Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 NÚ STENDUR í Hafnarhús- inu útskriftarsýning nemenda í Listaháskólanum. Liður í einu verkinu er verk annarra, ef svo má segja, því hluti af því er listagallerí, Gallerí Veggur, og þar er ýmsum utanaðkomandi boðið að sýna verk sín í skamman tíma. Á morgun mun Elísabet Brynhildardóttir sýna þar verkið Os On-Station 57°N 20°A, eða réttara sagt upphafs- punkt þess verks, því hún er rétt að byrja að vinna það. Sýning hennar verður opnuð kl. 18:00 á morgun og stendur fram á laugardag, en Elísabet sýnir verkið meðal annars til að leita eftir aðstoð áhorfenda við að láta því miða áfram. Myndlist Os On-Station 57°N 20°A á Gallerí Vegg Elísabet Brynhildardóttir ÁHUGALEIKHÚS atvinnu- manna sýnir í dag fjórða ör- verkið um áráttur, kenndir og kenjar. Í apríl hugleiðir leik- hópurinn þá grimmd sem fellst í áfellisdómum yfir þeim sem leiddu þjóðina til falls. Í stað þess að einblína á dóminn hef- ur leikhópurinn einsett sér að veita fyrirgefningunni rými og býður fólki að taka þátt í eins- konar friðþægingarathöfn sem felst í játningu eða bón um fyrirgefningu í beinni útsendingu á netinu á slóðinni www.her- bergi408.is. Athöfnin fer fram í Útgerðinni, gjörn- ingarými Hugmyndahúss háskólanna við Granda- garð 16, kl. 12:30 í dag. Leiklist Fyrirgefning og friðþægingarathöfn Árni Pétur Guðjónsson KARLAKÓRINN Söng- bræður í Borgarfirði ætlar að syngja í Hásölum, Hafnarfirði, föstudaginn 30. apríl kl. 20:00 ásamt Karlakór Kópavogs. Kórinn hefur starfað í rúmlega 30 ár í Borgarfjarðarhéraði. Hann var upphaflega kór í uppsveitum Borgarfjarðar, en nú syngja með kórnum menn frá Ströndum í norðri, Dölum og Hnappadal í vestri og suður um allan Borgarfjörð. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson, inn- fæddur Borgfirðingur, en nú búsettur á Mið- húsum á Ströndum þar sem hann er tónlistar- kennari, organisti og sauðfjárbóndi. Tónlist Söngbræður syngja í Hafnarfirði Viðar Guðmundsson Fjallað verður um endalokin í þessum pistli, svo haldið ykkur fjarri! 36 » EINS OG fram hefur komið í frétt- um komst sænski klarínettuleik- arinn Martin Fröst ekki til landsins í tæka tíð til að leika einleik í klar- ínettukonsert Kalevi Aho með Sin- fóníunni í kvöld, enda hefur eld- gosið í Eyjafjallajökli sett allt úr skorðum. Það voru því góð ráð dýr að finna annað verk með svo skömmum fyr- irvara, en úr varð að Sinfóníu- hljómsveitin leikur Dansa frá Polo- vetsíu eftir Borodin. Á efnisskránni er, sem forðum, fjórða sinfónía Tsjajkovskíjs, sem kölluð hefur verið „örlaga- sinfónían“, og forleikur að óp- erunni Khovanschina eftir Módest Músorgskíj. Dansarnir sem bætast við eru úr óperunni Ígor prins eftir Alexander Borodin, en hann vann að óperunni í átján ár og tókst ekki að ljúka verkinu. Dansarnir eru úr öðrum þætti óperunnar. Rumon Gamba stýrir hljómsveit- inni í kvöld. Rómantík Rumon Gamba stýrir Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Rússnesk rómantík í boði Sinfó Borodin hleypur í skarðið fyrir Aho Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópa- vogs sýnir óperuna Carmen eftir Georges Bizet í Salnum á morgun og á sunnudag, kl. 20:00 báða dagana. Anna Júlíana Sveinsdóttir, söng- kennari skólans, stýrir uppsetning- unni. Tónlistarstjóri og píanóleikari er Krystyna Cortes og Elín Ásta Ólafsdóttir annast hljóð og myndir. Söngvarar í sýningunni eru nem- endur við skólann, fimmtán nem- endur úr söngdeildinni og tveir hljóðfæraleikarar sem syngja að auki og fimm börn úr skólanum, en einnig leika tveir trompetleikarar. Í helstu hlutverkum eru Elín Arna Aspelund, Hilmir Freyr Jónsson, Sigurjón Örn Böðvarsson, Elva Lind Þorsteinsdóttir, Alexander Jarl Rík- harðsson, Anna Guðrún Jónsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir og Aron Steinn Ásbjarnarson. Anna Júlíana Sveinsdóttir segir að æfingar hafi staðið í allan vetur, enda mikið fyrirtæki að setja óperu á við Carmen upp. Hún býr að tal- verðri reynslu í að setja óperur upp með skólanum, því þetta er átjánda óperuuppfærslan sem hún stýrir á síðustu fimmtán árum, en sum árin hafa óperurnar verið tvær og tekur hver nemandi þátt í nokkrum upp- færslum á námstímanum. „Ég hef alltaf valið nýja óperu í hvert sinn, enda mjög mikilvægt fyr- ir nemendurna að læra að syngja og leika samtímis, að læra að samsama sig hlutverkinu, lifa sig inn í það.“ Sumarið fer alla jafnan í að velja óp- erur fyrir hópinn og verður að velja hana eftir þeim röddum sem hún hefur tiltækar hverju sinni. „Það er sérstaklega gaman að taka þátt í því að setja Carmen upp enda söng ég það hlutverk sjálf á sínum tíma og gaman að fá að upp- lifa óperuna í gegnum nýja Carm- en.“ Tónlistarskóli Kópavogs setur upp Carmen Morgunblaðið/Kristinn Mikilvægt Elín Arna Aspelund Carmen, Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Anna Margrét Gunnarsdóttir sígaunastúlkur, Bryndís Guðjónsdóttir Mersedes, Anna Guðrún Jónsdóttir Fraskíta og Hilmir Freyr Jónsson Don José. Átjánda óperuuppfærslan FYRIR tæpum tveimur árum lagði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir af stað með verkefni sem nefnist Rétt- ardagur - 50 sýninga röð, en að byggist á því að hún setur upp 50 ólíkar sýningar víða um heim á tíma- bilinu júní 2008 til júní 2013. Sýningar úr röðinni hafa þegar verið settar upp í Bretlandi, Hol- landi, Þýskalandi og hér heima, en á laugardaginn kl. 15:00 verður nítjánda sýningin opnuð í Nútímalist á Skólavörðustíg. Sýningarnar eiga það sameig- inlegt að túlka menningararfleifð ís- lensku sauðkindarinnar. Aðalheiður lýsir því svo að sá dagur þegar fé er safnað af fjalli, sé töfrum líkastur, „upphaf nýs tímabils, menning og allsnægtir, er viðfangsefni mitt. Ég er áhugamanneskja um náttúruvæna og þjóðlega atvinnu- vegi eins og búskap, og hef sjálf hag- að lífi mínu þannig. Ég flokka sorpið og nýti til listsköpunar margt af því sem fellur til á heimilinu.“ Aðalheiður segir að þegar hún hafi tekið til við að vinna þrívíð verk hafi hún lagt leið sína á gámasvæðið á Akureyri í hráefnisleit og þar hafi verið ríkuleg uppskera. „Mér líkar tilhugsunin um að vera hluti af heild. Setja saman skúlptúra úr timbri sem smiðir hafa sagað niður og jafn- vel málað, niðurrif af gömlum húsum með sína sögu og sál, afsag frá smíðakennslu eða sólpöllum og gef- ur þetta að mínu mati verkunum aukna vídd.“ Verkin sem hún sýnir eru aðallega timburskúlptúrar. „Ýmsar myndir mannlífs hafa verið viðfangsefni mitt alla tíð, fyrst á tvívíðan flöt, en í seinni tíð þrívíðan. Þegar vinna mín beindist í átt að sauðkindinni áttaði ég mig á því að ég hafði verið að vinna á svipuðum nótum alla tíð.“ Réttardagur - 50 sýninga röð Aðalheiðar Eysteinsdóttur Menningararfleið Ís- lensku sauðkindarinnar Þrívídd Frá sýningu á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur sem opnuð verður í Nútímalist á Skólavörðustíg. NÆSTKOMANDI laugardag kl. 17:00 verða úrslit í hönnunarsam- keppni í anda Ásmundar Sveins- sonar kunngerð í Listasafni Reykja- víkur, Ásmundarsafni. Óskað var eftir tillögum að nytjahlut sem end- urspegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveins- sonar og alls bárust 68 tillögur. Að samkeppninni stóðu verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands. Verðlaunahafi hlýtur fjárupphæð í verðlaun, auk þess sem hluturinn verður seldur í verslunum Kraums í Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsi og Ásmund- arsafni. Sigurhugmyndin verður sýnd á laugardag og fjórtán hug- myndir til. Á sama tíma verður opnuð sýn- ingin Ég kýs blómlegar konur ... Konur í verkum Ásmundar Sveins- sonar, þar sem sjónum er beint að konum og kvenímyndinni í verkum Ásmundar. Þá hefur hluti af vinnu- stofu Ásmundar verið endurgerður, sem gerir gestum kleift að skyggn- ast inn í líf og starf myndhöggv- arans. Titill sýningarinnar er tilvitnun í Ásmund sjálfan í viðtali við hann sem birtist í Þjóðviljanum sumarið 1961. Verkin á sýningunni spanna allan feril Ásmundar og sýna allt frá fyrstu raunsæisverkum hans til íburðarmikilla framsetninga hans á kvenkynsímyndum. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Nytjahlutir og blómlegar konur Hönnunarsamkeppni í anda Ásmundar Sveinssonar og sýning á verkum hans Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hönnunarsamkeppni Myndhöggv- arinn Ásmundur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.