Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Það er svo óraunverulegt að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Ég skildi þetta ekki fyrr en ég sá þig á sjúkrahúsinu, kaldan og blautan eftir sjóinn. Mér fannst gott að sjá þig og koma við þig þó það hafi verið skrýtið. Þú varst svo kaldur og stífur, öfugt við það hvernig þú varst lifandi, þá varstu alltaf svo hlýr og mjúkur. Þótt þú værir látinn og laminn eftir sjóinn, tókst þér á einhvern ótrúlegan máta að vera ennþá fallegur og værðin sem yfir þér var róaði mig í sorginni. Ég er mjög þakklátur fyrir að þú fannst í myrkrinu, að hafið ákvað að skila þér aftur til þeirra sem elskuðu þig. Ég er einnig þakklátur Gústa fyr- ir að stökkva til þín og reyna að bjarga besta vini mínum. Ég sendi skips- félögum samúðarkveðjur, þeir eiga um sárt að binda. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir elskulega foreldra þína að missa þig en ég lofa því, Gummi, að reyna hvað ég get til að styðja þau í sorg sinni. Ég bið Guð um að gefa fjöl- skyldu þinni og kærustu styrk á þess- um erfiðu tímum. Ég sakna þín mjög mikið og ég veit ekki hvernig lífið verður án þín. Ég mun ætíð minnst þín með miklum hlý- hug. Það var alltaf gaman að vera ná- lægt þér, ótrúlega skemmtilegur drengur með gott hjarta. Brosið þitt og augun þín voru eftirminnileg öllum þeim sem sáu og þín verður sárt sakn- að af mörgum. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við vinirnir áttum saman. Þær minningar eru minn fjár- sjóður. Ég vona í hjarta mínu að þú hafir fundið himnaríki og passir okkur hin þangað til við sjáumst á ný. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Saknaðarkveðja. Einar Lars Jónsson. Lífið er stutt. Líf manns er stútfullt af minningum af fólki, atburðum og upplifunum sem hafa haft áhrif á mann sem einstakling. Minn gamli vinur, Gummi Steins, var einn af þess- um aðilum sem höfðu þau áhrif á mig að ég hugsa oft til ýmissa upplifana sem við áttum saman. Þegar ég hugsa um Gumma þá koma nokkur orð í hug- ann; kraftur, uppátækjasemi, þor, ögrun, hasar og spenna. Við Gummi urðum vinir 6 ára gaml- ir og héldum þeim vinskap lengi fram eftir aldri. Við tókum barnaskólann saman, urðum gelgjur saman, og upp- lifðum ótrúlega margt í sameiningu. Þó að síðustu ár hafi samband okkar félaganna verið lítið þá hef ég ótal sinnum sagt sögur af okkur Gumma í góðra vina hópi. Þannig var nefnilega mál með vexti að í skúrnum á Faxabrautinni hjá Steini og Hildi leyndist efni í fjársjóð, sem tveir ungir drengir kunnu að búa til verðmæti úr. Hvort sem það var gamall gúmmíhanski og rafmagnsrör sem urðu að flottustu túttubyssum á Suðurnesjum, sláttuvélabensínið hans Steins og ónýt ljósapera sem varð að molotov-kokteil (maður á nú kannski ekki að segja frá því), eða smergill sem var nýttur til að brýna allt sem hönd á festi. Ég man líka eftir að innan á hurðinni inni í bílskúrinn niðri voru ennþá, síðast þegar ég vissi, gömul tússför eftir okkur félagana þegar ég var að kenna Gumma að skrifa nafnið sitt, við sex ára gamlir. Auðvitað var engum tíma sóað í að finna blað og blýant. Þarna var túss – og þarna var hurð – það nægði. Einnig eru mér minnisstæðar sög- urnar hans Gumma frá Tálknafirði. Ég hafði aldrei komið á Tálknafjörð og upplifði mikinn ævintýraljóma af sög- unum hans Gumma. Þar mátti Gummi leika sér með vasahníf! Svo hugsar maður nú oft til stund- anna sem við áttum vinahópurinn í Holtaskóla. Við Gummi, Einar Snorra, Andri, Óskar, Hlynur og ýmsir aðrir. Sumrin fyrir utan Myllubakkaskóla í körfubolta. Einnig eru mörg ógleym- anleg atvik úr handboltanum og ýms- um túrneringum sem við félagarnir fórum á. Eitt árið þá var tekin sú sam- eiginlega ákvörðun að allir myndu raka af sér hárið. Einhverjir voru með hanakamb, aðrir alveg nauðasköllótt- ir! Í kringum Gumma var alltaf líf og fjör. Með Gumma upplifði ég prakk- arastrik, svona eins og maður les um í bókum frá fyrri tíð. Það er ómetanlegt fyrir lítinn dreng að eiga félaga sem er áræðinn og þorinn – alveg eins og Gummi var. Á sama tíma og ég finn fyrir mikilli sorg yfir að við félagarnir skulum aldrei ná saman aftur, þá er ég líka þakklátur. Þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með Gumma og þá lífs- reynslu sem við náðum okkur í. Gummi hafði mikil áhrif á mig og það var gaman að vera vinur hans. Ég sendi allan minn stuðning og kveðjur til Berglindar hans Gumma, Steins og Hildar, allra systkina hans og fjölskyldna þeirra. Ingvar Hjálmarsson. Þegar allt kemur til alls þá veit ég ekki hversu ólíkir við Gummi vorum. Þrátt fyrir að hann hafi verið yngri en ég þá var hann áræðnari en ég og hafði frjórra ímyndunarafl. Þar af leiðandi lærði ég af honum að prakk- arastrik gætu verið skemmtileg og í raun ómissandi þáttur tilverunnar. Ég leyfi mér að efast um að nokkr- ar brotnar rúður í gróðurhúsum og aðrir misheppnaðir brandarar breyti vefnaðarháttum örlaganorna annarra þeirra sem ráða á endanum hinum hinstu rökum. Drengskapurinn sem manni er í brjóst gefinn gerir það. Og þeim drengskap kynntist ég vel. Við fundum oftar en ekki sálufélaga í hvor öðrum í fjölskylduboðum þegar við vorum unglingar. Við ræddum um framtíðaráform okkar, drauma og þrár. Í þeim samræðum fannst mér koma mjög sterkt í gegn hversu greindur og vel gerður maður Gummi var. Ótímabært andlát Gumma er reið- arslag. Þrátt fyrir að Rakel kona mín hafi ekki kynnst honum hafði ég ein- mitt haft orð á því að sex mánaða son- ur okkar, Örn, sækti vöxt sinn einn helst til heljarmanna föðurfólksins á borð við Gumma og Einar bróður hans. Þau orð færa mann um sanninn hversu stutt er á milli okkar allra og blása lífi í þá hugsun hversu mikill missir það er þegar ungur drengur góður er tekin frá okkur. Þetta er mikill harmdauði og fjölskylda okkar sendir Steini og Hildi systkinum Gumma allar okkar bænir. Örn Arnarson. Góður drengur er fallinn frá, í blóma lífsins og við hin sitjum eftir með stórt spurningarmerki í augun- um og störum út í loftið. Afhverju? Af- hverju þarf lífið að vera svona ósann- gjarnt. Það er spurning sem margir spyrja en fæstir fá svör við. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, en þeir voru svo sannarlega ekki einir um það. Þú varst elskaður og dáður hvert sem þú komst. Það var svo ótrúleg birta og gleði sem fylgdi þér. Í hvert einasta skipti sem ég hitti þig brosti ég, skellti upp úr eða skellihló. Annað var ekki hægt, brosið þitt og hlátur voru svo ótrúlega smit- andi. Seinast þegar ég hitti þig sastu í bankanum og ég kom inn eins og úti- gangsmaður. Við sögðum ekki neitt, við bara skellihlógum bæði að mér. Það var nóg, hvert skipti sem maður hitti þig fór maður í burtu frá þér glaðari. Það varst þú, yndislegur. Svo ótrúlega samkvæmur sjálfum þér, þú vissir nákvæmlega hver þú varst. Gummi í lopapeysunni, ullarsokkun- um og rauðu pumaskónum, alsæll. Þú tókst öllum sem jafningjum og það er það sem ég ætla að reyna að læra af þér, elsku Gummi minn. Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa fengið að kynnast þér og njóta birtunnar þinn- ar. Þú varst nauðsynlegur persónu- leiki, svo ótrúlega gáfaður og fallegur. Takk fyrir allar stundirnar sem ég fékk að njóta með þér og elskulegri vinkonu minni Berglindi. Þú passaðir svo vel upp á hana og þið lærðuð svo margt hvort af öðru. Ég heiti því, elsku Gummi minn að ég skal passa eins vel og ég get upp á hana. Þó ég viti að ég geti aldrei gert það eins vel og þú, en ég skal reyna. Þegar ég minnist þín þá brosi ég, við öll. Þú varst yndislegur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. ( Bubbi Morthens) Elsku Gummi minn, minning þín á eftir að vera með mér að eilífu. Þín er svo sárt saknað. Við sjáumst síðar, þarna uppi. Guð og englarnir passa þig. Elsku, yndislega Berglind mín, fjölskylda og vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð veri með ykkur. Hvíl í friði, elsku vinur. Elínborg Ósk Jensdóttir. Eins og hendi sé veifað breytist til- vera okkar, án þess að nokkuð verði við ráðið. Okkur langar að minnast Gumma Steins, eins og hann var alltaf kallaður, með nokkrum orðum. Hann kemur hingað um borð fljótlega eftir að Þorbjörn hf. kaupir skipið og starf- aði hér í nokkur ár uns hann hætti til að fara í nám. Hann var nýbyrjaður hér aftur eftir langt hlé frá sjó- mennskunni. Gummi var fljótur að til- einka sér hluti og læra réttu hand- brögðin. Eitt sinn fékk hann það hlutverk að vera bátsmaður, þar sem hann sá um verkstjórn á sinni vakt. Þá sást hvað hann hafði mikla hæfi- leika sem leiðtogi og tilfinninguna fyrir að stjórna öllum þeim búnaði, sem á við, til að afgreiða veiðarfærin um borð í skipinu. Gummi var alltaf léttur í lundu og góður félagi félagana sinna. Stutt í grín og glens. Hans er sárt saknað. Við vottum unnustu, foreldrum, systkinum og vinum Guðmundar Steinssonar okkar dýpstu samúð. Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? Þegar illvirkjarnir nálgast mig til þess að fella mig, þá verða það andstæðingar mínir og óvinir, sem hrasa og falla. Þegar her sest um mig, óttast hjarta mitt eigi, þegar ófriður hefst í gegn mér, er ég samt öruggur. Eins hefi ég beðið Drottin, það eitt þrái ég: Að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að fá að skoða yndisleik Drottins, sökkva mér niður í hugleiðingar í musteri hans. Því að hann geymir mig í skjóli á óheilla- deginum, hann felur mig í fylgsnum tjalds síns, lyftir mér upp á klett. (27. Davíðssálmur 1-5.) F.h. áhafnarinnar á Hrafni GK 111, Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri. Það var frekar feiminn unglings- strákur með sítt ljóst hár og í bláköfl- óttri flónelskyrtu sem kom aftur í skólann í 9. bekk með allt það svalasta frá Ameríku í farteskinu eftir ársdvöl þar ytra. Þrátt fyrir feimnina varð hann fljótt vinmargur því hlýleikann, bros- ið og útgeislunina stóðust fáir. Gumma fylgdi ávallt líf og fjör og Faxabrautin varð að félagsheimili ár- gangsins flestar helgar og komust stundum færri að en vildu. Á kveðjustundum sem þessum rað- ast minningabrotin saman og eftir stendur mynd af fallegum dreng sem var í senn skemmtilega stríðinn, hæfi- lega kærulaus en umfram allt vinur vina sinna. Um leið og við þökkum Gumma samfylgdina sendum við hans nán- ustu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h skólafélaga úr árgangi 7́8 í Keflavík, Erla, Júlía, Kristín og Sonja. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin finn ég fyrir miklum sökn- uði og sorgin innra með mér er mikil. Mín minnisstæðasta minning úr barnæsku er þegar litli bróðir minn fæddist. Ég var á spít- alanum og þú varst hjá mér og spurð- ir hvað væri að, ég spurði hvað yrði nú um mig fyrst það væri kominn nýr strákur í fjölskylduna og hvar ég myndi nú eiginlega búa. Þú svaraðir mér með þínu einlæga svari að ég mætti alltaf búa hjá þér ef litli bróðir yrði erfiður. Þú sagðir mér að ég væri litli sól- argeislinn þinn. Amma var dugleg, sjálfstæð og ákveðin kona sem lét engan vaða yfir sig og hvað þá ein- hvern sem ekki var í fjölskyldunni. Ég fæ tár í augun þegar ég hugsa um allt það góða sem þú gerðir með okk- ur bræðrunum þegar pabbi þurfti að skreppa í vinnuna, þá brástu þér í markið á meðan við vorum í fótbolta og fannst það bara gaman. Úr Stór- holtinu á ég hvað bestu minningarnar okkar saman, pabbi leigði risíbúðina og Christof fékk stærra herbergið á meðan þú lést þér nægja litla her- bergið við stofuna af því að þú vildir nú leyfa strákunum þínum að hafa það sem best. Kvöldverðirnir og morgunverðirnir, þar sem við borð- uðum öll saman, þar var hlegið. Þú varst alltaf hlæjandi að vitleysunni í okkur bræðrunum og að pabba og Christof og meira segja hann Bangsi okkar fékk sitt eigið sæti. Á kvöldin tókum við okkar venjulegu skák á borðinu sem þú bjóst til og spiluðum tölvuspilið sem þú keyptir handa okk- ur úti í Frakklandi og kepptum um bestu stigin. Svo var kannski horft á eina bíómynd eða sagðar sögur frá því að pabbi og Christof voru að alast upp, okkur fannst það svo gaman. Árið 2001 kynntist pabbi henni Maríu minni og þau byrjuðu að búa saman og við fjögur kíktum reglulega á þig í kaffi. En svo komu unglings- árin og þá fór ég að hitta þig minna en ég vissi alltaf af þér ef ég þurfti hjálp við eitthvað eða bara til að spjalla. Það skipti aldrei máli hvað það var sem mér lá á hjarta, þú áttir alltaf góða hugmynd eða gott svar. Og alltaf þegar við hittumst, hvort sem það var í afmælum eða matarboðum, þá var alltaf gott á milli okkar og ég man að þegar þú knúsaðir mig, þá var það gert af öllu hjarta, sem var svo gott. Þegar Hörður Logi sonur minn fædd- ist varst þú alltaf hringjandi til að at- huga hvernig gengi og ég man þegar hann var ekki orðinn vikugamall að þú komst til okkar Katrínar í Garða- bæinn og gafst honum prjónaða gula vettlinga og sokka. Þú varst svo stolt að vera orðin langamma. Ég mun alltaf muna eftir þér sem stórglæsilegri og framamikilli konu og er mjög þakklátur fyrir þessi ár sem þú varst í lífi mínu. Ég elska þig og minning þín mun lifa um ókomin ár og ég ætla að segja Herði Loga allt um þig þegar hann stækkar. Kvöldið sem þú andaðist fann ég fyrir miklum sársauka og fór að hugsa um það sem þú sagðir mér einu sinni að lifa hvern dag eins og hann væri sá seinasti, því að maður veit aldrei hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér elsku besta amma mín. Elska þig. Þinn sonarsonur, Arne Karl. Dísa var ekki bara móðursystir mín heldur einnig góð vinkona. Hún var ákveðin kona með mikinn áhuga á menntun fyrir alla. Sjálf var hún mjög metnaðarfull og ákveðin í því að vera sjálfstæð og læra sem lengst. Hún var Ásdís Sigurðardóttir ✝ Ásdís Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1940. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi 15. apríl 2010. Útför Ásdísar var gerð frá Fossvogs- kirkju 26. apríl 2010. mér góð fyrirmynd og stoð og stytta gegnum mitt nám. Hún var mikil tungumálamann- eskja og það var gott að leita til hennar með verkefnin sín á menntaskólaárunum. Hún hafði yndi af góð- um kvikmyndum, lestri góðra bóka, djasstón- list og klassíkri tónlist og samdi ljóð. Dísa fékk fljótt það hlutverk að passa börn systur sinnar, og man Inger systir vel eftir skemmtilegum vinkvennaheimsóknum með Dísu hér og þar um borgina. Eftir að Dísa sett- ist að í Þýskalandi voru heimsóknir fjölskyldunnar frá Íslandi tíðar. Jó- hann bróðir dvaldi sumarið 1964, 10 ára gamall hjá Dísu og Klaus í Biele- feld þar sem þau bjuggu. Ég fékk hins vegar í fermingargjöf að dvelja hjá Dísu sumarið 1966. Þar hafði ég m.a. það hlutverk að passa tvo yngri frændur mína þá Christof og Arne. Þeir voru miklir prakkarar sem héldu manni uppteknum frá morgni til kvölds. Saman fórum við þrjú í langa göngutúra í þessari fallegu borg Bad- Salzuflen, en þar bjó fjölskyldan þá. Í Þýskalandsdvöl minni kynntist ég tónlistarsmekk Dísu og hef æ síðan heillast af djasstónlist Dave Brubeck og Stan Getz svo eitthvað sé nefnt, en þeir voru í miklu uppáhaldi hjá Dísu. Við fundum það vel systkinin hvað Dísa frænka hafði mikinn áhuga á okkur, systurbörnum sínum, og því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var alltaf í góðu sambandi við okkur öll. Unnur systir minnist þess sérstaklega hvað hún fylgdist alltaf vel með sér og ekki síst hvernig henni leið. Það blundaði lengi í Dísu að heim- sækja Austurland, æskuslóðir föður síns. Á 65 ára afmæli sínu heimsótti hún mig loksins til Norðfjarðar og áttum við yndislegar stundir í fallegu austfirsku veðri, þar sem skálað var fyrir afmælinu í kaffi og koníakí á Sæ- bakkapallinum. Við fórum á fornar slóðir og skoðuðum m.a. bæjarstæðið Berunes í gamla Fáskrúðsfjarðar- hreppi, en þar var afi Siggi fæddur og uppalinn. Dísa vann við ýmislegt og stofnaði nokkur fyrirtæki á lífsleiðinni. Slag- orðið „á eftir bolta kemur barn“ var t.d. hennar hugsmíð. Það voru ekki margar konur sem stofnuðu sitt eigið fyrirtæki á þessum árum, en hún var ein af þeim. Hún stofnaði fyrir 14 ár- um heildsölufyrirtækið Nóvus ehf., sem hún rak til dauðadags. Hún var mjög stolt af þessu fyrirtæki og var með hugann við það alveg fram á síð- asta dag. Elsku Dísa, þú fórst snögglega frá okkur …, sem var kannski í þínum anda, þú lifðir hratt og ákveðið. Þín er sárt saknað en góðu minningarnar lifa áfram. Takk fyrir allar samveru- stundirnar gegnum tíðina, matarboð- in og draumana sem við deildum, bæði þá sem urðu til á nóttunni og þá sem svifu í framtíðinni. Takk fyrir að vera frænkan sem vakti yfir velferð okkar systkinanna. Elsku frændur Christof og Arne, við systkinin sendum fjölskyldum ykkar, innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Helga frænka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.