Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 21
Mig langar að minn- ast hennar Erlu frænku minnar. Elsku Erla frænka, nú hefur þér verið úthlutað öðru verk- efni á öðrum stað og við hin sitjum eft- ir. Ég hugsa af hverju þú, elsku frænka, er þetta ekki bara vondur draumur? Ekki hvarflaði að mér að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn á páskadag, við vorum að skipuleggja sumarið, ætluðum í bíltúr saman og fá okkur sveitaís, en svo ertu bara farin. Ég er viss um að þér hefur verið tekið fagnandi, frændur þínir Dolli og Dengsi (pabbi) geta nú haldið áfram að stríða þér. Það er margs að minnast elsku hjartans frænka, ég mun sakna þess að heyra þína yndislegu ljúfu rödd en símtölin frá þér gáfu mér alltaf svo mikið, þú varst höfðingi heim að sækja, maður varð alltaf að drekka og borða hjá þér sama hversu lasin þú varst, það var gaman þegar við kom- um eitt sinn og náðum þér í rúminu og þú varðst alveg eyðilögð en samt náð- irðu að töfra fram þvílíkar kræsingar og við áttum yndislegar stundir sem fjölgaði svo eftir að dóttir mín flutti norður. Þú tókst henni svo fagnandi og þakka ég það. Það eru margar minningar sem ég mun geyma í hjarta mér, lífsviðhorf þín leiðbeina mér og þú munt ávallt vera í huga mér. Minn- ing þín lifir um ókomna tíð, guð geymi þig. Ég kveð þig kæra vina þó kvöldið kæmi fljótt og hugsa oft um hina sem feigðin hefur sótt en þarft er þraut að lina svo þreyttir sofi rótt. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku Tommi, Þóra Ottó, Badda Nanna og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og guð gefi ykkur styrk til að takast á við mikinn missi. Ásta Kristinsdóttir og fjölskylda. Kær vinkona er fallin frá eftir bar- áttu við erfið veikindi sem hún tókst á við af æðruleysi og sinni dæmalausu bjartsýni. Þó að við séum komnar á efri ár munum við enn þann tíma þeg- ar við vorum flestar lausar og liðugar og á böllum hverja helgi enda var röð og regla á hlutunum á Akureyri í þá daga. En stundum kom rót á tilveruna sem lífgaði uppá okkar fastmótaða samfélag s.s. þegar árlega kom hópur fríðra hjúkrunarnema að til að ljúka verklegu námi við sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Þessar stúlkur sem komu „að sunnan“ báru með sér ferskan og framandi blæ sem margur pilturinn heillaðist af og misstum við heimaln- ingarnir þar með margan dansherr- ann. Ein þessara stúlkna vakti svo mikla eftirtekt að m.a.s. við stelpurnar vor- um forvitnar að vita hver hann væri þessi fallegi keppinautur okkar, og við komumst að því að hún héti Erla El- ísdóttir og væri hjúkrunarnemi frá Reyðarfirði. Hún bar af vegna glæsi- leika og fallegrar framkomu og greini- legt að margir sóttust eftir að kynnast henni. Það kom fljótt í ljós hver yrði hlutskarpastur því hún hafði ekki dvalið lengi á staðnum þegar hún hafði fundið ástina sína, Leif Tómas- son, sem varð hennar lífsförunautur þar til hann lést langt fyrir aldur fram tæplega 63ja ára 1995. Störf á sjúkrahúsi hæfðu Erlu Erla Elísdóttir ✝ Erla Elísdóttirfæddist á Gimli, Reyðarfirði, 24. maí 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 16. apríl 2010. Útför Erlu fór fram frá Akureyr- arkirkju 26. apríl 2010. einkar vel, en hlut- skipti hennar varð ann- að því á nokkrum árum eignuðust þau hjónin 5 börn og byggðu sér hús. En hún var alla tíð trú hugsjóninni um að helga öðrum líf sitt og krafta og á stóru heim- ili var sannarlega þörf fyrir góða skapið og hjálpsemina sem var henni eðlislæg. Síðan, eftir að hún varð ein tókst hún á við breytt- ar aðstæður og hóf verslunarstörf. Í saumaklúbbi með Erlu um áraraðir kynntumst við henni sem listakokki, hjá henni varð allt að stórveislu þó hún segðist bara hafa verið að gera smá tilraunir. Saumaklúbburinn má muna fífil sinn fegri þegar ekki var sest kringum borð nema þar væru nokkrar tertu- tegundir og slatti af sígarettum, og við eigum góðar og broslegar minn- ingar frá þessum árum. Gestrisni var Erlu í blóð borin og margir og ekki síst börnin í hverfinu hennar nutu góðs af því, enda var þar mikill samgangur. Það sýnir hug þeirra að fyrir áeggjan „stelpnanna“, sem ólust upp saman og eru enn tryggir vinir, var efnt til veislu fyrr á þessu ári heima hjá Erlu þar sem þær hittust með veisluföng og áttu mæður og dætur þar saman ljúfa og ógleym- anlega stund. Það var sama hvað bját- aði á, alltaf sá Erla það jákvæða og þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm sýndi hún óbilandi kjark og einbeitni og var ekki í vafa um að allt færi vel. Það var auðvelt að smitast af bjartsýni hennar og trúa því að hún fengi lengri tíma en raun varð á. Við kveðjum Erlu með hlýhug og söknuði og sendum börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Ásbjörg, Patricia og Guðrún. Elsku Erla frænka. Frá því að ég man eftir mér hefur þú verið hluti af minni tilveru. Þú varst fyrsta barnabarn Herborgar ömmu okkar og ég er ekki frá því að þú hafir alltaf verið fyrsta sæti í henn- ar huga. Sú sérkennilega tilviljun að þú skyldir kveðja þennan heim á sama mánaðardegi og móðir þín Guð- rún Bjarney Valdórsdóttir (fædd 24. desember 1909 - látin 16. apríl 1961) hefur að því er ég held ekki verið til- viljun. Ég man ekki mikið eftir móður þinni, henni „Böddu systur“ eins og faðir minn kallaði hana alltaf, en það sem ég man eftir henni eru einstak- lega ljúfar minningar. Það á líka við þig, elsku Erla frænka, ég man aldrei eftir þér öðruvísi en ljúfri eins og engli. Þegar Herborg amma okkar var að kalla á mig byrjaði hún oft á öll- um konunöfnum sem voru henni kær, Badda, Rænka, Erla og svo kom, æ þú þarna Olla. Ég komst seint með tærnar þar sem þið voruð með hæl- ana í hennar huga. Herborg amma okkar átti alltaf heimili hjá foreldrum mínum á Þrándarstöðum en ferðaðist mikið á milli annarra barna sinna og dvaldi þar mislangan tíma. Ég ólst upp við það að heyra fal- legar sögur af ykkur mægðum Og mér fannst líka þú vera fullkomin á allan hátt, á öllum ættarmótum varstu með heimabakað fyrir stóra hópinn þinn og það voru ekki smá- dunkar sem voru meðferðis. Hin fræga skúffukaka Erlu frænku og að því er mig minnir fleiri tegundir, s.s. hjónabandssæla og fl. Þau sterku tengsl sem voru á milli barna Herborgar og Valdórs hafa sem betur fer haldist áfram á milli niðja þeirra og í sumar verður haldið ættarmót í „Blautukvíslarættinni“ eins og við köllum okkur. Það verður mikill missir að þig vanti þar en svona er lífið og tilveran og mestur er miss- irinn hjá þínum börnum og þeirra fjölskyldum. Elsku Tommi, Þóra, Ottó, Badda og Nanna Herborg, mikill er missir ykkar en þið eruð heppin að vera svona mörg því að þá eru fleiri til að styðjast við. Ég ætla að ljúka þessu með ljóði eftir föður minn, Jóhann Valdórsson. Þótt sorgin nú sólina hylji skamdegis verkandi kraftur. Þá virðist það Guðs vilji að veita og taka aftur. Þín frænka, Ólafía Herborg. Þegar Erla Elísdóttir er kvödd, koma mér í hug örlæti og góðvild. Þessari vinkonu minni kynntist ég sem unglingur þegar frændi minn, Leifur Tómasson, var að draga sig eft- ir þessari bráðlaglegu og glaðlyndu hjúkrunarkonu að austan. Leifur var mér mikilvægur frændi, sýndi mér alla tíð ræktarsemi og vígði mig inn í heim frjálsra íþrótta og skotveiði. Þótt hugur minn stæði til hvors tveggja, verð ég þó að viðurkenna að mér fannst mest til um smekkvísi hans á konur. Erla varð fljótt í mínum ungu augum tákn kvenlegs glæsileika, um- burðarlyndis og hlýju. Ég fékk að fljóta með Leifi í sölu- ferðir til Austurlands og kynntist fjöl- skyldu Erlu á Reyðarfirði. Henni kippti í kynið. Þetta var dugnaðarfólk, jákvætt og bjartsýnt að eðlisfari. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur og tvo syni, sem öll urðu afreksfólk í íþróttum. Fjölskyldan var og er skíða- kappar. Efast ég um að margar fjöl- skyldur gætu lagt á vogarskálarnar sambærilegt safn verðlaunagripa og Íslandsmeistaratitla sem þetta frænd- fólk mitt. Þótt Erla sinnti af mikilli eljusemi og dugnaði því annasama starfi að gera út þessa athafnamiklu og orkuríku fjölskyldu, var hún lítið fyrir að baða sig í sviðsljósinu. Hún var í raun afar hlédræg kona. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, en aldrei varð ég var við að hún gerði kröfur til annarra. Hún taldi það vera köllun sína í lífinu að þjóna fjölskyldu sinni. Og það hugtak var vítt. Sérstakt og fagurt samband mynd- aðist strax milli Erlu og tengdaföður hennar, Tómasar Steingrímssonar stórkaupmanns. Það styrktist í mót- læti. Leifur slasaðist illa á fæti sem ungur maður og beið þess aldrei fullar bætur. Hann andaðist árið 1995, löngu fyrir aldur fram. Það voru skin og skúrir í atvinnulífinu. Fjölskyldan stóð þennan mótbyr af sér með sam- stöðu og ræktarsemi. Erla sagði mér oft frá því hve trúnaðar- og vináttu- samband hennar við tengdaföður sinn hefði veitt sér mikinn styrk í lífinu. Börn hennar fengu í arf frá foreldr- um sínum sterka tilfinningu fyrir fjöl- skyldunni. Þau hafa haldið uppi mikilli ræktarsemi við okkur, frændgarðinn, sem er stór og dreifður víða. Við frá- fall Erlu flytjum við Nína fjölskyldu hennar þakkir okkar og hlýjar sam- úðarkveðjur. Tómas I. Olrich.  Fleiri minningargreinar um Erlu Elísdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Erla Elísdóttir var einstök kona sem öllum þótti innilega vænt um. Hjartahlý, einlæg og yndisleg. Við Nanna erum æskuvin- konur, mamma og Erla voru vinkonur til áratuga og sam- gangur á milli heimilanna var mikill. Hús fjölskyldna okkar stóðu sitt hvorum megin við götuna, efst í Goðabyggðinni, og því var stutt að skjótast á milli. Erla átti í mér hvert bein, vildi reyndar allt fyrir alla gera svo lengi sem ég man eftir mér, og hugsaði jafnan fyrst um aðra en sjálfa sig. Í hennar augum voru allir jafnir, fullorðnir sem börn. Mig langar að þakka Erlu innilega fyrir að hafa fengið að vera henni samferða. „Guð blessi hana, elsku vinuna,“ sagði Erla þegar Nanna kyssti hana frá mér á sjúkrahúsinu og bar kveðju mína, skömmu áður en hún lést. Orðin lýsa Erlu vel og þannig mun ég ætíð muna hana. Guð blessi minningu Erlu Elísdóttur. Sigrún Sævarsdóttir. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS AÐALBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Digranesheiði 35, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði laugardaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þorgeir Þorbjörnsson, Erla Vigdís Kristinsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson, Hlín Gunnarsdóttir, Jón Baldur Þorbjörnsson, Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, Arinbjörn Þorbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI JÓHANNES STEFÁNSSON bóndi, Hámundarstöðum II, Vopnafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði föstudaginn 23. apríl, verður jarðsunginn frá Hofs- kirkju, Vopnafirði, mánudaginn 3. maí kl. 14.00. Ingileif Arndís Bjarnadóttir, Stefán Guðnason, Harpa Wiium Guðmundsdóttir, Bjarni Guðnason, Jackie Leggart, Sveinn Guðnason, Sólveig Klara Jóhannsdóttir og barnabörn. ✝ KRISTÍN ÍSLEIFSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, áður Álftamýri 53, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti föstu- daginn 23. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Guðjón Tómasson, Kristmann Grétar Óskarsson,Bergljót Hermundsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Jón Ingvarsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Axel Guðjónsson, Katrín Björk Eyvindsdóttir, Kristín Laufey Guðjónsdóttir, Óðinn Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og sonur, SIGTRYGGUR JÓNSSON, andaðist sunnudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram í Brewster, New York, laugar- daginn 1. maí. Lína Margrét Þórðardóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Ragnheiður Sigtryggsdóttir, Þórður Sigtryggsson, Tara Flynn, Kai Alexander, Magnús Finn, Kristín Sigtryggsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EINIR GUNNARSSON, Íragerði 3, Stokkseyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. apríl. Ingibjörg Jones, Svanfríður Símonardóttir, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Kristján Hoffmann, Ingólfur Marteinn Ólafsson, Helga Guðfinnsdóttir, Sigurður Arnar Ólafsson, Svanfríður Louise Ólafsdóttir, Reynir Már Sigurvinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.