist í virki gegn vinnandi fólki. Í fyrsta lagi hafa skattar verið hækkaðir upp úr öllu valdi og enn sér ekki fyrir endann á því. Fram- kvæmdaáform hafa verið lögð á hilluna og steinar í götu þeirra sem ella hefðu getað gengið fram. Gjaldeyrishöft hafa staðið miklu lengur en til stóð í öndverðu og viðskipti verða vanskapningar meðan svo heldur fram. Gráu hefur síðan verið bætt við svart með því að setja tvo hefðbundna atvinnuvegi þjóð- arinnar í uppnám, skapa þar óróa og óvissu um framtíð- arstöðu. Virðist mönnum varla vera sjálfrátt í þeim efnum. Meginkrafan hlýtur að vera sú að stjórnvöld landsins hverfi af þeirri óheillabraut sem þau hafa haldið sig á. Ef látið verður af fjandskap við atvinnulífið, ef nútímalegir viðskiptahættir fá aftur að þrífast, ef horfið verður af skattpíningarbraut, ef gjald- eyrishöft verða afnumin, ef aðeins þetta gerist mun þjóðin sjálf sjá um að koma sér á beinu brautina. Steinarnir á vegi hennar koma úr Stjórn- arráðinu. Steinarnir á vegi þjóðarinnar koma úr Stjórnarráðinu } Breyta þarf um kúrs Lengi er von ánýjum skött- um frá ríkisstjórn- inni. Nú hefur samgöngu- ráðherra ákveðið að leggja sérstakt farþega- gjald á alla farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Þessu til viðbótar kemur svo ríflega 50% hækkun á svokölluðu flugverndargjaldi sem farþeg- ar greiða. Farþegagjald er mun huggulegra nafn en til dæmis farþegaskattur eða jafnvel ferðalagaskattur, sem gjaldið er í raun. Gjaldið rennur í rík- issjóð og er ekkert annað en enn einn nýr skatturinn sem núverandi ríkisstjórn hefur látið sér detta í hug. Sú stefna sem nú er rekin getur ekki gengið til lengdar. Ríkisstjórnin leysir ekki allan vanda með nýjum eða hækk- uðum sköttum. Þvert á móti magnast vandinn við hverja skattahækkun. Í því sam- bandi breyta nafngiftir engu, skattur er skattur, hvaða nafni sem hann nefnist. Hugmyndaflug ríkisstjórnarinnar hefur reynst afar takmarkað þegar kemur að því að efla atvinnu- lífið og búa jarðveginn undir nýsköpun. Öll sköpunargáfa ríkisstjórnarinnar fer í að hugsa upp nýjar leiðir til að íþyngja borgurunum og eina samstaðan sem almenningur verður var við innan rík- isstjórnarinnar er samstaða um slíka hluti. Nú er hálft annað ár liðið frá hruni og enn er rík- isstjórnin föst í sömu hjólför- um og áður. Engan kraft, frumkvæði eða framtíðarsýn er að finna úr þeirri átt. Einu áformin sem sýnileg eru lúta að því að drepa efnahagslífið og helst þjóðfélagið allt í dróma. Getur verið að þetta sé það mikla erindi sem stjórnarflokkarnir tveir töldu sig eiga saman í ríkisstjórn? Getur verið að þeim finnist völdin svona mikils virði? Ríkisstjórnin drepur allt í dróma með framgöngu sinni } Enn bætist við skattbyrðina J óhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra og formaður Samfylking- arinnar, hefur tilkynnt þjóðinni að erfitt sé að eiga samvinnu við vinstri græna. Vinstri grænir láta eins og forsætisráðherra hafi steypt yfir þá svívirð- ingum. Þetta eru einkennileg viðbrögð því yf- irlýsing Jóhönnu er eingöngu í takt við það sem vinstri grænir hafa sjálfir ekki þreyst á að halda fram; sem er að þeir eru ekki flokkur sem er gefinn fyrir samvinnu og málamiðlanir. Þannig hafa þingmenn flokksins verið óþreyt- andi við það undanfarna mánuði að dásama eig- in sundrungu og telja hana bera vott um sterka og mikla lýðræðisþróun innan flokksins. Ósam- komulag innan eigin flokks og ríkisstjórnar er, að sögn þingmannanna, dæmi um háþróaða lýðræðisást og þeir telja að þingræðið hafi náð áður óþekktum hæðum einmitt vegna þess að ríkisstjórnin á erfitt með að koma eigin málum í gegnum þingið. Maður bíður bara eftir því að þingmennirnir bæti við setningum í anda forsetans, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að þjóðir heims horfi öfundaraugum til þessarar merkilegu lýðræðisvæðingar stjórnmálaflokks á Íslandi. Samfylkingin er í erfiðri stöðu en það er engin ástæða til að hafa samúð með henni. Hún kallaði yfir sig eigin ógæfu þegar hún hljópst undan ábyrgð og sleit ríkisstjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn og tók vinstri græna fagn- andi í fang sér. Nú situr Samfylkingin uppi með þessa furðulegu þingmenn sem hafa engan áhuga á að vera í samheldinni ríkisstjórn heldur eyða löngum stundum á tali við eigin samvisku sem harð- bannar þeim að ná sátt og málamiðlun við stjórnmálamenn úr öðrum flokki. Nú er komið páskafrí og svo kemur sum- arfrí og á meðan gerist ekki neitt, og þjóðin þolir það alveg. Það hefur ekkert gerst mán- uðum saman og samt tórir þjóðin. Svo kemur haust og þá hljóta að verða kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn mun senda hinn snyrtilega formann sinn á vettvang og hann mun koma vel fyrir án þess að sýna sérstaka takta. Ætli það nægi ekki þjóðinni í þetta sinn. Framsóknarflokkurinn mun ráða sér ímynd- arfræðing sem klínir brosi á andlit formanns flokksins, alveg á sama hátt og Halldóri Ás- grímssyni var kennt að brosa rétt fyrir kosn- ingar þegar mikið lá við. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,“ sagði skáldið, og kannski mun þjóðin sjá ljós þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brosir. Á þessum tíma munu vinstri grænir sennilega verða búnir að slátra sínum öflugasta manni, Steingrími J. Sig- fússyni. Samfylkingin mun taka þann kost að leika fórn- arlamb. Hún mun segja þjóðinni að hún hafi látið glepjast af Sjálfstæðisflokki og síðan vinstri grænum. Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað en samt sé Samfylkingin óflekk- uð af því hún sé frá náttúrunnar hendi svo góð. Þjóðin fær að velja milli nokkurra kosta. Enginn þeirra er góður. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Háþróuð sundrung STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fjöldi slysa nálgast markmið stjórnvalda FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S amkvæmt skýrslu Um- ferðarstofu fækkaði al- varlega slösuðum í um- ferðinni hér á landi um 15% á síðasta ári, eða úr 200 árið 2008 í 170 árið 2009. Lítið slösuðum fækkaði um 19%, voru 1.112 manns á síðasta ári. Banaslys- um í umferðinni fjölgaði hins vegar árið 2009 miðað við árið á undan, eða úr 12 í 17 í 15 slysum. Fjöldi bana- slysa í fyrra er þó undir meðaltali síðustu tíu ára, sem er 22 banaslys. Stjórnvöld hafa sett sér það mark- mið í umferðaröryggismálum að fyr- ir árið 2015 verði fjöldi látinna í um- ferðinni á hverja 100 þúsund íbúa ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum. Annað meg- inmarkmið er að fjöldi látinna og slasaðra í umferðinni lækki að jafn- aði um 5% á ári til ársins 2016. Fram kemur í skýrslunni að mið- að við fjölda ökutækja, íbúa, ekna kílómetra og fleiri hagtölur þá hafi náðst raunverulegur árangur og raunveruleg fækkun slysa miðað við fjölda látinna og slasaða á hverja 100 þúsund íbúa, eða um 11% á milli ára. Jákvæð þróun Ágúst Mogensen, framkvæmda- stjóri Rannsóknarnefndar umferð- arslysa, segir skýrslu Umferð- arstofu í heild sýna jákvæða þróun frá árinu 2008, einkum er varðar al- varlega slasaða. Eftir aukningu slysa á árunum 2004-2006 sé þróunin vonandi niður á við. Ágúst segist hafa fylgst sérstaklega með alvar- legum slysum og vegfarendahópum. Klárlega hafi orðið fjölgun slysa tengdum bifhjólum, samfara fjölgun á þeim í umferðinni, bæði vegna öku- manna hjólanna og sjálfra og öku- manna bifreiða. Vinna þurfi vel í þeim þætti. Árið 2009 urðu 893 slys með meiðslum og í þeim slösuðust og létust 1.299 manns. Þar af voru 187 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 212 árið áður. Um helm- ingur allra sem slösuðust voru öku- menn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 32%, fótgangandi 7% og önnur 7% voru á bifhjóli. Reiðhjólamenn voru um 3% slasaðra í umferðinni. Þrír létust af völdum ölvunarakst- urs, þaf af var um að ræða ölvunar- og hraðakstur í einu tilfellann, og aðrir tveir létust af völdum hrað- aksturs. Enginn lést undir 17 ára aldri í umferðinni og er það annað árið í röð sem það gerist. „Rannsóknarnefndin hefur tekið eftir fækkun banaslysa hjá ungum ökumönnum og einnig er minna um slys vegna ölvunaraksturs. Þó að banaslysum hafi fjölgað í fyrra frá árinu 2008 er staðan engu að síður svipuð og á Norðurlöndunum,“ segir Ágúst og telur Ísland vera nálægt þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett sér í umferðarörygg- ismálum. „Miðað við undanfarin ár erum við nokkuð bjartsýn á að það takist að fækka banaslysum enn frekar,“ seg- ir Ágúst en það sem af er þessu ári hefur orðið eitt banaslys í umferð- inni hér á landi, á sama tíma í fyrra höfðu orðið fjögur banaslys. Á síðasta ári varð fækkun alvar- legra og lítið slasaðra í umferð- inni frá árinu áður. Banaslysum fjölgaði milli ára en eru hlutfalls- lega ekki mikið meiri en meðal annarra Norðurlandaþjóða. 15% fækkun slasaðra í umferðinni 2009 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 180 160 140 120 100 80 60 40 20 V ís it al a (á ri ð 20 0 0 = 10 0 ) Skráð ökutæki Fjöldi íbúa Eknir kílómetrar Látnir Alvarlega slasaðir Lítið slasaðir SÉU einstakir landshlutar skoðaðir þá kemur í ljós að mest fækkar slös- uðum á Suðurnesjum, eða um 35% á milli áranna 2008 og 2009. Á Vest- fjörðum fækkar slysunum hlutfalls- lega um 32% og á Suðurlandi um 24%. Á höfuðborgarsvæðinu fækk- ar slösuðum um 23% á milli ára. Á Norðurlandi vestra fjölgaði hins vegar slösuðum um 19% og um 13% á Austurlandi. Í skýrslu Umferðarstofu segir að ekki sé ljóst hvað valdi þessari aukningu slysa á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Tilgangur skýrslunnar sé m.a. sá að greina þau atriði í umferðaröryggismálum sem krefjast frekari athugunar og aðgerða. ÓSKÝRÐ AUKNING ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.