Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 hækkað mikið, benti bankinn Sigur- geiri á þann kost að setja jörðina á sölu. Það var gert. Þá kom tilboð í jörðina upp á um 230 milljónir. Hann taldi það of lágt verð og hafnaði til- boðinu. Eftir áramótin benti bankinn þeim á að kanna aftur hvort sami aðili væri tilbúinn til að kaupa jörðina. Í framhaldi gerði hann tilboð í jörðina upp á 150 milljónir. Þrýstu á með því að lækka yfirdráttarheimildina „Þegar sá sem keypti lagði fram kauptilboð mætti útibústjóri Íslands- banka á Selfossi til að taka afstöðu til tilboðsins. Hann gerði gagntilboð vegna þess að við höfðum enga heim- ild til þess. Tilboðið fór síðan fyrir nefnd í bankanum þar sem málið var afgreitt.“ Sigurgeir sagði að á fundinum þar sem tilboðið var lagt fram hefði útibú- stjóri Íslandsbanka sagt með skýrum hætti að ef þau féllust á að vinna að málinu í samræmi við vilja bankans yrðu þau ekki gerð gjaldþrota. Ís- landsbanki var ekki með veð í naut- gripunum og hann gerði þeim tilboð um að kaupa gripina. Sigurgeir og Þórey fengu ekki langan tíma til að hugsa sig um. Um miðjan apríl fengu þau upplýsingar um að bankinn hefði tekið allt mjólk- urinnlegg fyrir marsmánuð, sem var um 2 milljónir króna, til sín og lækk- aði yfirdráttarheimild búsins úr 4 milljónum í 2 milljónir. Sigurgeir sagði að þessi aðgerð gerði það að verkum að hann hefði ekki getað Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÉG hef reynt að berjast á móti þessu, en eins manns stríð endar aldr- ei vel,“ segir Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldabúðum í Árnessýslu, sem neyðst hefur til að hætta búskap. Viðskiptabanki hans tók ákvörðun um að selja jörðina. Það var gert án þess að hún væri auglýst til sölu. Þó að Sigurgeir og Þórey Guðmunds- dóttir, kona hans, séu óánægð með vinnubrögð bankans treystu þau sér ekki til annars en að samþykkja skil- mála bankans, enda stóðu þau frammi fyrir því að vera lýst gjaldþrota ef þau skrifuðu ekki undir samning um sölu jarðarinnar. „Ég hélt að bankarnir ætluðu að hjálpa fólki. Við erum fimm manna fjölskylda á götunni og ég er atvinnu- laus,“ sagði Sigurgeir. Var ráðlagt að taka erlent lán Sigurgeir er fæddur og uppalinn á Skáldabúðum. Hann tók við búi for- eldra sinna árið 2000. Byggt var nýtt fjós á Skáldabúðum árið 2005, en það er búið nýjustu tækni, m.a. mjalta- þjóni. Hann keypti einnig mjólkur- kvóta samhliða stækkun búsins og ræktaði tún úr því að vera 38 hekt- arar í það að vera 103 hektarar. Upphaflega voru þessar fjárfest- ingar fjármagnaðar með innlendum verðtryggðum lánum hjá Íslands- banka. Þau lán hækkuðu í takt við verðbólgu og þegar Sigurgeir átti í erfiðleikum með að standa í skilum stakk bankinn upp á að breyta lán- unum í erlend lán. 60 milljóna króna láni var breytt í erlent lán sem nú er komið yfir 130 milljónir. Þegar þessi breyting var gerð stóð gengisvísitalan í um 130. „Hann sagði við mig í bank- anum að þegar gengisvísitalan væri komin niður í 110 yrði láninu aftur breytt yfir í íslenskt lán og við mynd- um hagnast á lækkuninni. Manni þótti þetta allt mjög sniðugt,“ sagði Sigurgeir sem segir að hann hefði sett allt sitt traust á ráðleggingar bankans. Selja átti „eins hratt og hljóðlega“ og hægt væri Heildarskuldir búsins á Skáldabúð- um voru vel yfir 200 milljónir þegar jörðin var seld, en þær voru nær allar við Íslandsbanka. „Það sem við erum ósátt við er hvað bankinn kom óheiðarlega fram við okkur. Hann laug að okkur. Í des- ember 2008 fengum við tölvupóst frá bankanum þar sem sagði: „Ykkar mál voru samþykkt, megum frysta lánin og bjarga ykkur aur fyrir heyi. Þurf- um að útbúa pappírana, læt ykkur vita þegar þeir eru tilbúnir.“ Fulltrúar bankans komu til okkar í september í vetur og spurðu hvað við vildum gera. Við sögðum að við vild- um halda áfram að búa, en sögðum að það væri kannski ekki í okkar hönd- um að ákveða það vegna þess að bankinn hefði þetta allt í hendi sér. Þeir sögðu engu að síður að þeir myndu ganga í málið og gera okkur kleift að búa áfram. Í kjölfarið var aft- ur gerð úttekt á fjárhagsstöðunni og búin til rekstraráætlun þar sem m.a. var reiknað með kostnaði við endur- bætur á íbúðarhúsinu. Um áramót urðu eigendaskipti á Íslandsbanka og í fyrstu vikunni í jan- úar fengum við hins vegar þau svör að það eigi að selja þetta „eins hratt og hljóðlega og hægt er“ eins og það var orðað,“ sagði Sigurgeir. Sigurgeir sagði að eftir að þessi ákvörðun lá fyrir hefðu mál gengið hratt fyrir sig. Fyrir um tveimur ár- um, þegar höfuðstóll lánanna hafði borgað reikninga vegna reksturs bús- ins og raunar hefði fjölskyldan ekki haft neitt til að lifa af. Sigurgeir var kallaður á fund til útibústjórans á föstudegi og þar var honum tilkynnt að á mánudegi eftir viku yrðu öll lán sett í lögfræðiinnheimtu hjá bank- anum ef hann gengi ekki frá sölu á jörðinni. „Við stóðum frammi fyrir því að skrifa undir og fá smá pening eða verða lýst gjaldþrota.“ Afstaða bankans var síðan undir- strikuð með tölvupósti 20. apríl þar sem lækkun á yfirdráttarheimildinni var til umfjöllunar: „Þegar samning- urinn er undirritaður munum við hækka heimildina hjá Geira [Sig- urgeir] aftur í 4 mkr.“ Sigurgeir sagði að áður hefði bank- inn upplýst bréflega að yfirdráttar- heimildin myndi falla úr gildi 20. apr- íl. Heimildin var hins vegar lækkuð 13. apríl. Sigurgeir sagði að vinnubrögð Ís- landsbanka í þessu máli væru ekki í samræmi við vinnubrögð sem banka- stjóri Íslandsbanka lýsti á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins fyrir nokkrum dögum. „Að vísu hefur bankinn alltaf sagt út á við að hann hafi ekki selt jörðina heldur að við höfum gert það. Vissulega vorum það við sem skrif- uðum undir sem seljendur, en það fylgir ekki sögunni hvaða þvingunar- aðgerðum bankinn beitti okkur.“ Sigurgeir sagði að hann hefði sagt við bankann að eðlilegt væri að aug- lýsa jörðina og sjá hvort fleiri tilboð kæmu, en bankinn hefði þá sagt að Sigurgeir yrði sjálfur að bera kostnað af því að auglýsa og selja jörðina. Bankinn hefði raunar farið fram á að hann greiddi sölulaunin til fast- eignasalans, en hann sagðist ekki hafa tekið það í mál. Kvótinn og kýrnar fluttar af jörðinni Sigurgeir sagðist vita um bændur í sveitinni sem hefðu haft áhuga á að bjóða í jörðina. Einn bóndi hefði haft samband við bankann og lýst áhuga á að kaupa, en hann hefði fengið þau svör að það væri ekkert að gerast í þessu máli af hálfu bankans. Ábú- endur á Skáldabúðum væru hins veg- ar að selja jörðina. Bóndinn hefði líka haft samband við fasteignasalann og fengið þar sömu svör. Sigurgeir sagði að 150 milljónir væru lágt verð. Þetta dygði varla fyr- ir meiru en mjólkurkvótanum, bú- stofni og tækjum. Kaupandinn fengi í reynd þúsund hektara jörð frítt. Sigurgeir sagðist hafa fengið þær upplýsingar að kvótinn og kýrnar yrðu fluttar af jörðinni sem fyrst. Þar með færi enn ein jörðin í sveitinni í eyði. Hann sagði að þessi niðurstaða væri ekki í samræmi við yfirlýsingar landbúnaðarráðherra. „Fjölskylda mín er búin að búa á jörðinni í um hundrað ár. Ég hef reynt allt sem ég hef getað til að bjarga málum. Ég bauð bankanum m.a. að kaupa hálfa jörðina, en það virðist ekki vera inni í myndinni. Það virtist ekki vera hægt að gera neitt fyrir okkur þó að það sé hægt að gera ýmislegt fyrir aðra. Ég talaði við alla sem mér datt í hug að gætu aðstoðað mig, en enginn virtist telja sig geta stigið fram og stöðvað þetta. Ég hef reynt að berjast á móti þessu, en eins manns stríð endar aldrei vel,“ sagði Sigurgeir. Flytja til Hveragerðis Í vetur var haldinn á Hvolsvelli fundur skuldugra bænda. Á fundinn mættu um 30 bændur. Sigurgeir sagði að hann hefði verið sá eini á fundinum sem var með viðskipti hjá Íslandsbanka. „Ég er sá eini í þessum hópi sem hef fengið svona útreið. Mín sérstaða var kannski sú að ég var ekki með viðskiptaskuldir. Þess vegna var svo auðvelt að afgreiða mín mál með þessum hætti því að það þurfti ekki að semja við aðra lánar- drottna.“ Sigurgeir og Þórey flytja í næsta mánuði til Hveragerðis. Þórey er búin að fá vinnu en Sigurgeir er atvinnu- laus. „Ég er búinn að reyna mikið. Ef einhvern vantar mann í vinnu þá má hann hafa samband við mig.“ Strax og búið var að skrifa undir söluna á jörðinni afhentu Sigurgeir og Þórey fjósið til nýs eigenda, en þau mega búa í íbúðarhúsinu til 1. júní. Þau sögðu það einkennilega tilfinn- ingu að kveðja kýrnar og hætta bú- skap. Sigurgeir sagðist ekki geta lýst tilfinningum sínum til þessara breyt- inga. Hann sagðist kannski ekki vera búinn að átta sig fyllilega á því ennþá að hann væri yfirgefa lífsstarf sitt og flytja á mölina. Morgunblaðið/RAX Kveðja Sigurgeir og Þórey eru að undirbúa sig undir að kveðja Skáldabúðir. Leiðin liggur til Hveragerðis. Sigurgeir er að leita sér að vinnu. Jörðin seld án auglýsingar  Eftir að hjónin á Skáldabúðum höfðu lenti í ógöngum með erlend lán tók viðskiptabanki þeirra ákvörðun um að selja jörðina  Hún var seld án auglýsingar á mun lægra verði en var í boði árið 2008 „Íslandsbanki mun í næstu viku hefja að bjóða fyrirtækjum sem eru með tekjur í íslenskum krón- um og lán í erlendri mynt að sækja um höfuðstólslækkun þann- ig að höfuðstóll lánanna færist eins og hann var 29. september 2008. Um leið verður lánunum breytt í verðtryggð eða óverð- tryggð lán í íslenskum krónum og við það getur höfuðstóll erlendra lána til fyrirtækja lækkað allt að 30%.“ Þetta sagði Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslands- banka, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 23. apríl sl. Birna sagði ennfremur að „ef að Íslandsbanki lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að leysa til sín fyrir- tæki vegna skulda er það markmið okkar að koma þeim sem fyrst í hendur á áhugasömum fjárfestum og rekstraraðilum í gagnsæju og opnu söluferli.“ Sagði að selja ætti eignir í „gagnsæju og opnu söluferli“ Birna Einarsdóttir EFTIR því sem best er vitað hefur tveimur skuldugum bændum verið gert að selja jarðir sínar. Þetta eru bændurnir á Skáldabúðum og Refsstöðum í Borgarfirði. Kaupþing auglýsti búið á Refsstöðum til sölu og komu átta tilboð. Hæsta tilboðið kom frá Jóhannesi Kristins- syni, eiganda kúabúsins í Þverholtum í Borgarfirði, en Jóhannes er fyrrverandi við- skiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons. Einn- ig bárust tilboð af Suðurlandi og úr Skaga- firði. Kaupfélag Skagfirðinga stóð að baki tilboði bænda í Skagafirði. Fyrri eigendur Refsstaða voru hins vegar með forkaupsrétt sem þeir ákváðu að nýta sér. Niðurstaðan varð engu að síður sú að kvótinn frá Refsstöðum fer í Skagafjörðinn og búið verður lagt niður. Fjósið á Refsstöðum var tekið í notkun vorið 2008. Um 500 þúsund lítra kvóti er á Refsstöðum, en kvótinn á Skáldabúðum er um 300 þúsund lítrar. Verðmæti mjólkurkvótans á þessum tveimur búum er samtals um 190 milljónir ef tekið er mið af þeim kvótaviðskiptum sem átt hafa sér stað í vetur. Vilja kvótamarkað Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti í vetur áskorun til landbúnaðar- ráðherra um að koma á fót kvótamarkaði og að öll viðskipti með mjólkurkvóta, þar sem eru aðilaskipti, færu um markaðinn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, sagði að menn hefðu áhyggjur af ógagnsæi við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem nú stæði yfir hjá skuldugum kúabændum. Með kvótamarkaði væri tryggt að allir stæðu við sama borð. Fyrirmynd að kvótamarkaði í mjólkurfram- leiðslu er sótt til Danmerkur þar sem slíkur markaður hefur verið starfandi í um 10 ár. Slíkur markaður er einnig í Þýskalandi. Eftir að kúabændur samþykktu sína álykt- un setti landbúnaðarráðherra af stað vinnu í ráðuneytinu við gerð frumvarps um málið. Átta tilboð komu í Refsstaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.