Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
10 Daglegt líf
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Þetta er kjöt- og fiskbúð,með ferskborð og býðurupp á heitan mat í hádeg-inu, heimilismat á góðu
verði,“ segir Jóhann Ólafur Ólason
matreiðslumaður um verslunina Til
sjávar og sveita sem hann opnaði í
Ögurhvarfi í Kópavogi í febrúar.
„Það eru til dæmis kótelettur í
raspi og plokkfiskur núna í hádeg-
inu, það er alltaf í þessum dúr nema
á föstudögum þegar við höfum þá
reglu að bjóða upp á lambakjöts-
steikur og pörusteik,“ sagði Jóhann
um matseðil dagsins þegar blaða-
maður ræddi við hann í gær.
Jóhann var áður verslunarstjóri í
Nóatúni í um tuttugu og fimm ár.
„Ég er búinn að vera í þessum
verslunarbransa í áraraðir. Ég
hætti fyrir um tveimur árum í Nóa-
túni og datt síðan niður á þetta hús-
næði hér og fannst það henta mjög
vel fyrir þessa starfsemi.
Mér fannst vanta svona verslun,
þetta er nánast eins og kaupmað-
urinn á horninu, við erum líka með
salatbar og frosnar fiskafurðir, fros-
in ber, allskonar villibráð, mjólk-
urvörur, grænmeti og þurrvörur, ol-
íur og krydd og allskonar svoleiðis
dót,“ segir Jóhann og bætir við að
aðsóknin að versluninni hafi farið
fram úr björtustu vonum.
„Það hefur verið allt vitlaust að
gera hjá okkur í hádeginu. Þeir sem
eru að koma í heita matinn eru að-
allega hestamenn, enda mikið af
„Þetta er bara
fjölskyldufyrirtæki“
Jóhann Ólafur Ólason opnaði kjöt- og fiskverslunina Til sjávar og sveita í Kópa-
vogi í febrúar. Hann segir alveg brjálað að gera hjá sér í heitum heimilismat í há-
deginu og að fólk sæki í að kaupa kjöt og fisk af fólki með reynslu og þjónustulund.
Morgunblaðið/Ernir
Örtröð Mikið af verka- og hestamönnum borða í hádeginu á staðnum. Heiti
maturinn er afgreiddur á neðri hæðinni og svo borðaður í matsalnum uppi.
Það verður að segjast að CafeSigr-
ún er án efa einn besti hérlendi
uppskriftavefurinn. Á honum er
hægt að finna mjög mikið af holl-
um uppskriftum, sem innhalda ekki
hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur.
Það er Sigrún Þorsteinsdóttir
sem heldur síðunni úti og á hún
margar þakkir skildar fyrir það.
Hún setti vefinn á laggirnar árið
2003, upphaflega til að hafa yfirlit
yfir uppskriftirnar sínar.
Á síðunni er líka mikið af góðum
upplýsingum og ráðleggingum um
matargerð. Til dæmis eru ráðlegg-
ingar um hvernig má lifa ódýrt og
hollt og hvernig er best að útbúa
gott nesti.
Flokkunum á síðunni er vel skipt
niður svo auðvelt er að finna það
sem leitað er að, auk þess sem
hægt er að leita í uppskriftunum í
sérstakri leitarvél á síðunni. Upp-
skriftunum er t.d skipt í; brauð,
súpur, fiskrétti, kökur og eftirrétti,
glúteinlaust og fyrir smáfólkið. Í
liðnum Fyrir smáfólkið eru mjög
sniðugar uppskriftir fyrir foreldra
ungabarna. Þar er hægt að finna
uppskriftir að fyrsta grautnum,
allskonar grænmetis- og ávaxta-
mauki sem hentar fyrir 6 til 9
mánaða börn og svo mauki sem er
fyrir 9 til 12 mánaða börn, m.a. er
í þeim flokki uppskrift að fyrsta
kexinu.
Vefsíðan: www.cafesigrun.com
Morgunblaðið/Ásdís
Kökur Dökk súkkulaðikaka sem er þó án súkkulaðis af CafeSigrún.
Frábær uppskriftavefur
Það er oft freistandi eftir
strembinn vinnudag að kaupa
skyndibitamat í kvöldmatinn,
eina pitsu eða tilbúinn rétt til
að hita upp. Að þurfa að eyða
hluta af kvöldinu í að elda og
vaska upp vex mörgum í augum
en er yfirleitt mjög einfalt þegar
til kastana kemur. Maturinn á
hversdagskvöldi þarf heldur
ekkert að vera merkilegur. Að
gera plokkfisk frá grunni er
mjög einfalt, hvað þá kjötbollur,
grænmetisbuff eða bara að
sjóða slátur með kartöflum. Að
elda heima eitt kvöldið þýðir
líka oft að það er afgangur fyrir
það næsta, svo það þarf í raun
og veru ekki að hafa fyrir elda-
mennskunni nema annan hvern
dag.
Endilega...
...eldið
kvöldmatinn
heima
Matur Dragið eldhúsáhöldin fram.
Bónus
Gildir 29. apr. - 2. maí verð nú áður mælie. verð
Ks frosin lambalæri .................... 998 1.139 998 kr. kg
Ks. frosin lambasvið................... 209 298 209 kr. kg
Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Dole bananar ............................ 259 275 259 kr. kg
Es bitakökur 150 g .................... 98 139 653 kr. kg
Pepsi 2 ltr ................................. 179 219 90 kr. ltr
BKI kaffi 500 g .......................... 398 498 796 kr. kg
My möndlukaka 420 g ............... 259 398 259 kr. kg
My speltbrauð 500 g.................. 229 265 458 kr. kg
Bónus hamborgarabrauð 4 stk.... 139 159 35 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 29. apr. - 30. apr. verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.398 998 kr. kg
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.498 998 kr. kg
FK ferskur kjúklingur................... 639 799 639 kr. kg
Móa kjúklingalæri ...................... 649 998 649 kr. kg
KF frosið kjötfars........................ 543 776 543 kr. kg
SS blandað saltkjöt ................... 734 1048 734 kr. kg
FK bayonne skinka..................... 1.098 1.373 1.098 kr. kg
Hagkaup
Gildir 29. apr - 02. maí verð nú áður mælie. verð
Íslandsnaut ungnauta ribeye....... 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta entrecote.. 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta prime....... 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Jack Daniel’s mar. svínarif .......... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Boston skinka ........................... 1.019 1.698 1.019 kr. kg
Holta kalkúnabringur.................. 2.097 2.995 2.097 kr. kg
Holta kalkúnaleggir .................... 601 859 601 kr. kg
Myllu amerískir kleinuhr. m/skra . 109 189 109 kr. stk.
Heinz tómats. Top down 2fyrir1 ... 359 718 359 kr. stk.
Ariel þvottaefni 25 sk. 2 teg........ 1.299 1.499 1.299 kr. pk.
Krónan
Gildir 29. apr. - 2. maí verð nú áður mælie. verð
Grísalundir ................................ 1.559 2.598 1.559 kr. kg
Grísakótilettur............................ 899 1.498 899 kr. kg
Grísahnakki úrb. sneiðar............. 899 1.698 899 kr. kg
Grísasnitsel ............................... 899 1.698 899 kr. kg
Grísagúllas................................ 899 1.598 899 kr. kg
Grísahakk ................................. 399 798 399 kr. kg
Grísaskankar............................. 250 298 250 kr. kg
Grísa spare ribs ......................... 419 698 419 kr. kg
Grísabógur hringskorinn ............. 499 598 499 kr. kg
Grísasíður pörusteik ................... 559 798 559 kr. kg
Nóatún
Gildir 29. apr. - 2. maí verð nú áður mælie. verð
Nóatúns tvírifjur salt & pip. ......... 2.208 2.598 2.208 kr. kg
Nóatúns læriss. salt & pipar ....... 2.293 2.698 2.293 kr. kg
Ungnautafille ............................ 2.598 3.898 2.598 kr. kg
Ungnautafille með sítrónup......... 2.598 3.898 2.598 kr. kg
Íslenskt úrvals hrefnukjöt............ 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Lambaprime ............................. 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Ungnautahakk........................... 948 1.398 948 kr. kg
Nóatúns skinka ......................... 328 469 328 kr. pk.
Fiskibollur ................................. 896 1.149 896 kr. kg
Axxento kaffibaunir 1 kg ............. 1.182 1.390 1.182 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 29. apr. - 2. maí verð nú áður mælie. verð
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.695 2.398 1.695 kr. kg
Svínakótelettur úr kjötborði......... 998 1.698 998 kr. kg
Svínahnakki úr kjötborði............. 998 1.798 998 kr. kg
Ísfugls kjúklingur heill................. 682 975 682 kr. kg
Merrild Sens.kaffip. Kenya 111 g 398 525 3.586 kr. kg
Daloon Kínarúllur 720 g ............. 798 998 1.109 kr. kg
La Choy Teriyaki sósa 296 ml...... 398 519 1.345 kr. ltr
Neutral barnablautklútar 63 stk. . 545 675 545 kr. pk.
Zendium Classic tannkrem 75 ml 375 489 5.000 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Golli
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið laugardaginn 3. apríl kl. 11–14
Listmunauppboð í apríl
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Síðustu forvöð að koma verkum inn á næsta
listmunauppboð