Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
SAMTÖK um sögutengda ferða-
þjónustu halda málþing í samvinnu
við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um
samspil lifandi sagnamennsku og
markmiðlunartækni við þróun
menningar- og söguferðaþjónustu á
Íslandi.
Meðal fyrirlesara er Daniel Plet-
inckx frá Belgíu, sérfræðingur í
margmiðlunarþróun, en hann hefur
mikla reynslu af stórum Evrópu-
verkefnum í menningarferðaþjón-
ustu.
Málþingið verður í Þjóðmenning-
arhúsinu í dag og hefst klukkan 13.
Saga Hátíð víkinga í Hafnarfirði.
Sögumaður eða
sýndarveruleiki?
Á MORGUN, föstudag, verður hald-
inn morgunverðarfundur með
frambjóðendum til borgarstjórnar
þar sem fjallað verður um málefni
innflytjenda. Fundurinn fer fram á
Grand Hótel kl. 8-10.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Samfylkingar, VG og Framsókn-
arflokksins flytja erindi um fram-
tíðarsýn síns flokks í málefnum inn-
flytjenda og sitja í pallborði.
Fulltrúum Æ-, H- og F-lista var líka
boðið að mæta. Að erindum loknum
verður teknið við spurningum úr
sal.
Skrá þarf þátttöku fyrirfram á
teymid@gmail. Aðgangseyrir er
1.850 og er morgunverður innifal-
inn í gjaldinu.
Fundur um málefni
innflytjenda
SLYSAVARNADEILD kvenna í
Reykjavík fagnaði í gær 80 ára af-
mæli sínu. Haldið var upp á daginn
með því að taka fyrstu skóflustung-
una að nýju húsnæði deildarinnar
að Grandagarði 1, stækkun björg-
unarmiðstöðvarinnar Gróubúðar.
Deildin var stofnuð þann 28. apríl
árið 1930. Í dag er deildin með öfl-
ugt starf og eru helstu verkefni
stuðningur við björgunarsveitir,
slysavarnir og fjáröflun til þeirra
verka. Nú seinast um páskana stóð
deildin fyrir matvæladreifingu til
björgunarsveita og lögreglu sem
störfuðu við aðstoð og gæslu í
tengslum við eldgosið á Fimm-
vörðuhálsi.
Fögnuðu afmæli
SUMARDAGSKRÁ Kayakklúbbsins
hefst í dag kl. 13:30 þegar keppt
verður á straumkajökum. Að venju
verður keppt í leikholunni á bak við
Toppstöðina í Elliðarárdal. Er
þetta ávallt hin besta skemmtun
fyrir áhorfendur.
Þá hefst vorhátíð í Geldinganesi
á laugardag nk. kl. 10 þegar kepp-
endur í Reykjavíkurbikarnum
verða ræstir. Keppt er í tveim vega-
lengdum, 10 km og 3 km. Allir eru
velkomnir á vorhátíðina til að fylgj-
ast með og fá upplýsingar um allt
sem þeir vilja vita um kajakróður.
Kajakræðarar í
sumargírinn
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
INGVI Þorsteinsson náttúrufræð-
ingur segir að enn eigi sér stað geysi-
mikil gróður- og jarðvegseyðing víða
á landinu. Á síðasta áratug hafi þó ár-
leg uppgræðsla verið meiri en nemur
þeim gróðri sem tapast. „Þetta eru
söguleg tímamót því þetta er senni-
lega í fyrsta skipti frá því að land
byggðist sem gróðurlendi eykst. Það
mætti svo sannarlega halda upp á
það með einhverjum hætti, til dæmis
með meiri fjárframlögum til land-
græðslu,“ segir Ingvi.
Tekur Ingvi það fram að þessi þró-
un hafi ekki verið staðfest með mæl-
ingum en byggist á mati land-
græðslumanna. „Við teljum þetta
vera afleiðingu af hlýnandi loftslagi
undanfarin tuttugu ár. Það munar
mikið um hverja gráðu,“ segir Ingvi.
Miklar aðgerðir við landgræðslu
og skógrækt eru önnur ástæða við-
snúnings í gróðurframvindu að mati
Ingva. Hann segir að þær séu farnar
að skila árangri eftir miklar tilraunir
og stundum þrautagöngu. Nefnir
hann að Skógræktin telji að skógar
hafi aukist um 400 til 500 ferkíló-
metra eða um meira en þriðjung.
Þá nefnir hann að sauðfé hafi
fækkað og beitarálag minnkað mikið
á síðustu áratugum. Nú séu innan við
300 þúsund fullorðins fjár á vetrar-
fóðrum en hafi verið yfir milljón fyrir
40 til 50 árum.
Manngerð eyðimörk
Á tímum þegar við blasa gróður-
skemmdir vegna eldgoss er við hæfi
að spyrja Ingva um áhrif eldgosa á
gróður í landinu. „Það er auðvitað
staðreynd að hér hafa verið eldgos
frá því fyrir landnám og raunar frá
því Ísland varð til. Eldvirknin fluttist
ekki hingað með Norðmönnum og Ír-
um,“ segir Ingvi og beinir sjónum
sínum frekar að áhrifum mannsins.
Hann rifjar upp lýsingu Ara fróða í
Íslendingabók um að landið hafi ver-
ið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Hann
telur ekki ástæðu til að efast um það
enda hafi landið verið alfriðað fram
að landnámi. „Þetta hafa verið há-
vaxnir og glæsilegir skógar og þeir
þola öskufallið miklu betur en þessi
lágvaxni gróður okkar í dag. Gróður
hefur eyðst þar sem öskufallið var
mest en í heildina staðist tímans tönn
þangað til menn komu hingað fyrir
liðlega ellefu hundruð árum.“
Ingvi segir að þótt okkur þyki
vænt um landið og finnist það fallegt
sé hér stærsta eyðimörk í Evrópu og
hún sé að verulegu leyti manngerð.
„Fólkið þurfti að lifa. Það ruddi
skógana og beitti þá á vetrum. Vist-
kerfið veiktist þannig að skógarnir
liðu fljótlega undir lok,“ segir Ingvi.
Vitnar hann til orða Hákonar
Bjarnasonar skógræktarstjóra sem
taldi að 300 árum eftir að land byggð-
ist hafi skógarnir verið litlu meiri að
flatarmáli en var um miðja síðustu
öld. „Þegar skógarnir voru farnir tók
við eyðing þess gróðurs sem undir
þeim var og nú sitjum við uppi með
70% ógróið land.“
Töfrar Suður-Grænlands
Í þrjá áratugi vann Ingvi og sam-
starfsfólk hans mikið á Suður-
Grænlandi við gróðurkortagerð og
gróðurrannsóknir. Hann er að vinna
úr þeim rannsóknum og hefur áhuga
á að gefa út á bók. „Þetta er töfra-
land sem Íslendingar hafa ekki veitt
næga eftirtekt. Ef þú hefur einu
sinni komið þangað verður ekki aftur
snúið.“
Nú vinnur hann að verkefnum fyr-
ir ýmsar stofnanir. „Ég er ekki nema
áttræður og hef það gott.“
Enn mikil gróðureyðing
Árleg uppgræðsla meiri en það sem tapast „Söguleg tímamót“ segir Ingvi
Þorsteinsson náttúrufræðingur Maðurinn meiri skaðvaldur en eldfjöllin
Morgunblaðið/Sverrir
Ævistarf Ingvi Þorsteinsson vann alla sína starfsævi við gróðurrannsóknir
og gróðurkortagerð og er enn að. Þá er hann virkur í náttúruverndarstarfi.
Málþing verður haldið til heiðurs
Ingva Þorsteinssyni náttúrufræð-
ingi í Norræna húsinu í dag, klukk-
an 15. Ingvi varð áttræður 28. febr-
úar síðastliðinn.
Sérfræðingar og samstarfs-
menn Ingva flytja erindi um gróð-
urrannsóknir, gróðurkortagerð og
gróðurvernd. Einnig verður fjallað
um frjáls félagasamtök en Ingvi
var meðal stofnenda og í stjórn
Landverndar og einn þriggja stofn-
enda og formaður samtakanna
Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ing-
ólfs. Hann vinnur enn með þessum
félögum og er meðal annars að
skrifa sögu Landverndar.
Málþingið verður haldið í beinu
framhaldi af aðalfundi gróð-
ursamtakanna sem hefst kl. 14.
Eldhugi og náttúrufræðingur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Björn Þorláksson rithöfundur er
bæjarlistamaður Akureyrarbæjar á
þessu ári og hlýtur starfslaun í sex
mánuði. Þetta var tilkynnt á Vor-
komu Akureyrarstofu sumardaginn
fyrsta. Björn hyggst nýta tímann til
þess að vinna að sjötta ritverki sínu.
Þrjár heiðursviðurkenningar voru
veittar, til fólks sem þykir hafa lagt
mikið af mörkum til menningarlífs í
bænum. Það eru Heiðdís Norðfjörð
rithöfundur, Ingvi Rafn Jóhannsson
söngvari og Arngrímur Jóhannsson
athafnamaður.
Tvær viðurkenningar voru veittar
vegna byggingalistar. Arkitekta-
stofan Kollgáta, sem er í eigu Loga
Más Einarssonar og Ingólfs Freys
Guðmundssonar, hlaut viðurkenn-
ingu fyrir vel útfærða viðbyggingu á
funkis-húsi í Helgamagrastræti 3 á
Akureyri og arkitektinn Ágúst Haf-
steinsson hlaut viðurkenningu fyrir
Glerárvirkjun stöðvarhús Norður-
orku í Glerárgili.
Veitt voru í fyrsta skipti athafna- og
nýsköpunarverðlaun Akureyrar-
bæjar og féllu þau í skaut fyrirtækj-
anna RAF sem fær viðurkenningu
fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf
og SS Byggir fyrir athafnasemi og
kraftmikla starfsemi. Það var Pétur
Bergmann Árnason sem tók við við-
urkenningunni fyrir hönd RAF og
Sigurður Sigurðsson frá SS Byggi.
Sigríði Jónsdóttur frá Húsavík var
tekið með kostum og kynjum þegar
hún fór á skíði í Hlíðarfjalli síðasta
laugardag. Hún varð nefnilega
100.000. einstaklingurinn sem mætti
í vetur og var leyst út með gjöfum;
fékk vetrarkort í Hlíðarfjall næsta
vetur og flugfar til Reykjavíkur og
til baka með Flugfélagi Íslands.
Skíðasvæðið verður opið um
næstu helgi í síðasta skipti í vor.
Söngmót fimm kóra eldri borgara
á Norðurlandi verður haldið í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 2. maí í
Akureyrarkirkju. Þetta eru kórar
frá Húsavík, Akureyri, Dalvík,
Siglufirði og Sauðárkróki en þeir
hafa skipst á að halda þessi mót á
sínum heimaslóðum annað hvert ár.
Mótið á sunnudaginn hefst kl. 15.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Vorið er komið til bæjarins
Vorkoma Úr hófi Akureyrarstofu. Í fremri röð, frá vinstri, Björn Þorláks-
son, Ingvi Rafn Jóhannsson, Heiðdís Norðfjörð og Arngrímur Jóhannsson.
AKUREYRI
ÚR BÆJARLÍFINU
MAGNÚS Schev-
ing, íþróttaálfur í
Latabæ með
meiru, lýsir úr-
slitakeppni
Skólahreysti
ásamt Ásgeiri
Erlendssyni í
beinni útsend-
ingu í Sjónvarp-
inu í kvöld, en
Magnús hefur
ekki áður komið að keppninni.
„Þetta er skemmtileg tilbreyting,“
segir Lára B. Helgadóttir, sem hef-
ur séð um keppnina frá byrjun
ásamt eiginmanni sínum, Andrési
Guðmundssyni. „Hann er prímus
mótor í hreysti ungra barna og
Skólahreysti er framhald af því sem
hann gerir í Latabæ.“
Úrslitakeppnin fer fram í Laugar-
dalshöll og hefst klukkan 20. Jón
Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur
sem Jónsi og kenndur við hljóm-
sveitina Í svörtum fötum, sá um
kynninguna í fyrra og heldur upp-
teknum hætti, en Felix Bergsson
tekur sjónvarpsviðtöl við keppendur
sem fyrr.
Að sögn Láru tóku 672 keppendur
þátt í riðlakeppninni og um 10.000
áhorfendur hafa fylgst með í íþrótta-
húsunum, en gert er ráð fyrir 3.000
til 5.000 áhorfendum í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra og Einar Sigurðsson, for-
stjóri MS, afhenda verðlaun að
keppni lokinni. steinthor@mbl.is
Magnús
Scheving í
Skólahreysti
Íþróttaálfurinn
Magnús Scheving
STAÐREYNDIR
»Ingvi Þorsteinsson erbúfræðikandídat frá Land-
búnaðarháskólanum á Ási í
Noregi og er með MS-gráðu
frá Montana State University í
Bandaríkjunum.
»Hann var lengi sérfræð-ingur og deildarstjóri við
Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, áður atvinnudeild Há-
skólans. Þá vann hann fyrir
Landgræðslu ríkisins.
» Ingvi stjórnaði um árabilgróðurkortagerð og gróð-
urrannsóknum á Suður-
Grænlandi.