Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er mikill áhugi hjá fjárfestum á að kaupa svona félag og núna er því rétti tíminn til að fara með það í opið söluferli,“ segir Helgi S. Gunnars- son, framkvæmdastjóri Regins ehf., dótturfélags Landsbankans (NBI hf.). Bankinn auglýsti í gær til sölu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Smáralind, sem á og rekur sam- nefnda verslunarmiðstöð. Selja á hlutaféð í heilu lagi og verður kaup- andinn einn eigandi húsnæðisins. Helgi segir að innlendir og margir erlendir aðilar hafi sýnt félaginu áhuga. Helgi segir að bankinn vilji losa sig sem fyrst við þær eignir sem hann hefur þurft að yfirtaka og áhersla sé lögð á að hámarka verð- mætið. Smáralind er gott félag að sögn hans og í góðum rekstri og hef- ur verið unnið að því að tryggja fjár- mögnun félagsins. Áhvílandi skuldir félagsins eru á bilinu 7 til 8 millj- arðar kr. Hann vill ekki gefa upp hvaða verðhugmyndir eru uppi eða hvaða lágmarksverð félagið sættir sig við. Í nýútkomnum ársreikningi Smáralindar ehf. er að finna mat á fjárfestingareign félagsins. Er bók- fært verð eignarinnar 12.465 millj- ónir kr. í lok síðasta árs. Tekið er fram að raunverulegt gangverð kunni að vera frábrugðið þessu mati vegna óvissu í efnahagslífinu. Sölu- ferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingar- getu umfram 500 milljónir kr. Egilshöll á markað í lok árs Á næstunni hyggur Reginn á sölu fleiri eigna, sem teknar hafa verið yf- ir. „Við munum halda áfram að koma eignum á sölu. Næsti stóri pakki er Egilshöll. Við vonum að við verðum tilbúin með það félag á markað í lok ársins.“ ,,Mikill áhugi fjárfesta“  Eignarhaldsfélagið Smáralind til sölu  Fjárfestingaeign félagsins metin 12,5 milljarðar um áramót  Allt selt og kaupandi verður einn eigandi húsnæðisins Morgunblaðið/Ernir Til sölu. Salan á Smáralind ehf. er opin öllum fjárfestum, sem standast hæf- ismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna. Í HNOTSKURN »Fjárfestar sem uppfylla þátt-tökuskilyrði á fyrra stigi söluferlisins fá afhent gögn 28. maí. »Frestur til að skila óskuld-bindandi tilboði er til 16. júní. »Síðari hluta sölunnar á aðljúka 12. júlí með skilum fjár- festa á bindandi tilboði. ALLUR undirbúningur vegna þátttöku Íslands í heims- sýningunni Expo 2010 Sjanghæ í Kína hefur gengið vel og verið í samræmi við áætlanir. Sýningin verður opn- uð á laugardaginn 1. maí. Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri þátttöku Íslands, segir Íslendinga í hópi þeirra þjóða sem eru tilbúnar og hafa fengið mikla fjölmiðlaathygli í Sjanghæ vegna þess. Hefur Hreinn verið í viðtölum við dagblöð og sjónvarpsstöðvar á seinustu dögum. Alls hafa birst yfir 80 fréttir af þátttöku Íslands í stærstu fjölmiðlum í Kína á síðustu fjórum mánuðum. „Við höfum verið að taka þátt í prufuopnun EXPO svæðisins og tekið á móti um 22.000 gestum á fjórum stuttum dögum,“ segir Hreinn. Allt hefur gengið vel að sögn hans þó langar raðir hafi myndast við íslenska skálann, stundum vel yfir 1.000 manns í röð fyrir utan. Hreinn segir úrvalsstarfslið Íslendinga og Kínverja vinna við íslensku sýninguna. Eitt af markmiðunum sé að veita upplýsingar um Ísland í gegnum fjölmiðla og ná þannig til nokkur hundruð milljóna, ekki bara þeirra 70 milljóna sem búist er við að muni heimsækja EXPO sýninguna á næstu mánuðum. Heimssýningin í Sjanghæ verður sú stærsta og umfangsmesta sem hald- in hefur verið með þátttöku 197 þjóða. 22 ÞÚSUND GESTIR Á FJÓRUM DÖGUM Ljósmynd/Hreinn Pálsson Stjórnmálaflokk- arnir, sem bjóða fram til sveitar- stjórna um land allt, hafa gert samkomulag um að takmarka aug- lýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórna- kosninganna 29. maí nk. Samkomulagið felur í sér að heildarkostnaður hvers flokks verði ekki hærri en 11 millj- ónir króna að viðbættum virð- isaukaskatti á tímabilinu frá 29. apríl til 29. maí. Er þetta rúmlega 20% lægri upphæð en miðað var við fyrir alþingiskosningarnar 2009. Jafn- framt er samkomulag um að Credit- info hafi eftirlit með framkvæmd- inni. Að samkomulaginu standa Fram- sóknarflokkur, Samfylkingin, Sjálf- stæðisflokkurinn og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð. Flokkarnir gerðu fyrst samkomulag af þessu tagi fyrir alþingiskosningarnar árið 2007 og síðan aftur 2009. Þá var há- marksfjárhæðin 14 milljónir króna. Flokkarnir semja um kostnað Hámarksupphæð 11 milljónir króna Smáralind er stærsta versl- unarmiðstöð landsins og telur 62.730 fermetra. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fasteignasöl- unnar Eignamiðlunar, hefur langa reynslu af sölu fast- eigna. Hann segist ekki minn- ast þess að svo stór bygging hafi komið í einu lagi í sölu á fasteignamarkaðinum. Sverrir segir að þó ekki sé gróska á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu með at- vinnuhúsnæði um þessar mundir, sé alltaf einhver hreyf- ing. Nokkur eftirspurn sé eftir ýmsum tegundum atvinnu- húsnæðis en lítið sem ekkert af slíkum fasteignum hafa komið í sölu. „Við höfum verið að auglýsa eftir skrifstofubyggingum mán- uðum saman sem ekki hafa fengist,“ segir hann. Kaupendur séu til staðar og jafnvel staðgreiðsla í boði en framboðið hefur verið sáralítið, hvað sem veldur, að sögn Sverris Kristinssonar. Stærsta byggingin VALIÐ á veit- ingahúsinu Noma á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sem besta veit- ingahús í heimi, er að mati Frið- riks V. Karls- sonar mat- reiðslumeistara til vitnis um vin- sældir þeirrar stefnu að nýta hráefni úr nærumhverfinu. „Það er ekki hægt að lesa listann öðruvísi,“ segir Friðrik og spáir því að næsta stóra sprengja í matargerð verði sú nor- ræna. „Rene Redzepi [yfirmat- reiðslumaður Noma] heldur mjög fast í að nýta bara norrænar afurð- ir.“ Sjálfur hefur hann talað fyrir svipaðri stefnu á Íslandi sl. tíu ár. Friðrik var í hópi þeirra mat- reiðslumeistara og veitingahúsa- gagnrýnenda sem tóku þátt í valinu. „Þetta er mjög stíft og við megum t.d. ekki dæma neina staði sem við höfum ekki borðað á síðustu 18 mán- uði.“ Hann þekkir líka Redzepi ágætlega og segir hann mikinn Ís- landsvin, sem nokkrir íslenskir mat- reiðslumeistarar hafi unnið fyrir. „Hann hefur oft komið hingað og ég upplifi listann í ár sem viðurkenn- ingu á þeim hugsunarhætti sem ég, Gunnar Karl [Gíslason yfirmat- reiðslumeistari á Dill] og fleiri höf- um staðið fyrir. Við höfum sett okk- ur ramma sem byggist á hráefni úr næsta nágrenni sem við leggjum okkur mikið fram um að fara eftir.“ Norræn sprengja næst  Val tíu bestu veitingahúsanna sýnir vaxandi vinsældir þess að nýta hráefni úr næsta nágrenni til matseldar Friðrik V. Karlsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Byggingafélag námsmanna ses. til að greiða byggingarfyrirtækinu Þórtaki rúmar 143 milljónir króna en Þórtak byggði hús fyrir bygginga- félagið í Hafnarfirði. Byggingafélagið gagnstefndi Þórtaki og krafðist 146 milljóna króna greiðslu en héraðs- dómur féllst ekki á þá kröfu. Málavextir eru þeir helstir að tveir verksamningar voru gerðir um bygg- ingarnar, fyrst árið 2005 og svo aftur 2006. Málið fyrir héraðsdómi snerist um hvort verksamningurinn frá árinu 2005 gilti eða hvort sá síðari frá árinu 2006 ætti að gilda. Fram kemur í dómnum, að síðla árs 2007 hafi vaknað grunur, hjá ákveðnum stjórn- armönnum Byggingafélags náms- manna, um að ekki væri allt með felldu varðandi stjórnarhætti félagsins. Hófu þeir þá að kanna ýmsa fjármálagern- inga sem fyrrum framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og rekstrarstjóri komu að. Þá hafi meðal annars komið í ljós að samningurinn, sem undirrit- aður var 8. nóvember 2005, hafði verið endurgerður með dagsetningunni 4. apríl 2006 án þess að stjórn væri kunn- gert. Héraðsdómur telur að samning- urinn frá 2006 gildi. Greiðir 143 millj- ónir Deilt um íbúðir náms- manna í Hafnarfirði Friðrik tilheyrir hópi fimm kokka sem hittast árlega og elda sam- an. Einn kokkur er frá hverju Norðurlandanna og er Rene Red- zepi fulltrúi Dana. „Við hittumst einu sinni á ári einhvers staðar úti í náttúrunni og eldum þá úr nærumhverfinu,“ segir Friðrik. Í fyrra hafi þeir dvalið í sumarhúsi í Svíþjóð og fengið afhent elgs- læri, en annað hafi þeir veitt og tínt sér til matar úr nánasta um- hverfi. „Við gerum þetta venju- lega á haustin og það er ekki enn ákveðið hvar við verðum næst.“ Elda úti í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.